Þyngdaraflið verður ekki hunsað – tilfelli Venesúela Lars Christensen skrifar 5. október 2016 10:00 Lengi vel lofsungu sósíalistar víða um heim Venesúela sem efnahagslega velgengnissögu. Flestir hagfræðingar vissu allan tímann að Venesúela var aldrei vel heppnað heldur tálsýn. Það sem leit út eins og velgengni var einungis hundaheppni sem skapaðist af viðvarandi miklum hækkunum á olíuverði á fyrsta áratug þessarar aldar (munið að Venesúela er eitt af stærstu olíuframleiðsluríkjum heims). Nú er það hins vegar augljóst, jafnvel fyrir hörðustu sósíalista, að „Bólívarsbyltingin“ í Venesúela hefur verið efnahagslegt og félagslegt stórslys. Síðan 2013 hefur verg landsframleiðsla minnkað um næstum 20%, verðbólga hefur rokið upp og gæti vel orðið óðaverðbólga ef ríkisstjórn Maduros forseta breytir ekki fljótlega um stefnu. Venesúelski gjaldmiðillinn, bólívarinn, hefur hrapað og Venesúelamenn eru áfjáðir í að komast yfir gamla góða dollarinn.Óþægilegir útreikningar í peningahagfræðiEvrópskir vinstrisinnar verja „Bólívarsbyltinguna“ og hafa bergmálað útskýringar Maduros forseta á efnahagsóförunum – það séu „vondir, gráðugir kapítalistar“ sem hækka verð og valda hinni miklu verðbólgu, og bandarísk stjórnvöld hafi á einhvern hátt „unnið skemmdarverk“ á venesúelska hagkerfinu. Enginn hagfræðinemi þarf hins vegar að hugsa lengi um efnahagshrunið í Venesúela til að komast að þeirri niðurstöðu að þetta sé dæmi um það sem bandarísku hagfræðingarnir Thomas Sargent og Neil Wallace, í mjög frægri (á meðal hagfræðinga) grein árið 1981, kölluðu „Nokkra óþægilega útreikninga í peningahagfræði“. Kjarninn í röksemdum Sargents og Wallace var að verðbólga væri í grundvallaratriðum peningafyrirbæri en ef ríkisfjármálin yrðu ósjálfbær myndu skapast væntingar um að ríkisstjórnin myndi fyrr eða síðar neyða seðlabankann til að setja prentvélarnar af stað til að fjármagna fjárlagahallann og það í sjálfu sér myndi valda aukinni verðbólgu. Og þetta er auðvitað einmitt það sem hefur átt sér stað í Venesúela. Jafnvel áður en olíuverðið byrjaði að lækka virtust ríkisfjármálin frekar ótraust vegna mikillar aukningar á opinberum útgjöldum og þegar olíuverðið byrjaði að lækka 2014 varð öllum mjög fljótt ljóst að ástand ríkisfjármála í Venesúela væri hörmulegt og þegar venesúelski seðlabankinn byrjaði í raun og veru að prenta peninga til að fjármagna sístækkandi fjárlagahalla þurfti engan snilling til að spá fyrir um mjög aukna verðbólgu.Að drepa venesúelska hagkerfið með því að skjóta sendiboðannÍ stað þess að viðurkenna grunnvandann – algerlega ótraust ríkisfjármál – hafa venesúelsk stjórnvöld ákveðið að kenna „vondum bröskurum“ og „gráðugum kapítalistum“ um eymd landsins. Þess vegna hefur stjórnin tekið upp gríðarlega ströng verðlagshöft. Aftur gæti hvaða fyrsta árs hagfræðinemi sem er sagt manni að ef maður tekur upp verðlagshöft og neyðir kaupmenn til að lækka verð undir það sem hefði verið markaðsverð, þá muni vörur fljótlega hverfa úr búðunum. Og það er auðvitað það sem gerðist. Niðurstaðan er sú að ekki einu sinni sósíalistar geta hunsað hið hagfræðilega þyngdarafl. Fyrr eða síðar tekur raunveruleikinn við. Því miður er efnahagslegt og þjóðfélagslegt hrun Venesúela enn einn vitnisburðurinn um að sósíalismi endar alltaf með hörmungum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Lengi vel lofsungu sósíalistar víða um heim Venesúela sem efnahagslega velgengnissögu. Flestir hagfræðingar vissu allan tímann að Venesúela var aldrei vel heppnað heldur tálsýn. Það sem leit út eins og velgengni var einungis hundaheppni sem skapaðist af viðvarandi miklum hækkunum á olíuverði á fyrsta áratug þessarar aldar (munið að Venesúela er eitt af stærstu olíuframleiðsluríkjum heims). Nú er það hins vegar augljóst, jafnvel fyrir hörðustu sósíalista, að „Bólívarsbyltingin“ í Venesúela hefur verið efnahagslegt og félagslegt stórslys. Síðan 2013 hefur verg landsframleiðsla minnkað um næstum 20%, verðbólga hefur rokið upp og gæti vel orðið óðaverðbólga ef ríkisstjórn Maduros forseta breytir ekki fljótlega um stefnu. Venesúelski gjaldmiðillinn, bólívarinn, hefur hrapað og Venesúelamenn eru áfjáðir í að komast yfir gamla góða dollarinn.Óþægilegir útreikningar í peningahagfræðiEvrópskir vinstrisinnar verja „Bólívarsbyltinguna“ og hafa bergmálað útskýringar Maduros forseta á efnahagsóförunum – það séu „vondir, gráðugir kapítalistar“ sem hækka verð og valda hinni miklu verðbólgu, og bandarísk stjórnvöld hafi á einhvern hátt „unnið skemmdarverk“ á venesúelska hagkerfinu. Enginn hagfræðinemi þarf hins vegar að hugsa lengi um efnahagshrunið í Venesúela til að komast að þeirri niðurstöðu að þetta sé dæmi um það sem bandarísku hagfræðingarnir Thomas Sargent og Neil Wallace, í mjög frægri (á meðal hagfræðinga) grein árið 1981, kölluðu „Nokkra óþægilega útreikninga í peningahagfræði“. Kjarninn í röksemdum Sargents og Wallace var að verðbólga væri í grundvallaratriðum peningafyrirbæri en ef ríkisfjármálin yrðu ósjálfbær myndu skapast væntingar um að ríkisstjórnin myndi fyrr eða síðar neyða seðlabankann til að setja prentvélarnar af stað til að fjármagna fjárlagahallann og það í sjálfu sér myndi valda aukinni verðbólgu. Og þetta er auðvitað einmitt það sem hefur átt sér stað í Venesúela. Jafnvel áður en olíuverðið byrjaði að lækka virtust ríkisfjármálin frekar ótraust vegna mikillar aukningar á opinberum útgjöldum og þegar olíuverðið byrjaði að lækka 2014 varð öllum mjög fljótt ljóst að ástand ríkisfjármála í Venesúela væri hörmulegt og þegar venesúelski seðlabankinn byrjaði í raun og veru að prenta peninga til að fjármagna sístækkandi fjárlagahalla þurfti engan snilling til að spá fyrir um mjög aukna verðbólgu.Að drepa venesúelska hagkerfið með því að skjóta sendiboðannÍ stað þess að viðurkenna grunnvandann – algerlega ótraust ríkisfjármál – hafa venesúelsk stjórnvöld ákveðið að kenna „vondum bröskurum“ og „gráðugum kapítalistum“ um eymd landsins. Þess vegna hefur stjórnin tekið upp gríðarlega ströng verðlagshöft. Aftur gæti hvaða fyrsta árs hagfræðinemi sem er sagt manni að ef maður tekur upp verðlagshöft og neyðir kaupmenn til að lækka verð undir það sem hefði verið markaðsverð, þá muni vörur fljótlega hverfa úr búðunum. Og það er auðvitað það sem gerðist. Niðurstaðan er sú að ekki einu sinni sósíalistar geta hunsað hið hagfræðilega þyngdarafl. Fyrr eða síðar tekur raunveruleikinn við. Því miður er efnahagslegt og þjóðfélagslegt hrun Venesúela enn einn vitnisburðurinn um að sósíalismi endar alltaf með hörmungum.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun