Erlent

Lögregla beitti táragasi gegn flóttafólki og aðgerðasinnum í Calais

Atli Ísleifsson skrifar
Francois Hollande Frakklandsforseti stefnir að því að loka búðunum fyrir árslok.
Francois Hollande Frakklandsforseti stefnir að því að loka búðunum fyrir árslok. Vísir/AFP
Til átaka kom milli franskra lögreglumanna og um tvö hundruð manna hóps flóttamanna og aðgerðasinna við flóttamannabúðirnar í hafnarborginni Calais sem jafnan ganga undir nafninu Frumskógurinn fyrr í dag.

Flóttamennirnir og aðgerðasinnarnir höfðu safnast saman undir brú til að mótmæla þeim aðstæðum sem flóttamenn búa við í búðunum. Lögregla beitti táragasi gegn fólkinu þegar til átaka kom.

Nokkru fyrr hafði lögregla stöðvað för um 150 aðgerðasinna um fimmtíu kílómetrum suðaustur af Calais, en þeir voru þá á leið til Calais í rútum sem hafði verið ekið frá höfuðborginni París.

Þúsundir flóttamanna hafa hafist við í Frumskóginum á síðustu árum en flestir bíða þeir færis að lauma sér um borð í vörubíla sem er ekið um Ermarsundsgöngin og til Bretlands.

Francois Hollande Frakklandsforseti stefnir að því að klárað verði að rífa niður búðirnar fyrir árslok og koma þeim sem þar búa fyrir í flóttamannabúðum annars staðar í landinu.

Vísir/AFP
Vísir/AFP

Tengdar fréttir

Hollande ætlar sér að loka Calais-búðunum

Hollande Frakklandsforseti krefst að Bretar taki þátt í kostnaðinum. Vinna við gerð múrs milli búðanna og þjóðvegarins að Ermarsundsgöngunum er hafin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×