Sport

Fáránlega vel gert

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslenska liðið í dansinum.
Íslenska liðið í dansinum. mynd/steinunn anna svansdóttir
Blandað lið Íslands í unglingaflokki fór örugglega áfram í úrslit á EM í hópfimleikum sem hófst í Maribor í Slóveníu í dag.



Ísland fékk samtals 53,416 stig fyrir æfingar sínar og endaði í 3. sæti af níu liðum.

Viktor Elí Sturluson og Tanja Ólafsdóttir, liðsmenn blandaða liðsins, kváðust ánægð með hvernig til tókst þegar blaðamaður Vísis ræddi við þau eftir keppnina í dag.

„Á heildina litið gekk þetta mjög vel. Þetta var eiginlega fáránlega vel gert og við náðum markmiðunum okkar,“ sagði Viktor sem er að keppa á sínu öðru Evrópumóti, en hann var einnig með á Íslandi fyrir tveimur árum.

„Við vorum aðeins tæp á fyrsta áhaldi en svona er þetta,“ sagði Viktor. Hann segir að markmiðið sé að vinna til gullverðlauna.

„Við ætlum að stefna á gullið, það er klárt mál.“

Tanja tók í sama streng og Viktor og sagði æfingarnar hafa gengið vel.

„Þetta gekk mjög vel og við gerðum okkar besta. Við lentum flestum stökkum,“ sagði Tanja sem keppir fyrir Stjörnuna. En er eitthvað sem íslenska liðið getur bætt?

„Það eru nokkrar lendingar og nokkuð smáatriði sem við getum alveg lagað,“ sagði Tanja.


Tengdar fréttir

Blandaða liðið örugglega í úrslit

Blandað lið Íslands í unglingaflokki komst nú rétt í þessu áfram í úrslit á EM í hópfimleikum sem fer fram í Maribor í Slóveníu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×