Innlent

Leikurinn hittir ágætlega á milli lægða

Birgir Olgeirsson skrifar
"Það sem við fáum annað kvöld verður með því  skárra sem við getum fengið næstu daga,“ segir veðurfræðingur.
"Það sem við fáum annað kvöld verður með því skárra sem við getum fengið næstu daga,“ segir veðurfræðingur. Vísir/Vilhelm
Leikur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu gegn því finnska í undankeppni heimsmeistaramótsins hér á Laugardalsvelli annað kvöld mun hitta ágætlega á milli lægða að sögn veðurfræðings.

„Það sem við fáum annað kvöld verður með því  skárra sem við getum fengið næstu daga,“ segir Óli Þór Árnason.

Von er á ágætis veðri, þó suðaustanátt en aðeins 5 -8 metrar á sekúndu, skýjað og mögulega lítils háttar úrkoma en gæti hangið þurr og hitinn á bilinu 8 til 9 gráður.

Þeir sem fara á leikinn ættu að hafa regnstakk með við höndina til vonar og vara.

„Nýja stúkan er svolítið opin fyrir suðaustanáttinni. Ef það koma einhverjir dropar þár er gott að vera með eitthvað til að verjast vætunni,“ segir Óli.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag:

Suðaustan 13-20 m/s og, hvassast og dálítil væta syðst, en annars mun hægari og bjart með köflum. Hiti 7 til 13 stig.

Á laugardag og sunnudag:

Allhvös eða hvöss suðaustlæg átt og vætusamt á S-verðu landinu, en úrkomuminna fyrir norðan. Hiti breytist lítið.

Á mánudag:

Suðvestan 8-15 og skúrir, en þurrt að mestu A-til á landinu. Hiti 4 til 10 stig.

Á þriðjudag:

Ákveðin sunnanátt og dálítil rigning um landið S-vert, en yfirleitt þurrt fyrir noraðn. Milt í veðri.

Á miðvikudag:

Útlit fyrir milda og vætusama suðaustanátt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×