Fyrsti sigur Jaguars kom í London Kristinn Páll Teitsson skrifar 2. október 2016 17:00 Útherjinn Allen Robinson skorar snertimark sitt í leiknum í dag. Vísir/Getty Jacksonville Jaguars unnu fyrsta leik tímabilsins 30-27 gegn Indianapolis Colts á Wembley í fyrsta leik dagsins í NFL-deildinni en liðin hafa nú bæði tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins. Jaguars hafa byrjað tímabilið illa en þetta er annað árið í röð sem Jaguars-menn vinna árlega leik sinn á Wembley-vellinum. Jaguars byrjuðu leikinn vel, nýttu sér tapaðan bolta hjá Andrew Luck til þess að komast í álitlega vallarstöðu og kastaði Blake Bortles boltanum á útherjann Allen Robinson fyrir snertimarki í fyrsta leikhluta. Colts-menn áttu í miklum vandræðum með sóknarleikinn og náðu aðeins tveimur vallarmörkum í fyrstu þremur leikhlutunum en á sama tíma náðu Jaguars að skora eitt snertimark og þrjú vallarmörk. Þrátt fyrir að vera 17 stigum undir neituðu Colts að gefast upp og hleypti snertimörk Frank Gore og T.Y. Hilton þeim aftur inn í leikinn. Jaguars svöruðu því með fyrsta snertimarki vetrarins hjá útherjanum Allen Hurns og náðu tíu stiga forskoti á ný. Colts neituðu að gefast upp og eftir góða sendingu Luck á Philipp Dorsett var munurinn skyndilega kominn niður í þrjú stig þegar skammt var til leiksloka. Luck og félagar fengu eina loka sókn til þess að jafna metin eða ná forskotinu þegar tvær mínútur voru eftir en Jaguars-vörnin stöðvaði þá tuttugu jördum frá vallarmarksfæri til þess að jafna leikinn. Blake Bortles, leikstjórnandi Jacksonville Jaguars, átti fínann leik í dag en hann kastaði fyrir 207 jördum og tveimur snertimörkum ásamt því að hlaupa 36 jarda fyrir einu snertimarki. Alls fara tólf leikir fram í NFL-deildinni í dag en Stöð 2 Sport sýnir beint frá leik San Diego Chargers og New Orleans Saints og hefst útsending 20:20. NFL Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Dagskráin í dag: Lögmál leiksins ásamt knattspyrnu og íshokkí LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Sjá meira
Jacksonville Jaguars unnu fyrsta leik tímabilsins 30-27 gegn Indianapolis Colts á Wembley í fyrsta leik dagsins í NFL-deildinni en liðin hafa nú bæði tapað þremur af fyrstu fjórum leikjum tímabilsins. Jaguars hafa byrjað tímabilið illa en þetta er annað árið í röð sem Jaguars-menn vinna árlega leik sinn á Wembley-vellinum. Jaguars byrjuðu leikinn vel, nýttu sér tapaðan bolta hjá Andrew Luck til þess að komast í álitlega vallarstöðu og kastaði Blake Bortles boltanum á útherjann Allen Robinson fyrir snertimarki í fyrsta leikhluta. Colts-menn áttu í miklum vandræðum með sóknarleikinn og náðu aðeins tveimur vallarmörkum í fyrstu þremur leikhlutunum en á sama tíma náðu Jaguars að skora eitt snertimark og þrjú vallarmörk. Þrátt fyrir að vera 17 stigum undir neituðu Colts að gefast upp og hleypti snertimörk Frank Gore og T.Y. Hilton þeim aftur inn í leikinn. Jaguars svöruðu því með fyrsta snertimarki vetrarins hjá útherjanum Allen Hurns og náðu tíu stiga forskoti á ný. Colts neituðu að gefast upp og eftir góða sendingu Luck á Philipp Dorsett var munurinn skyndilega kominn niður í þrjú stig þegar skammt var til leiksloka. Luck og félagar fengu eina loka sókn til þess að jafna metin eða ná forskotinu þegar tvær mínútur voru eftir en Jaguars-vörnin stöðvaði þá tuttugu jördum frá vallarmarksfæri til þess að jafna leikinn. Blake Bortles, leikstjórnandi Jacksonville Jaguars, átti fínann leik í dag en hann kastaði fyrir 207 jördum og tveimur snertimörkum ásamt því að hlaupa 36 jarda fyrir einu snertimarki. Alls fara tólf leikir fram í NFL-deildinni í dag en Stöð 2 Sport sýnir beint frá leik San Diego Chargers og New Orleans Saints og hefst útsending 20:20.
NFL Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Sport Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Íslenski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Enski boltinn Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Enski boltinn „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sonur Buffons spilaði sinn fyrsta leik Sjáðu stórleik Cecilíu gegn meisturunum Kynnir fyrsta hópinn á miðvikudag Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Liverpool tilkynnir um risasamning við Adidas Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Rotaðist eftir að hafa dottið í miðju hlaupi Stjórnarformaður BBC vill breytingar á Match of the Day Arteta gekk út úr viðtali Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Dagskráin í dag: Lögmál leiksins ásamt knattspyrnu og íshokkí LeBron frá í vikur frekar en daga Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Atalanta batt enda á sigurgöngu Juventus Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins „Við erum of mistækir“ „Þetta félag mun aldrei deyja“ „Opnuðum á möguleikann að tapa leiknum“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Ísak Andri á skotskónum þegar Norrköping komst í undanúrslit Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Real Madríd jafnaði topplið Barcelona að stigum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR Mikael tryggði AGF stig gegn Viborg Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Sjá meira