Erlent

Tólf þúsund fara huldu höfði

Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar
Um 160 þúsund flóttamenn komu til Svíþjóðar í fyrra.
Um 160 þúsund flóttamenn komu til Svíþjóðar í fyrra. Vísir/epa
Um tólf þúsund einstaklingar sem hefur verið synjað um hæli í Svíþjóð eru í felum. Ekki er talið útilokað að einhverjir hafi þegar yfirgefið landið. Samkvæmt frétt Dagens Nyheter telur lögreglan að þeim sem fara í felur muni fjölga í allt að 15 þúsund á næstu tveimur árum þar sem búast megi við fleiri synjunum.

Fulltrúi landamæralögreglunnar segir að þeir sem ekki geti lengur búið á flóttamannaheimilum þurfi að finna leið til að sjá fyrir sér. Það kunni að leiða til aukinnar svartrar vinnu og misnotkunar. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×