Sport

Tveir sigrar hjá Aftureldingu

Smári Jökull Jónsson skrifar
Úr leik Aftureldingar og HK í haust.
Úr leik Aftureldingar og HK í haust.
Afturelding vann tvo heimasigra gegn Þrótti frá Neskaupstað í Mizuno-deildum karla og kvenna í blaki í gærkvöldi.

Leikurinn hjá konunum var ekki sérlega spennandi. Afturelding vann fyrstu hrinuna 25-17, þá aðra 25-18, þriðju hrinuna 25-18 og því leikinn 3-0.

Stigahæst í liði heimastúlkna var Karen Björg Gunnarsdóttir með 12 stig en hjá gestunum var María Rún Karlsdóttir með 8 stig.

Hjá körlunum var töluvert meiri spenna. Afturelding vann fyrstu hrinuna nokkuð örugglega, 25-17 en Þróttarar jöfnuðu með því að vinna aðra hrinu 25-21. Afturelding hafði betur í þriðju hrinunni 25-17 en aftur jöfnuðu Norðfirðingar með auðveldum sigrí í fjórðu hrinu 25-13.

Oddahrinan var jöfn og spennandi allan tímann. Það fór þó þannig að lokum að heimamenn í Aftureldingu höfðu betur og unnu hrinuna 15-13. Þeir fengu þar með tvö stig úr leiknum en gestirnir eitt. 

Stigahæstur hjá heimamönnum var Antonio Burgal stigahæstur með 22 stig en hjá gestunum skoraði Castano Jorge Emanuel 33 stig.

Þróttarar frá Neskaupstað eru í efsta sæti Mizuno-deildar karla en Afturelding í sætinu þar á eftir. Hjá konunum eru Þróttarar sömuleiðis í efsta sæti en Afturelding í 4.sætinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×