Milljarðatekjur fyrir skósamninga í NBA Smári Jökull Jónsson skrifar 16. október 2016 20:45 Leikmenn í NBA deildinni í körfuknattleik eru margir hverjir með risasamninga við skófyrirtæki leiki þeir í skóm sem fyrirtækið framleiðir. Þetta kemur fram í frétt Kjartans Atla Kjartassonar sem birt var í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Kristaps Porzingis er afar vinsæll leikmaður. Bæði nýtur hann vinsælda í Evrópu sem og í Bandaríkjunum þar sem hann leikur með New York Knicks í NBA deildinni, lið sem er á einu stærsta markaðssvæði Bandaríkjana. Þessar vinsældir margborga sig fyrir Lettan unga því Adidas hefur gert honum tilboð sem færir honum í hönd 6 milljónir Bandaríkjadala árlega, eða rúmlega 700 milljónir króna, fyrir það eitt að spila í Adidas skóm. Porzingis var áður með samning við Nike og hefur fyrirtækið nú fáeina daga til þess að jafna boð Adidas vilji þeir halda honum innan sinna raða. Skósamningar skipta leikmenn NBA miklu máli. Bæði gefa þeir leikmönnum drjúgar aukatekjur auk þess sem leikmenn sækja í að eiga skó merkta sjálfum sér. Samningunum getur því fylgt ákveðið stolt og fært leikmönnum montrétt. Langflestir leikmenn NBA eru með samning við Nike. Adidas er með næst flesta leikmenn á samnningi hjá sér og Jordan-merkið, undirmerki Nike, er í þriðja sæti á þessum lista. Fyrirtækið Under Armour hefur vaxið mikið eftir að Stephen Curry varð stærsta stjarna deildarinnar. Sérfræðingar segja að enginn annar fyrir utan Micheal Jordan sjálfur hafi haft eins mikil áhrif á skósölu. Eins og frægt er samdi Michael Jordan við Nike á sínum tíma og er sá samningur talinn upphafið á því ástandi sem er til staðar í dag í skómálum. Sala á skóm frá Under Armour hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár. Vinsældir Curry spila mikið inn í eftirspurn eftir skónum og hefur verð hlutabréfa í fyrirtækinu farið hækkandi mjög síðan samningar náðust við Curry. Curry skrifaði undir samning við fyrirtækið síðla árs árið 2013 og hefur virði fyrirtækisins aukist um 14 milljarða Bandaríkjadala síðan þá. Á lista yfir þau fyrirtæki sem eru með skósamninga við NBA leikmenn má sjá asísku merkin Li-Ning, Anta og Peak. Mikill áhugi er á NBA deildinni í Asíu og þá sérstaklega í Kína. Kínversku merkin bjóða minna þekktum leikmönnum stærri samninga en stærsta stjarnan sem er á mála hjá þessum þremur fyrirtækin er líklega bandaríski landsliðsmaðurinn Klay Thompson. Íþróttir NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Fleiri fréttir Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Sjá meira
Leikmenn í NBA deildinni í körfuknattleik eru margir hverjir með risasamninga við skófyrirtæki leiki þeir í skóm sem fyrirtækið framleiðir. Þetta kemur fram í frétt Kjartans Atla Kjartassonar sem birt var í fréttum Stöðvar 2 í kvöld. Kristaps Porzingis er afar vinsæll leikmaður. Bæði nýtur hann vinsælda í Evrópu sem og í Bandaríkjunum þar sem hann leikur með New York Knicks í NBA deildinni, lið sem er á einu stærsta markaðssvæði Bandaríkjana. Þessar vinsældir margborga sig fyrir Lettan unga því Adidas hefur gert honum tilboð sem færir honum í hönd 6 milljónir Bandaríkjadala árlega, eða rúmlega 700 milljónir króna, fyrir það eitt að spila í Adidas skóm. Porzingis var áður með samning við Nike og hefur fyrirtækið nú fáeina daga til þess að jafna boð Adidas vilji þeir halda honum innan sinna raða. Skósamningar skipta leikmenn NBA miklu máli. Bæði gefa þeir leikmönnum drjúgar aukatekjur auk þess sem leikmenn sækja í að eiga skó merkta sjálfum sér. Samningunum getur því fylgt ákveðið stolt og fært leikmönnum montrétt. Langflestir leikmenn NBA eru með samning við Nike. Adidas er með næst flesta leikmenn á samnningi hjá sér og Jordan-merkið, undirmerki Nike, er í þriðja sæti á þessum lista. Fyrirtækið Under Armour hefur vaxið mikið eftir að Stephen Curry varð stærsta stjarna deildarinnar. Sérfræðingar segja að enginn annar fyrir utan Micheal Jordan sjálfur hafi haft eins mikil áhrif á skósölu. Eins og frægt er samdi Michael Jordan við Nike á sínum tíma og er sá samningur talinn upphafið á því ástandi sem er til staðar í dag í skómálum. Sala á skóm frá Under Armour hefur vaxið gríðarlega undanfarin ár. Vinsældir Curry spila mikið inn í eftirspurn eftir skónum og hefur verð hlutabréfa í fyrirtækinu farið hækkandi mjög síðan samningar náðust við Curry. Curry skrifaði undir samning við fyrirtækið síðla árs árið 2013 og hefur virði fyrirtækisins aukist um 14 milljarða Bandaríkjadala síðan þá. Á lista yfir þau fyrirtæki sem eru með skósamninga við NBA leikmenn má sjá asísku merkin Li-Ning, Anta og Peak. Mikill áhugi er á NBA deildinni í Asíu og þá sérstaklega í Kína. Kínversku merkin bjóða minna þekktum leikmönnum stærri samninga en stærsta stjarnan sem er á mála hjá þessum þremur fyrirtækin er líklega bandaríski landsliðsmaðurinn Klay Thompson.
Íþróttir NBA Mest lesið Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Fótbolti Alfreð hissa: Veit að Íslendingar geta mun betur Handbolti Gjöf frá mömmu vatt rækilega upp á sig Sport Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Enski boltinn Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Enski boltinn Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Körfubolti Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Körfubolti Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Enski boltinn Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ Enski boltinn Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Fótbolti Fleiri fréttir Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Sjá meira