Frískaðu upp á útlitið í lægðinni Ritstjórn skrifar 13. október 2016 17:00 Mynd/Getty Þessi vika og lægðin sem henni fylgdi hefur verið ansi erfið og það er varla hjá því komist að það komi niður á ferskleikanum. Morgnarnir eru erfiðir og stundum líður manni einfaldlega eins og það sé ekkert sem geti komið veg í fyrir baugana. Við höfum tekið saman nokkur ráð til þess að ná þínu frískasta útliti á erfiðum vetrardögum. 1. Fjárfestu í maska og augnkremi og geymdu það inni í ísskáp Gott augnkrem getur gert kraftaverk og hvað þá frískandi maski. Maskar geta gefið húðinni aukinn raka og ljóma. Það er gott að geyma hvort tveggja inni í ísskáp svo þeir séu ávallt tilbúnir til þess að vinna á bólgnum baugum. 2. Settu hvítan augnblýant í augnkrókana Það opnar augun og lætur þau líta út fyrir að vera aðeins ferskari án þess að líta út fyrir að vera mikið málaður. 3. Ekki nota of ljósan baugafelara Það eru algeng mistök að nota of ljósa baugafelara. Innsæið segir að þú viljir lýsa svæðið undir augunum til þess að losna við dökka bauga en hafa skal varan á. Það virkar hins vegin bara eins og ljós hula yfir baugunum og felur þá í rauninni ekki. Færustu förðunarfræðginar mæla með felara með appelsínugulum tón til þess að fela baugana almennilega. 4. Notaðu augnhárabrettara Augnhárabrettarinn lætur augnhárin líta út fyrir að vera lengri. Þegar maskarinn er svo settur á líta augun fyrir að vera opnari.5. Skiptu út svarta augnblýantinum Í staðin fyrir að vera alltaf með svartan augnblýant og augnskygga er gott að skipta því út fyrir aðeins hlýrri liti. Það að vera með gráann eða dökk brúnan augnblýant gerir förðunina aðeins hlýlegri og mýkri. Mest lesið Þær best klæddu á Emmy-verðlaununum Glamour Fær sína eigin Barbie dúkku Glamour Kynþokkafulli fanginn gekk sinn fyrsta tískupall Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Blur Perfector kominn aftur Glamour Kylie Jenner orðin mamma Glamour Flottasta hárteymi heims á leið til landsins Glamour Glamúr og næturlíf í haustherferð H&M Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Forsetafrúin Kim Kardashian West á forsíðu Interview Magazine Glamour
Þessi vika og lægðin sem henni fylgdi hefur verið ansi erfið og það er varla hjá því komist að það komi niður á ferskleikanum. Morgnarnir eru erfiðir og stundum líður manni einfaldlega eins og það sé ekkert sem geti komið veg í fyrir baugana. Við höfum tekið saman nokkur ráð til þess að ná þínu frískasta útliti á erfiðum vetrardögum. 1. Fjárfestu í maska og augnkremi og geymdu það inni í ísskáp Gott augnkrem getur gert kraftaverk og hvað þá frískandi maski. Maskar geta gefið húðinni aukinn raka og ljóma. Það er gott að geyma hvort tveggja inni í ísskáp svo þeir séu ávallt tilbúnir til þess að vinna á bólgnum baugum. 2. Settu hvítan augnblýant í augnkrókana Það opnar augun og lætur þau líta út fyrir að vera aðeins ferskari án þess að líta út fyrir að vera mikið málaður. 3. Ekki nota of ljósan baugafelara Það eru algeng mistök að nota of ljósa baugafelara. Innsæið segir að þú viljir lýsa svæðið undir augunum til þess að losna við dökka bauga en hafa skal varan á. Það virkar hins vegin bara eins og ljós hula yfir baugunum og felur þá í rauninni ekki. Færustu förðunarfræðginar mæla með felara með appelsínugulum tón til þess að fela baugana almennilega. 4. Notaðu augnhárabrettara Augnhárabrettarinn lætur augnhárin líta út fyrir að vera lengri. Þegar maskarinn er svo settur á líta augun fyrir að vera opnari.5. Skiptu út svarta augnblýantinum Í staðin fyrir að vera alltaf með svartan augnblýant og augnskygga er gott að skipta því út fyrir aðeins hlýrri liti. Það að vera með gráann eða dökk brúnan augnblýant gerir förðunina aðeins hlýlegri og mýkri.
Mest lesið Þær best klæddu á Emmy-verðlaununum Glamour Fær sína eigin Barbie dúkku Glamour Kynþokkafulli fanginn gekk sinn fyrsta tískupall Glamour Kraftgallinn er kominn aftur Glamour Blur Perfector kominn aftur Glamour Kylie Jenner orðin mamma Glamour Flottasta hárteymi heims á leið til landsins Glamour Glamúr og næturlíf í haustherferð H&M Glamour "Það stóð nú aldrei til að hafa þjóðina á brjósti“ Glamour Forsetafrúin Kim Kardashian West á forsíðu Interview Magazine Glamour