Fastlega er gert ráð fyrir að Google kynni til leiks nýja síma, fartölvu og hátalara svo dæmi séu tekin.
Pixel og Pixel XL
Google hefur um árabil gefið út síma undir merkinu Nexus. Símarnir hafa gjarnan verið mjög öflugir og flaggskip Android-stýrikerfisins. Búist er við að Google kynni uppfærslu sína á símunum í dag og að þeir muni fá nýtt nafn, Pixel.
Búist er við að síminn komi í tveimur stærðum, fimm tommu síma sem nefnist Pixel og örlítið stærri útgáfu, Pixel XL.
Símafyrirtækið HTC hannar símana sem skarta 12 megapixla myndavél, 4 gígabæta innraminni og 32gb minniskorti.
Sjá má nánari yfirferð yfir það sem talið er að Google muni kynna á vef The Next Web en hér að neðan má sjá nýjustu færslur frá aðgangi Google á Twitter.