Eldur í bílnum kostaði Hamilton | Tvöfaldur Red Bull sigur 2. október 2016 11:30 Hamilton gengur niðurlútur frá bílnum í morgun. Vísir/getty Titilvonir breska ökuþórsins Lewis Hamilton snarminnkuðu eftir að hann þurfti að hætta keppni í Malasíukappakstrinum í Formúlu 1 í dag þegar eldur kom upp í bifreið hans á 43. hring. Hamilton sem er í harðri keppni við liðsfélaga sinn hjá Mercedes, Nico Rosberg, þurfti því að hætta keppni þrátt fyrir að vera með öruggt forskot þegar eldurinn kom upp. Hamilton var á ráspól og virtist allt ætla að ganga með honum í dag. Náði hann góðri ræsingum og var með gott forskot þegar eldurinn kom upp en hann þurfti verulega á sigrinum að halda þegar stutt er eftir af tímabilinu. Stefnir allt í að hann þurfi að horfa á eftir titlinum til liðsfélaga síns en Hamilton hefur hampað titlinum undanfarin tvö ár. Rosberg lenti sjálfur í vandræðum þegar Sebastian Vettel keyrði inn í hann en honum tókst að laga stöðuna eftir að hlé var gert á kappakstrinum á 41. hring. Tókst Rosberg að að vinna sig aftur inn í toppbaráttuna og krækja í þriðja sætið sem tryggðu honum fimmtán stig í keppninni um heimsmeistaratitil ökuþóra. Er munurinn því kominn upp í 23 stig þegar fimm umferðir eru eftir en Hamilton má varla við því að koma í mark á eftir Rosberg í annarri keppni. Rosberg stefnir því hraðbyri á fyrsta titil sinn sem heimsmeistari ökuþóra en hann myndi þá feta í fótspör föður síns, Keke Rosberg, sem varð heimsmeistari 1982. Ástralski ökuþórinn Daniel Ricciardo hjá Red Bull kom fyrstur í mark í Malasíu en hann er nú með 44 stiga forskot á Kimi Raikkonen hjá Ferrari í baráttunni um þriðja sætið. Næstur kom liðsfélagi hans hjá Red Bull, Max Verstappen, en hann getur enn náð Ferrari-mönnunum Vettel og Raikkonen í 4-5 sæti heimsmeistarakeppni ökuþóra. Jolyon Palmar nældi í fyrsta stig sitt á ferlinum í Formúlunni í dag en hinn 23. ára gamli Palmer kom í mark í tíunda sæti. Formúla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Titilvonir breska ökuþórsins Lewis Hamilton snarminnkuðu eftir að hann þurfti að hætta keppni í Malasíukappakstrinum í Formúlu 1 í dag þegar eldur kom upp í bifreið hans á 43. hring. Hamilton sem er í harðri keppni við liðsfélaga sinn hjá Mercedes, Nico Rosberg, þurfti því að hætta keppni þrátt fyrir að vera með öruggt forskot þegar eldurinn kom upp. Hamilton var á ráspól og virtist allt ætla að ganga með honum í dag. Náði hann góðri ræsingum og var með gott forskot þegar eldurinn kom upp en hann þurfti verulega á sigrinum að halda þegar stutt er eftir af tímabilinu. Stefnir allt í að hann þurfi að horfa á eftir titlinum til liðsfélaga síns en Hamilton hefur hampað titlinum undanfarin tvö ár. Rosberg lenti sjálfur í vandræðum þegar Sebastian Vettel keyrði inn í hann en honum tókst að laga stöðuna eftir að hlé var gert á kappakstrinum á 41. hring. Tókst Rosberg að að vinna sig aftur inn í toppbaráttuna og krækja í þriðja sætið sem tryggðu honum fimmtán stig í keppninni um heimsmeistaratitil ökuþóra. Er munurinn því kominn upp í 23 stig þegar fimm umferðir eru eftir en Hamilton má varla við því að koma í mark á eftir Rosberg í annarri keppni. Rosberg stefnir því hraðbyri á fyrsta titil sinn sem heimsmeistari ökuþóra en hann myndi þá feta í fótspör föður síns, Keke Rosberg, sem varð heimsmeistari 1982. Ástralski ökuþórinn Daniel Ricciardo hjá Red Bull kom fyrstur í mark í Malasíu en hann er nú með 44 stiga forskot á Kimi Raikkonen hjá Ferrari í baráttunni um þriðja sætið. Næstur kom liðsfélagi hans hjá Red Bull, Max Verstappen, en hann getur enn náð Ferrari-mönnunum Vettel og Raikkonen í 4-5 sæti heimsmeistarakeppni ökuþóra. Jolyon Palmar nældi í fyrsta stig sitt á ferlinum í Formúlunni í dag en hinn 23. ára gamli Palmer kom í mark í tíunda sæti.
Formúla Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira