"Öryrkjar hafa ekki nóg til þess að eiga í sig og á og búa bara við fátækt" Jóhann K. Jóhannsson skrifar 15. október 2016 19:15 Formaður Öryrkjabandalagsins segir félagsmálaráðherra hafa farið þvert gegn vilja almannatrygginganefndar og stjórnarliðum með breytingum á lögum um almannatryggingar sem samþykktar voru á Alþingi í þinglok. Þeir sem lifa þurfi á örorkulífeyri frá almannatryggingum líði óboðlega fátækt. Á aðalfundi Öryrkjabandalagsins sem haldinn var í dag voru samþykktar ályktanir um helstu baráttumál félagsins á komandi misserum. Í síðustu viku voru samþykkt lög um breytingar á almannatryggingakerfinu þar sem hlutur öryrkja þótti heldur rýr að mati bandalagsins. Öryrkjabandalagið hefur skipt baráttumálum sínum niður í fimm málaflokka og er þar efst á blaði lífeyrismál örorkulífeyrisþega. Bandalagið vill við einnig lögfesta NPA og bæta enn frekar aðgengi fatlaðra að samfélaginu. Styrkja menntakerfið og svo sömuleiðis heilbrigðiskerfið þar sem lögð er áhersla á heilbrigðisþjónusta verði gjaldfrjáls. „Staða örorkulífeyrisþega er þannig í dag að þeir sem þurfa að lifa á þessum örorkulífeyri frá almannatryggingum, þeir hafa alls ekki nóg til þess að eiga í sig og á og búa bara við fátækt,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins. Á aðalfundinum í dag voru samþykktar ályktanir sem jafnframt eru áskoranir til nýrrar ríkisstjórnar sem tekur við völdum eftir kosningar í lok mánaðarins. „Við tölum ekki síður til kjósenda og hvetjum þá til þess að horfa til mannréttinda og að þeir kjósi betra samfélag fyrir alla,“ segir Ellen. Ellen segir að sú breyting sem gerð hafi verið á lögum um almannatryggingakerfið og voru samþykkt fyrir þinglok hafi staða öryrkja lítið sem ekkert breyst. Fulltrúi frá Öryrkjabandalaginu hafi setið í almannatrygginganefnd í þrjú ár þar sem hann hafi lagt áherslu á mál bandalagsins. Niðurstaða nefndarinnar í vinnu við frumvarpið hafi svo verið önnur en bandalagið batt vonir um. Ráðherra hafi svo tekið ákvörðun um að fara allt aðra leið en nefndin og stjórnarliðar vildu fara þar sem var skýr samstaða um að svokölluð "sérstök framfærslu uppbót", sem skerðir atvinnutekjur krónu á móti krónu, yrði látin víkja „Ráðherra fór hins vegar skýrt og klárt þá leið að festa þessa sérstöku framfærslu uppbót enn frekar í sessi,“ segir Ellen. Kosningar 2016 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Formaður Öryrkjabandalagsins segir félagsmálaráðherra hafa farið þvert gegn vilja almannatrygginganefndar og stjórnarliðum með breytingum á lögum um almannatryggingar sem samþykktar voru á Alþingi í þinglok. Þeir sem lifa þurfi á örorkulífeyri frá almannatryggingum líði óboðlega fátækt. Á aðalfundi Öryrkjabandalagsins sem haldinn var í dag voru samþykktar ályktanir um helstu baráttumál félagsins á komandi misserum. Í síðustu viku voru samþykkt lög um breytingar á almannatryggingakerfinu þar sem hlutur öryrkja þótti heldur rýr að mati bandalagsins. Öryrkjabandalagið hefur skipt baráttumálum sínum niður í fimm málaflokka og er þar efst á blaði lífeyrismál örorkulífeyrisþega. Bandalagið vill við einnig lögfesta NPA og bæta enn frekar aðgengi fatlaðra að samfélaginu. Styrkja menntakerfið og svo sömuleiðis heilbrigðiskerfið þar sem lögð er áhersla á heilbrigðisþjónusta verði gjaldfrjáls. „Staða örorkulífeyrisþega er þannig í dag að þeir sem þurfa að lifa á þessum örorkulífeyri frá almannatryggingum, þeir hafa alls ekki nóg til þess að eiga í sig og á og búa bara við fátækt,“ segir Ellen Calmon, formaður Öryrkjabandalagsins. Á aðalfundinum í dag voru samþykktar ályktanir sem jafnframt eru áskoranir til nýrrar ríkisstjórnar sem tekur við völdum eftir kosningar í lok mánaðarins. „Við tölum ekki síður til kjósenda og hvetjum þá til þess að horfa til mannréttinda og að þeir kjósi betra samfélag fyrir alla,“ segir Ellen. Ellen segir að sú breyting sem gerð hafi verið á lögum um almannatryggingakerfið og voru samþykkt fyrir þinglok hafi staða öryrkja lítið sem ekkert breyst. Fulltrúi frá Öryrkjabandalaginu hafi setið í almannatrygginganefnd í þrjú ár þar sem hann hafi lagt áherslu á mál bandalagsins. Niðurstaða nefndarinnar í vinnu við frumvarpið hafi svo verið önnur en bandalagið batt vonir um. Ráðherra hafi svo tekið ákvörðun um að fara allt aðra leið en nefndin og stjórnarliðar vildu fara þar sem var skýr samstaða um að svokölluð "sérstök framfærslu uppbót", sem skerðir atvinnutekjur krónu á móti krónu, yrði látin víkja „Ráðherra fór hins vegar skýrt og klárt þá leið að festa þessa sérstöku framfærslu uppbót enn frekar í sessi,“ segir Ellen.
Kosningar 2016 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Samfylkingin hljóti að spyrja sig hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira