Handbolti

Adam Haukur áfram á Ásvöllum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Adam Haukur verður áfram hjá Haukum.
Adam Haukur verður áfram hjá Haukum. vísir/ernir
Adam Haukur Baumruk hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Íslandsmeistara Hauka. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.

Adam, sem er 22 ára, er uppalinn hjá Haukum og hefur alla sína tíð leikið með félaginu.

Hann varð Íslandsmeistari með Haukum 2015 og 2016 og bikarmeistari 2014.

Eftir að Sigurbergur Sveinsson fór frá Haukum eftir tímabilið 2013-14 hefur Adam verið aðalskytta Haukaliðsins vinstra megin.

Adam hefur leikið einn A-landsleik auk fjölda leikja fyrir yngri landslið Íslands.

Faðir Adams, Petr Baumruk, lék með Haukum á árunum 1990-2001 og varð tvívegis Íslandsmeistari með liðinu. Hann lék áður með hinu gríðarsterka liði Dukla Prag í Tékkóslóvakíu.

Haukar hafa farið illa af stað í Olís-deildinni í vetur, tapað fjórum af fyrstu fimm leikjum sínum og eru í neðsta sæti deildarinnar með aðeins tvö stig. Adam Haukur er markahæsti leikmaður Hauka á tímabilinu með 32 mörk í leikjunum fimm.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×