Hríðfallandi pund Lars Christensen skrifar 19. október 2016 09:00 Undanfarið hef ég fengið margar spurningar um mikið gengisfall breska pundsins í kjölfar Brexit-atkvæðagreiðslunnar 23. júní. Síðan þá hefur pundið virst vera í nánast frjálsu falli og eðlilegt að spurt sé hve lengi það muni halda áfram. Það er alkunna að erfitt er að spá fyrir um þróun gengis og ég ætla ekki að reyna að koma með spá um þróun pundsins (að minnsta kosti ekki hér). En við getum reynt að meta hvað veldur falli pundsins og spyrja hversu veikt pundið verður áfram.Ódýr breskur Big MacHagfræðingar vilja hugsa um verðgildi gjaldmiðils með hliðsjón af því sem við köllum kaupmáttarjöfnuð (PPP) eða það sem þekkist sem vinsælli útgáfa, svokölluð Big Mac-vísitala. Samkvæmt PPP-kenningunni ætti verðgildi gengis, til dæmis punds gagnvart evru, að endurspegla hlutfallslegt verð vöru í löndunum tveim. Eða hvað Big Mac varðar ætti verðið á Big Mac að vera það sama í London og Berlín ef við mælum það í sama gjaldmiðli. Ef við notum þetta viðmið – en í víðara samhengi fleiri vörur en bara Big Mac – þá gefa útreikningar mínir til kynna að pundið sé vissulega orðið „ódýrt“ viðvíkjandi PPP. Þannig er pundið sennilega 15% vanmetið gagnvart evrunni og 25% vanmetið gagnvart dollarnum. Þetta er reyndar mjög nálægt því sem hin einfalda Big Mac-vísitala í tímaritinu Economist sýnir.Pundið er ekki ódýrt að ástæðulausuEn sú staðreynd að pundið er nokkuð vanmetið gagnvart kaupmáttarjöfnuðinum gefur ekki sjálfkrafa til kynna að pundið ætti að styrkjast – að minnsta kosti ekki á næstunni. Með öðrum orðum: Það er ástæða fyrir því að pundið er ódýrt, eða reyndar nokkrar ástæður. Í fyrsta lagi er auðvitað niðurstaðan í Brexit-kosningunni ein og sér býsna mikill hnykkur sem hefur valdið verulegri óvissu, sérstaklega varðandi stöðu London sem alþjóðlegrar (og evrópskrar) fjármálamiðstöðvar þar sem spurningar vakna um hvort bankar með höfuðstöðvar í London geti haldið svokölluðum fjármálavegabréfum. Ef ekki, gæti það neytt bankana til að flytjast frá London til borga í ESB. Þetta yrði augljóslega meiri háttar áfall fyrir breska hagkerfið. Í öðru lagi hefur niðurstaða Brexit valdið því að Englandsbanki hefur aukið lausatök í peningamálum allverulega og gefið sterk merki til markaðanna um að hann muni gera hvað sem þarf til að vega upp á móti áhrifum Brexit á hagvöxt og verðbólgu. Þetta virðist virka og breskar hagtölur eru enn nokkuð öflugar og verðbólguvæntingar hafa hækkað í kjölfar aðgerða Englandsbanka. En þessi lausatök á peningamálunum munu augljóslega veikja pundið. Í þriðja lagi þarf Bretland enn að berjast við mikinn viðskiptahalla, eða 5-6% af vergri landsframleiðslu, sem ætti einnig undir venjulegum kringumstæðum að leiða til veikari gjaldmiðils. Svo að þegar öllu er á botninn hvolft er pundið vissulega „ódýrt“ en það eru góðar ástæður fyrir því. Að því sögðu þá gæti ástandið breyst þegar fram í sækir, sérstaklega þar sem líklegt er að óvissan um stöðu London sem fjármálamiðstöðvar muni minnka – á einhverjum tímapunkti – og ef breskar hagtölur halda áfram að þróast á tiltölulega jákvæðan hátt í framtíðinni þá ættu markaðirnir að byrja að vænta minni lausataka á peningamálastefnunni þegar fram í sækir. Báðir þessir þættir gætu hjálpað pundinu að braggast – einhvern tímann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brexit Lars Christensen Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Eitt