Enski boltinn

Ragnar lék allan leikinn í sigri Fulham

Smári Jökull Jónsson skrifar
Ragnar í leik með Fulham.
Ragnar í leik með Fulham. Vísir/Getty
Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn í vörn Fulham þegar þeir unnu 4-2 sigur á Barnsley í ensku Championship-deildinni í dag.

Ragnar gekk til liðs við Fulham í sumar og liðinu hefur gengið ágætlega síðan þá.

Heimamenn í Barnsley komust yfir strax á 4.mínútu í leiknum í dag en Fulham jafnaði á 36.mínútu með marki frá Lucas Piazon. Barnsley komst aftur yfir á 41.mínútu en strax í kjölfarið jafnaði Sone Aluko fyrir Fulham og staðan 2-2 í hálfleik.

Í síðari hálfleik voru leikmenn Fulham þó sterkari. Þeir skorðu tvö mörk og tryggðu sér góðan útisigur.

Eftir sigurinn í dag situr Fulham í 9.sæti deildarinnar með 17 stig og er þremur stigum frá 6.sætinu sem þýðir sæti í umspilskeppni um pláss í úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×