Íslenski boltinn

Ólafur hættur með kvennalið Vals

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Ólafur stýrði um tveggja ára skeið.
Ólafur stýrði um tveggja ára skeið. vísir/ernir
Ólafur Brynjólfsson er hættur þjálfun kvennaliðs Vals eftir tvö ár í starfi.

Ólafur tók við Val fyrir tímabilið 2015. Í fyrra enduðu Valskonur í 7. sæti með 25 stig, heilum 25 stigum á eftir Íslandsmeisturum Breiðabliks.

Í vetur var miklu til tjaldað á Hlíðarenda og margir sterkir leikmenn fengnir til Vals, þ.á.m. landsliðsfyrirliðinn Margrét Lára Viðarsdóttir.

Valur endaði í 3. sæti í Pepsi-deildinni ár og var aldrei í alvöru baráttu um Íslandsmeistaratitilinn.

Ólafur er annar þjálfarinn í Pepsi-deild kvenna sem hættir eftir að tímabilinu lauk í síðustu viku. Um helgina var greint frá því að Jóhann Kristinn Gunnarsson væri hættur hjá Þór/KA eftir fimm ára starf.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×