spilakort, betri spilamenning – er skaðaminnkandi Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hef ég fengið margar spurningar um mikið gengisfall breska pundsins í kjölfar Brexit-atkvæðagreiðslunnar 23. júní. Síðan þá hefur pundið virst vera í nánast frjálsu falli og eðlilegt að spurt sé hve lengi það muni halda áfram. Það er alkunna að erfitt er að spá fyrir um þróun gengis og ég ætla ekki að reyna að koma með spá um þróun pundsins (að minnsta kosti ekki hér). En við getum reynt að meta hvað veldur falli pundsins og spyrja hversu veikt pundið verður áfram.Ódýr breskur Big MacHagfræðingar vilja hugsa um verðgildi gjaldmiðils með hliðsjón af því sem við köllum kaupmáttarjöfnuð (PPP) eða það sem þekkist sem vinsælli útgáfa, svokölluð Big Mac-vísitala. Samkvæmt PPP-kenningunni ætti verðgildi gengis, til dæmis punds gagnvart evru, að endurspegla hlutfallslegt verð vöru í löndunum tveim. Eða hvað Big Mac varðar ætti verðið á Big Mac að vera það sama í London og Berlín ef við mælum það í sama gjaldmiðli. Ef við notum þetta viðmið – en í víðara samhengi fleiri vörur en bara Big Mac – þá gefa útreikningar mínir til kynna að pundið sé vissulega orðið „ódýrt“ viðvíkjandi PPP. Þannig er pundið sennilega 15% vanmetið gagnvart evrunni og 25% vanmetið gagnvart dollarnum. Þetta er reyndar mjög nálægt því sem hin einfalda Big Mac-vísitala í tímaritinu Economist sýnir.Pundið er ekki ódýrt að ástæðulausuEn sú staðreynd að pundið er nokkuð vanmetið gagnvart kaupmáttarjöfnuðinum gefur ekki sjálfkrafa til kynna að pundið ætti að styrkjast – að minnsta kosti ekki á næstunni. Með öðrum orðum: Það er ástæða fyrir því að pundið er ódýrt, eða reyndar nokkrar ástæður. Í fyrsta lagi er auðvitað niðurstaðan í Brexit-kosningunni ein og sér býsna mikill hnykkur sem hefur valdið verulegri óvissu, sérstaklega varðandi stöðu London sem alþjóðlegrar (og evrópskrar) fjármálamiðstöðvar þar sem spurningar vakna um hvort bankar með höfuðstöðvar í London geti haldið svokölluðum fjármálavegabréfum. Ef ekki, gæti það neytt bankana til að flytjast frá London til borga í ESB. Þetta yrði augljóslega meiri háttar áfall fyrir breska hagkerfið. Í öðru lagi hefur niðurstaða Brexit valdið því að Englandsbanki hefur aukið lausatök í peningamálum allverulega og gefið sterk merki til markaðanna um að hann muni gera hvað sem þarf til að vega upp á móti áhrifum Brexit á hagvöxt og verðbólgu. Þetta virðist virka og breskar hagtölur eru enn nokkuð öflugar og verðbólguvæntingar hafa hækkað í kjölfar aðgerða Englandsbanka. En þessi lausatök á peningamálunum munu augljóslega veikja pundið. Í þriðja lagi þarf Bretland enn að berjast við mikinn viðskiptahalla, eða 5-6% af vergri landsframleiðslu, sem ætti einnig undir venjulegum kringumstæðum að leiða til veikari gjaldmiðils. Svo að þegar öllu er á botninn hvolft er pundið vissulega „ódýrt“ en það eru góðar ástæður fyrir því. Að því sögðu þá gæti ástandið breyst þegar fram í sækir, sérstaklega þar sem líklegt er að óvissan um stöðu London sem fjármálamiðstöðvar muni minnka – á einhverjum tímapunkti – og ef breskar hagtölur halda áfram að þróast á tiltölulega jákvæðan hátt í framtíðinni þá ættu markaðirnir að byrja að vænta minni lausataka á peningamálastefnunni þegar fram í sækir. Báðir þessir þættir gætu hjálpað pundinu að braggast – einhvern tímann.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun