Gærdagurinn var einn annasamasti dagur sem starfsmenn ítölsku strandgæslunnar hafa átt við að bjarga flóttamönnum frá norðurhluta Afríku og Miðausturlöndum. Strandgæslan segir, samkvæmt frásögn Danmarks Radio, að hún hafi komið að björgun 5.600 hælisleitenda og flóttamanna. Þar af er stór hluti börn. Þar á meðal voru 700 manns sem ferðuðust saman á fiskibát.
Samkvæmt tölum frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hafa 130 þúsund manns flúið í ár yfir Miðjarðarhafið frá Norður-Afríku til Ítalíu. Að auki hafa margir komið frá Sýrlandi, Afganistan og Írak.
Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Á sjötta þúsund bjargað í gær

Tengdar fréttir

Mikill meirihluti Ungverja hafnar kvótaflóttafólki
Atkvæðagreiðsla um hvort Ungverjar eigi að veita tæplega 1,300 flóttamönnum hæli í landinu fór fram í dag.

163 látnir eftir að bátur fórst undan ströndum Egyptalands
Í bátnum voru milli 450 og 600 flóttamenn frá Egyptalandi, Sýrlandi, Súdan, Erítreu og Sómalíu.

Leiðtogar ESB staðráðnir í að herða landamæraeftirlit
ESB stofnar Landamæra- og strandgæslustofnun og Bretar fá enga undanþágu frá frjálsu flæði verkafólks vilji þeir fá frjálsan aðgang að innri markaði ESB.