Eldur í bílnum kostaði Hamilton | Tvöfaldur Red Bull sigur 2. október 2016 11:30 Hamilton gengur niðurlútur frá bílnum í morgun. Vísir/getty Titilvonir breska ökuþórsins Lewis Hamilton snarminnkuðu eftir að hann þurfti að hætta keppni í Malasíukappakstrinum í Formúlu 1 í dag þegar eldur kom upp í bifreið hans á 43. hring. Hamilton sem er í harðri keppni við liðsfélaga sinn hjá Mercedes, Nico Rosberg, þurfti því að hætta keppni þrátt fyrir að vera með öruggt forskot þegar eldurinn kom upp. Hamilton var á ráspól og virtist allt ætla að ganga með honum í dag. Náði hann góðri ræsingum og var með gott forskot þegar eldurinn kom upp en hann þurfti verulega á sigrinum að halda þegar stutt er eftir af tímabilinu. Stefnir allt í að hann þurfi að horfa á eftir titlinum til liðsfélaga síns en Hamilton hefur hampað titlinum undanfarin tvö ár. Rosberg lenti sjálfur í vandræðum þegar Sebastian Vettel keyrði inn í hann en honum tókst að laga stöðuna eftir að hlé var gert á kappakstrinum á 41. hring. Tókst Rosberg að að vinna sig aftur inn í toppbaráttuna og krækja í þriðja sætið sem tryggðu honum fimmtán stig í keppninni um heimsmeistaratitil ökuþóra. Er munurinn því kominn upp í 23 stig þegar fimm umferðir eru eftir en Hamilton má varla við því að koma í mark á eftir Rosberg í annarri keppni. Rosberg stefnir því hraðbyri á fyrsta titil sinn sem heimsmeistari ökuþóra en hann myndi þá feta í fótspör föður síns, Keke Rosberg, sem varð heimsmeistari 1982. Ástralski ökuþórinn Daniel Ricciardo hjá Red Bull kom fyrstur í mark í Malasíu en hann er nú með 44 stiga forskot á Kimi Raikkonen hjá Ferrari í baráttunni um þriðja sætið. Næstur kom liðsfélagi hans hjá Red Bull, Max Verstappen, en hann getur enn náð Ferrari-mönnunum Vettel og Raikkonen í 4-5 sæti heimsmeistarakeppni ökuþóra. Jolyon Palmar nældi í fyrsta stig sitt á ferlinum í Formúlunni í dag en hinn 23. ára gamli Palmer kom í mark í tíunda sæti. Formúla Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira
Titilvonir breska ökuþórsins Lewis Hamilton snarminnkuðu eftir að hann þurfti að hætta keppni í Malasíukappakstrinum í Formúlu 1 í dag þegar eldur kom upp í bifreið hans á 43. hring. Hamilton sem er í harðri keppni við liðsfélaga sinn hjá Mercedes, Nico Rosberg, þurfti því að hætta keppni þrátt fyrir að vera með öruggt forskot þegar eldurinn kom upp. Hamilton var á ráspól og virtist allt ætla að ganga með honum í dag. Náði hann góðri ræsingum og var með gott forskot þegar eldurinn kom upp en hann þurfti verulega á sigrinum að halda þegar stutt er eftir af tímabilinu. Stefnir allt í að hann þurfi að horfa á eftir titlinum til liðsfélaga síns en Hamilton hefur hampað titlinum undanfarin tvö ár. Rosberg lenti sjálfur í vandræðum þegar Sebastian Vettel keyrði inn í hann en honum tókst að laga stöðuna eftir að hlé var gert á kappakstrinum á 41. hring. Tókst Rosberg að að vinna sig aftur inn í toppbaráttuna og krækja í þriðja sætið sem tryggðu honum fimmtán stig í keppninni um heimsmeistaratitil ökuþóra. Er munurinn því kominn upp í 23 stig þegar fimm umferðir eru eftir en Hamilton má varla við því að koma í mark á eftir Rosberg í annarri keppni. Rosberg stefnir því hraðbyri á fyrsta titil sinn sem heimsmeistari ökuþóra en hann myndi þá feta í fótspör föður síns, Keke Rosberg, sem varð heimsmeistari 1982. Ástralski ökuþórinn Daniel Ricciardo hjá Red Bull kom fyrstur í mark í Malasíu en hann er nú með 44 stiga forskot á Kimi Raikkonen hjá Ferrari í baráttunni um þriðja sætið. Næstur kom liðsfélagi hans hjá Red Bull, Max Verstappen, en hann getur enn náð Ferrari-mönnunum Vettel og Raikkonen í 4-5 sæti heimsmeistarakeppni ökuþóra. Jolyon Palmar nældi í fyrsta stig sitt á ferlinum í Formúlunni í dag en hinn 23. ára gamli Palmer kom í mark í tíunda sæti.
Formúla Mest lesið Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Ter Stegen nafngreinir blaðamenn og segir þá lygara Fótbolti Fleiri fréttir Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Sjá meira