Heildarkostnaður S-kóreska tæknirisans Samsung við að hætta sölu og taka Samsung Galaxy Note 7 síma sinn af markaði mun nema um 616 milljörðum króna að mati fyrirtækisins.
Fyrirtækið hefur lent í miklum vandræðum með símann eftir að í ljós kom að hætta er á að hann ofhitni og springi. Fyrirtækið tilkynnti í vikunni að framleiðslu og sölu símanna hefur verið hætt vegna eldhættu vegna galla í rafhlöðu þeirra. Fyrirtækið innkallaði 2,5 milljónir síma og skipti þeim út fyrir nýja sem áttu að vera öruggir.
Hefur Samsung lækkað afkomuspá sína fyrir þriðja ársfjórðung ársins um 264 milljarða vegna símans. Síminn átti að vera flaggskip Samsung á símamarkaði og helsti keppinautur iPhone 7 síma Apple sem kynntur var til sögunnar skömmu á eftir Galaxy Note 7.
Reiknað er þó með að Samsung muni hagnast um 520 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi, þrátt fyrir vandræði símans.
Galaxy Note 7 kostar Samsung 600 milljarða

Tengdar fréttir

Enn kviknar í Galaxy Note 7 þrátt fyrir endurbætur
Eitt atvikanna átti sér stað í flugvél Southwest Airlines á miðvikudaginn.

Samsung sendi eigendum Galaxy Note 7 skringilega kassa
Eigendur fengu meðal annars hanska og eldvarða kassa til setja símana í.

Samsung hættir sölu Galaxy Note 7
Hlutabréf tæknifyrirtækisins lækka verulega í verði.

Segja Samsung ekki vita hvað sé að Galaxy Note 7
Samsung hefur ekki komist að því hvað nákvæmlega veldur því að Samsung Galaxy Note 7 sími fyrirtækisins geti ofhitnað og sprungið