Fullskipaður listi Bjartrar Framtíðar í Norðvestur Samúel Karl Ólason skrifar 13. október 2016 14:44 Kristín, Valdimar og Ásthildur. Björt framtíð hefur birt fullskipaðan lista í Norðvesturkjördæmi. Fyrsta sæti á lista Bjartrar framtíðar í Norðvesturkjördæmi skipar G. Valdimar Valdemarsson, framkvæmdastjóri. Hann tók þátt í að stofna Bjarta framtíð með þá von í brjósti að Björt framtíð gæti unnið öðruvísi. Hann telur að fulltrúar Bjartrar framtíðar hafi náð árangri við að nálgast verkefni og vandamál samtímans með nýjum aðferðum þar sem við greinum veikleika og styrkleika, ógnir og tækifæri og byggjum stefnumörkun á staðreyndum og rannsóknum en ekki eingöngu á pólitískri hugmyndafræði. G. Valdimar vill að stjórnmál snúist meira um markmið og framtíðarsýn og er tilbúinn að leggja á sig mikla vinnu við draga fram þau markmið sem við getum sameinast um þvert á stjórnmálaflokka og hagsmuni. Hans sýn er að við myndum ekki deila svo mikið um leiðirnar ef markmiðin eru skýr. Annað sæti á lista Bjartrar framtíðar í Norðvesturkjördæmi skipar Kristín Sigurgeirsdóttir, skólaritari og MLM nemi. Umhverfis- og loftslagsmálin eru henni hugleikin. Kristín lýsir sér sem náttúrubarni, sem er annt um að afkomendur okkar allra fái að njóta náttúrunnar og umhverfisins eins og við og forverar okkar hafa gert. En til þess verðum við að gæta vel að því hvað við gerum og hvað við framkvæmum. Náttúran á að njóta vafans, það á ekki að gefa neinn afslátt í umhverfis- og loftslagsmálum. Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir, skólaliði og handverkskona, skipar þriðja sæti á lista Bjartrar framtíðar í Norðvesturkjördæmi. Hún leggur áherslu á menntamálin. Skólar og leikskólar berjast í bökkum við að veita grunnþjónustu og hafa ekki fjárhagslegt svigrúm til að gera betur. Skoða þarf betur tekjuskiptingu sveitarfélaga og ríkis í þessu samhengi. Ásthildur vill hlúa að og styðja unga fólkið okkar betur en nú er gert . Ísland getur svo mikið betur, hennar sýn er að horft sé til framtíðar en ekki bara til skamms tíma. Mannúð og mannréttindi eru henni ofarlega í huga, til að mynda aðbúnaður sem hælisleitendum er boðið upp á stenst ekki lágmarkskröfur og misnotkun á erlendu vinnuafli er þögguð niður og látin viðgangast. Þessu og mörgu öðru vil Ásthildur beita sér fyrir á Alþingi. Norðvesturkjördæmi 1. G. Valdimar Valdemarsson, framkvæmdastjóri 2. Kristín Sigurgeirsdóttir, skólaritari og MLM nemi 3. Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir, skólaliði og handverkskona 4. Matthías Freyr Matthíasson, barnaverndarstarfsmaður og laganemi 5. Gunnsteinn Sigurðsson, umsjónarþroskaþjálfi og grunnskólakennari 6. Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson, fjallaleiðsögumaður 7. Elín Matthildur Kristinsdóttir, deildarstjóri og meistaranemi 8. Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur 9. Haraldur Reynisson, kennari 10. Emilía Íris Líndal Garðarsdóttir, myndlistarmaður 11. Vilborg Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi 12. Hafþór Óskarsson, ferðamálafræðingur 13. Ingunn Jónasdóttir, kennari 14. Guðmundur Björnsson, verkfræðingur og gæðastjóri 15. Kristján Guðmundsson, myndlistarmaður 16. Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar Kosningar 2016 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Björt framtíð hefur birt fullskipaðan lista í Norðvesturkjördæmi. Fyrsta sæti á lista Bjartrar framtíðar í Norðvesturkjördæmi skipar G. Valdimar Valdemarsson, framkvæmdastjóri. Hann tók þátt í að stofna Bjarta framtíð með þá von í brjósti að Björt framtíð gæti unnið öðruvísi. Hann telur að fulltrúar Bjartrar framtíðar hafi náð árangri við að nálgast verkefni og vandamál samtímans með nýjum aðferðum þar sem við greinum veikleika og styrkleika, ógnir og tækifæri og byggjum stefnumörkun á staðreyndum og rannsóknum en ekki eingöngu á pólitískri hugmyndafræði. G. Valdimar vill að stjórnmál snúist meira um markmið og framtíðarsýn og er tilbúinn að leggja á sig mikla vinnu við draga fram þau markmið sem við getum sameinast um þvert á stjórnmálaflokka og hagsmuni. Hans sýn er að við myndum ekki deila svo mikið um leiðirnar ef markmiðin eru skýr. Annað sæti á lista Bjartrar framtíðar í Norðvesturkjördæmi skipar Kristín Sigurgeirsdóttir, skólaritari og MLM nemi. Umhverfis- og loftslagsmálin eru henni hugleikin. Kristín lýsir sér sem náttúrubarni, sem er annt um að afkomendur okkar allra fái að njóta náttúrunnar og umhverfisins eins og við og forverar okkar hafa gert. En til þess verðum við að gæta vel að því hvað við gerum og hvað við framkvæmum. Náttúran á að njóta vafans, það á ekki að gefa neinn afslátt í umhverfis- og loftslagsmálum. Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir, skólaliði og handverkskona, skipar þriðja sæti á lista Bjartrar framtíðar í Norðvesturkjördæmi. Hún leggur áherslu á menntamálin. Skólar og leikskólar berjast í bökkum við að veita grunnþjónustu og hafa ekki fjárhagslegt svigrúm til að gera betur. Skoða þarf betur tekjuskiptingu sveitarfélaga og ríkis í þessu samhengi. Ásthildur vill hlúa að og styðja unga fólkið okkar betur en nú er gert . Ísland getur svo mikið betur, hennar sýn er að horft sé til framtíðar en ekki bara til skamms tíma. Mannúð og mannréttindi eru henni ofarlega í huga, til að mynda aðbúnaður sem hælisleitendum er boðið upp á stenst ekki lágmarkskröfur og misnotkun á erlendu vinnuafli er þögguð niður og látin viðgangast. Þessu og mörgu öðru vil Ásthildur beita sér fyrir á Alþingi. Norðvesturkjördæmi 1. G. Valdimar Valdemarsson, framkvæmdastjóri 2. Kristín Sigurgeirsdóttir, skólaritari og MLM nemi 3. Ásthildur Ósk Ragnarsdóttir, skólaliði og handverkskona 4. Matthías Freyr Matthíasson, barnaverndarstarfsmaður og laganemi 5. Gunnsteinn Sigurðsson, umsjónarþroskaþjálfi og grunnskólakennari 6. Gunnlaugur Ingivaldur Grétarsson, fjallaleiðsögumaður 7. Elín Matthildur Kristinsdóttir, deildarstjóri og meistaranemi 8. Ólína Ingibjörg Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur 9. Haraldur Reynisson, kennari 10. Emilía Íris Líndal Garðarsdóttir, myndlistarmaður 11. Vilborg Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi 12. Hafþór Óskarsson, ferðamálafræðingur 13. Ingunn Jónasdóttir, kennari 14. Guðmundur Björnsson, verkfræðingur og gæðastjóri 15. Kristján Guðmundsson, myndlistarmaður 16. Árni Múli Jónasson, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar
Kosningar 2016 Mest lesið Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Innlent Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Erlent Lögbann sett á tilskipun Trumps Erlent „Við erum algjörlega komin á endastöð“ Innlent Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara Erlent Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Fleiri fréttir Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira