Ódýrast að versla Louis Vuitton í Bretlandi Ritstjórn skrifar 17. október 2016 09:00 Túristar flykkjast til London til þess að versla merkjavörur. Mynd/Getty Samkvæmt nýrri úttekt Deloitte er ódýrast að versla sér Louis Vuitton töskur og aðrar merkjavörur í Bretlandi. Úttektin miðar við gengi pundsins miðað við dollarann. Það hefur líklegast ekki farið framhjá neinum að gengi pundsins eftir Brexit kosningarnar í sumar hefur verið afar veikt. Pundið hefur ekki verið lægra frá því fyrir hrun og eru túristar nú þegar farnir að nýta sér það, þá sérstaklega kínverjar. Fólk flykkist að London frá öllum heimshornum til þess að kaupa sér hágæða hönnunarvörur. Ferðamannastraumurinn jókst um 2% í júlí á milli ára og þá voru kosningarnar nýafstaðnar. Þrátt fyrir lélegt gengi gjaldmiðilsins kemur þetta mörgum á óvart þar sem London hefur lengi verið ein dýrasta borg í heimi. Samkvæmt Deloitte er þó ekki búist við því að staðan haldist eins og hún er núna. Ef að pundið styrkist ekki aftur bráðlega munu tískuhúsin líklegast hækka verðið á vörum sínum fljótt. Brexit Mest lesið Fegurð Kardashian systranna náttúruleg eða hvað? Glamour Fékk Ferrari í fæðingargjöf Glamour Launalausi stjórnarformaðurinn, gjaldkerinn og ritarinn Glamour Jared Leto er kominn með mullet Glamour Cara Delevingne aflitar á sér hárið Glamour Átta trend sem eru ómissandi á útihátíðum Glamour Meryl Streep í Big Little Lies 2 Glamour Miklu meira en bara fataverslun Glamour Falin perla í Listasafni Íslands við Tjörnina Glamour Okkar uppáhalds, Kate og Leo Glamour
Samkvæmt nýrri úttekt Deloitte er ódýrast að versla sér Louis Vuitton töskur og aðrar merkjavörur í Bretlandi. Úttektin miðar við gengi pundsins miðað við dollarann. Það hefur líklegast ekki farið framhjá neinum að gengi pundsins eftir Brexit kosningarnar í sumar hefur verið afar veikt. Pundið hefur ekki verið lægra frá því fyrir hrun og eru túristar nú þegar farnir að nýta sér það, þá sérstaklega kínverjar. Fólk flykkist að London frá öllum heimshornum til þess að kaupa sér hágæða hönnunarvörur. Ferðamannastraumurinn jókst um 2% í júlí á milli ára og þá voru kosningarnar nýafstaðnar. Þrátt fyrir lélegt gengi gjaldmiðilsins kemur þetta mörgum á óvart þar sem London hefur lengi verið ein dýrasta borg í heimi. Samkvæmt Deloitte er þó ekki búist við því að staðan haldist eins og hún er núna. Ef að pundið styrkist ekki aftur bráðlega munu tískuhúsin líklegast hækka verðið á vörum sínum fljótt.
Brexit Mest lesið Fegurð Kardashian systranna náttúruleg eða hvað? Glamour Fékk Ferrari í fæðingargjöf Glamour Launalausi stjórnarformaðurinn, gjaldkerinn og ritarinn Glamour Jared Leto er kominn með mullet Glamour Cara Delevingne aflitar á sér hárið Glamour Átta trend sem eru ómissandi á útihátíðum Glamour Meryl Streep í Big Little Lies 2 Glamour Miklu meira en bara fataverslun Glamour Falin perla í Listasafni Íslands við Tjörnina Glamour Okkar uppáhalds, Kate og Leo Glamour