Heiðursverðlaun RIFF afhent í tíunda skiptið Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 3. október 2016 10:00 Deepa Mehta hlýtur heiðursverðlaun RIFF í ár fyrir æviframlag sitt til kvikmyndagerðar. Mynd/Justine Ellul Heiðursverðlaun Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, verða afhent í tíunda sinn í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhendir indversk-kanadísku kvikmyndagerðarkonunni Deepa Mehta verðlaunin við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. „Við veitum framúrskarandi kvikmyndaleikstjórum heiðursverðlaun á hverju ári á RIFF og höfum gert í tíu ár. Við bjóðum þeim til landsins og sýnum myndir þeirra auk þess sem þeir tala við áhorfendur,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, spurð út í heiðursverðlaun hátíðarinnar en Mehta hlýtur heiðursverðlaun RIFF fyrir æviframlag sitt til kvikmyndagerðar. „Þetta verður hátíðleg stund, sem fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur. Eitt af meginmarkmiðum hátíðarinnar er að varpa ljósi á nýja og framsækna kvikmyndalist, en við viljum einnig gera eldri verkum og höfundum þeirra skil. Það er mikilvægt að þekkja hina umfangsmiklu og fjölbreyttu sögu kvikmyndalistarinnar líka,“ segir Hrönn. Mehta er stödd hér á landi sem heiðursgestur en hún er meðal virtustu kvikmyndagerðarkvenna okkar tíma. Og hefur áralanga reynslu í bransanum. „Hún er í fremstu röð og mjög spennt fyrir að skoða landið með hugsanlega tökustaði í huga,“ segir Hrönn. Mehta fundaði með kynsystrum sínum hér á landi á afmælisfundi WIFT-samtakanna um helgina en þau voru einmitt stofnuð á RIFF fyrir 10 árum. Í dag mun hún halda meistaraspjall í Norræna húsinu klukkan 13.00, þar sem hún ætlar að ræða kvikmyndaleikstjórn og aðferðir sínar í kvikmyndagerð.Hrönn Marinósdóttur, stjórnanda RIFF„Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir að koma,“ segir Hrönn og bætir við að þrjár kvikmyndir eftir Mehta verði sýndar á hátíðinni í ár en það eru Góðu strákarnir, Miðnæturbörnin og Birtingarmynd ofbeldis. Sú síðastnefnda var Evrópufrumsýnd á RIFF í gærkvöldi, en hún var heimsfrumsýnd fyrir aðeins þremur vikum á kvikmyndahátíðinni í Toronto og hefur hlotið mikla og verðskuldaða athygli. Myndin fjallar á nýstárlegan hátt um hina alræmdu hópnauðgun í Dehli árið 2012 og verður hún sýnd nokkrum sinnum á hátíðinni. „Einnig verða veitt önnur heiðursverðan á RIFF næstkomandi miðvikudag, en í ár hlýtur kvikmyndaleikstjórinn Darren Aronofsky heiðursverðlaun RIFF og verða þau afhent á miðvikudag af Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum,“ segir Hrönn, ánægð með hátíðina í ár.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. október. RIFF Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira
Heiðursverðlaun Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, RIFF, verða afhent í tíunda sinn í dag. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri afhendir indversk-kanadísku kvikmyndagerðarkonunni Deepa Mehta verðlaunin við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Reykjavíkur í dag. „Við veitum framúrskarandi kvikmyndaleikstjórum heiðursverðlaun á hverju ári á RIFF og höfum gert í tíu ár. Við bjóðum þeim til landsins og sýnum myndir þeirra auk þess sem þeir tala við áhorfendur,“ segir Hrönn Marinósdóttir, stjórnandi RIFF, spurð út í heiðursverðlaun hátíðarinnar en Mehta hlýtur heiðursverðlaun RIFF fyrir æviframlag sitt til kvikmyndagerðar. „Þetta verður hátíðleg stund, sem fer fram í Ráðhúsi Reykjavíkur. Eitt af meginmarkmiðum hátíðarinnar er að varpa ljósi á nýja og framsækna kvikmyndalist, en við viljum einnig gera eldri verkum og höfundum þeirra skil. Það er mikilvægt að þekkja hina umfangsmiklu og fjölbreyttu sögu kvikmyndalistarinnar líka,“ segir Hrönn. Mehta er stödd hér á landi sem heiðursgestur en hún er meðal virtustu kvikmyndagerðarkvenna okkar tíma. Og hefur áralanga reynslu í bransanum. „Hún er í fremstu röð og mjög spennt fyrir að skoða landið með hugsanlega tökustaði í huga,“ segir Hrönn. Mehta fundaði með kynsystrum sínum hér á landi á afmælisfundi WIFT-samtakanna um helgina en þau voru einmitt stofnuð á RIFF fyrir 10 árum. Í dag mun hún halda meistaraspjall í Norræna húsinu klukkan 13.00, þar sem hún ætlar að ræða kvikmyndaleikstjórn og aðferðir sínar í kvikmyndagerð.Hrönn Marinósdóttur, stjórnanda RIFF„Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir að koma,“ segir Hrönn og bætir við að þrjár kvikmyndir eftir Mehta verði sýndar á hátíðinni í ár en það eru Góðu strákarnir, Miðnæturbörnin og Birtingarmynd ofbeldis. Sú síðastnefnda var Evrópufrumsýnd á RIFF í gærkvöldi, en hún var heimsfrumsýnd fyrir aðeins þremur vikum á kvikmyndahátíðinni í Toronto og hefur hlotið mikla og verðskuldaða athygli. Myndin fjallar á nýstárlegan hátt um hina alræmdu hópnauðgun í Dehli árið 2012 og verður hún sýnd nokkrum sinnum á hátíðinni. „Einnig verða veitt önnur heiðursverðan á RIFF næstkomandi miðvikudag, en í ár hlýtur kvikmyndaleikstjórinn Darren Aronofsky heiðursverðlaun RIFF og verða þau afhent á miðvikudag af Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, á Bessastöðum,“ segir Hrönn, ánægð með hátíðina í ár.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 3. október.
RIFF Mest lesið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Blondie verður stjarnan á RIFF um helgina Lífið Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Lífið Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Pamela slær á sögusagnirnar Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Lokahelgi RIFF: Danskar stórstjörnur, nýjasta tækni og Gyllti lundinn afhentur Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Nanna Rögnvaldardóttir hlýtur verðlaun Guðrúnar Helgadóttur Stórtónleikar og flugeldasýning að vanda á Ljósanótt Neðanjarðarpartý og menningarveisla fyrir öll vit Ný viðbygging við Þjóðleikhúsið „langþráður draumur“ Skammar vini sína: „Hættum Happy birthday á Facebook“ Klórar sér í kollinum yfir nýrri göngubrú: Margt „mjög sérstakt“ sem menn hafi búið til síðustu ár Ráðin nýr verkefnastjóri menningar í Kópavogi Ljósbrot tilnefnd til Kvikmyndaverðlauna Norðurlandaráðs Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Sjá meira