Blendin viðbrögð við útspili Pírata Ásgeir Erlendsson skrifar 16. október 2016 19:30 Skiptar skoðanir eru meðal formanna stjórnarandstöðunnar um hvort hefja skuli formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Pírata fyrir kosningar. Samfylking og Vinstri græn taka hugmyndinni með opnum huga á meðal efasemda gætir hjá Viðreisn og Bjartri framtíð. Píratar sendu formönnum Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Samfylkingar og Viðreisnar bréf í morgun þar sem flokkunum var boðið til formlegrar stjórnarmyndunarviðræðna fyrir kosningar. Píratar segjast tilbúnir að hefja viðræðurnar út frá fimm megin áherslum sínum. „Píratar munu ekki taka þát t í ríkisstjórnarsamstarfi með þeim flokkum sem ekki geta skuldbundið sig til ákveðinna verka fyrir kosningar.“ Sagði Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, á blaðamannafundi í Hannesarholti í morgun. Niðurstaða stjórnarmyndunartilraunarinnar verður gerð kunn tveimur dögum fyrir kjördag. „Við viljum að það verði einhversskonar samstaða um helstu málefnin þannig að þó svo við séum ekki að fara ofan í öll áhersluatriðin alveg niður í kjölinn, þá sé í það minnsta hvaða grunnstef verða í hugsanlegri ríkisstjórn ef við komum að henni. “ Segir Smári McCarthy, oddviti Pírata í suðurkjördæmi. Píratar útiloka samstarf við núverandi stjórnarflokka. „já, en við munum að sjálfsögðu tala við þá.“ Segir Smári. Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingar, hefur þegar mælt sér mót við Pírata. „Við tökum þessari hugmynd Pírata með opnum huga. Við viljum gjarnan hitta þau og bera saman stefnur flokkanna. Það er alls ekki hægt að segja á þessari stundu hvort niðurstaðan verði einhverskonar bandalag eða ekki.“ Segir Oddný. Katrín Jakobsdóttir segir Vinstri græna hafa lengi talað fyrir ríkisstjórn núverandi stjórnarandstöðu. „Þannig að við erum auðvitað til í slíkt samtal þó það sé talsvert skammur tími til kosninga núna.“ Segir Katrín. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segist til í Viðræður en ekki fyrr en eftir kosningar. „Okkur finnst þetta ekki vera í réttri röð. Okkur finnst við þurfa að hlusta á vilja kjósenda fyrst og svo eiga flokkarnir að tala saman innbyrðis.“ Segir Benedikt. Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir hugmyndina koma of seint fram enda eru einungis 13 dagar til kosninga. „Þetta er kannski dálítið erfitt að taka ákvarðanir um að mynda ríkisstjórn áður en almenningur er búinn að gefa sitt umboð. Ég held að það sé til mikils ætlað að breyta íslenskum stjórnmála kúltúr á þrettán dögum.“ Segir Óttar Proppé. Kosningar 2016 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira
Skiptar skoðanir eru meðal formanna stjórnarandstöðunnar um hvort hefja skuli formlegar stjórnarmyndunarviðræður við Pírata fyrir kosningar. Samfylking og Vinstri græn taka hugmyndinni með opnum huga á meðal efasemda gætir hjá Viðreisn og Bjartri framtíð. Píratar sendu formönnum Bjartrar framtíðar, Vinstri grænna, Samfylkingar og Viðreisnar bréf í morgun þar sem flokkunum var boðið til formlegrar stjórnarmyndunarviðræðna fyrir kosningar. Píratar segjast tilbúnir að hefja viðræðurnar út frá fimm megin áherslum sínum. „Píratar munu ekki taka þát t í ríkisstjórnarsamstarfi með þeim flokkum sem ekki geta skuldbundið sig til ákveðinna verka fyrir kosningar.“ Sagði Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, á blaðamannafundi í Hannesarholti í morgun. Niðurstaða stjórnarmyndunartilraunarinnar verður gerð kunn tveimur dögum fyrir kjördag. „Við viljum að það verði einhversskonar samstaða um helstu málefnin þannig að þó svo við séum ekki að fara ofan í öll áhersluatriðin alveg niður í kjölinn, þá sé í það minnsta hvaða grunnstef verða í hugsanlegri ríkisstjórn ef við komum að henni. “ Segir Smári McCarthy, oddviti Pírata í suðurkjördæmi. Píratar útiloka samstarf við núverandi stjórnarflokka. „já, en við munum að sjálfsögðu tala við þá.“ Segir Smári. Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingar, hefur þegar mælt sér mót við Pírata. „Við tökum þessari hugmynd Pírata með opnum huga. Við viljum gjarnan hitta þau og bera saman stefnur flokkanna. Það er alls ekki hægt að segja á þessari stundu hvort niðurstaðan verði einhverskonar bandalag eða ekki.“ Segir Oddný. Katrín Jakobsdóttir segir Vinstri græna hafa lengi talað fyrir ríkisstjórn núverandi stjórnarandstöðu. „Þannig að við erum auðvitað til í slíkt samtal þó það sé talsvert skammur tími til kosninga núna.“ Segir Katrín. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segist til í Viðræður en ekki fyrr en eftir kosningar. „Okkur finnst þetta ekki vera í réttri röð. Okkur finnst við þurfa að hlusta á vilja kjósenda fyrst og svo eiga flokkarnir að tala saman innbyrðis.“ Segir Benedikt. Óttar Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir hugmyndina koma of seint fram enda eru einungis 13 dagar til kosninga. „Þetta er kannski dálítið erfitt að taka ákvarðanir um að mynda ríkisstjórn áður en almenningur er búinn að gefa sitt umboð. Ég held að það sé til mikils ætlað að breyta íslenskum stjórnmála kúltúr á þrettán dögum.“ Segir Óttar Proppé.
Kosningar 2016 Mest lesið Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Frans páfi er látinn Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Erlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Fleiri fréttir Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Sjá meira