Sport

Blandaða liðið örugglega í úrslit

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Íslenska liðið í gólfæfingunum.
Íslenska liðið í gólfæfingunum. mynd/steinunn anna svansdóttir
Blandað lið Íslands í unglingaflokki komst nú rétt í þessu áfram í úrslit á EM í hópfimleikum sem fer fram í Maribor í Slóveníu.

Íslensku krakkarnir fengu samtals 53,416 stig fyrir æfingar sínar og enduðu í 3. sæti af níu liðum.

Ísland byrjaði á stökki og fékk 16,200 stig fyrir þær æfingar. Íslenska liðið var í 5. sæti eftir 1. umferðina. Í annarri umferð fór Ísland upp í 4. sæti eftir vel heppnaðar æfingar á trampólíni. Þær skiluðu Íslandi 17,000 stigum.

Þá var nokkuð ljóst að Ísland væri á leið í úrslit. Íslensku krakkarnir staðfestu það svo með flottum gólfæfingum. Ísland fékk 20,216 stig fyrir þær en aðeins Danir og Svíar fengu hærri einkunn fyrir æfingar á gólfi.

Blandaða liðið keppir í úrslitum á föstudaginn kemur.

Klukkan 16:45 hefst keppni í stúlknaflokki.

Hægt er að fylgjast með keppninni í beinni útsendingu og beinni textalýsingu með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×