Viðskipti erlent

Brexit kostar easyJet 26 milljarða

Sæunn Gísladóttir skrifar
Veikara gengi punds mun gera eldsneyti félagsins, sem keypt er í dollurum, mun dýrara.
Veikara gengi punds mun gera eldsneyti félagsins, sem keypt er í dollurum, mun dýrara. Vísir/Pjetur
Forsvarsmenn lággjaldaflugfélagsins easyJet tilkynntu í dag að hagnaður félagsins muni dragast saman um meira en 25 prósent fyrir árið. Rekja má lækkunina til ákvörðun Breta að yfirgefa Evrópusambandið, svo kallað Brexit, sem hafði mjög slæm áhrif á síðasta ársfjórðung hjá félaginu.

Pundið hefur lækkað gríðarlega gagnvart bandaríkjadal, og náði 31 ára lægð í vikunni. Lækkun á gengi pundsins mun hafa 90 milljón punda, 13 milljarða króna, neikvæð áhrif á reksturinn rekstrarárinu.

Forsvarsmenn easyJet segja að lækkun pundsins muni líklega hafa neikvæð áhrif á reksturinn næstu tólf mánuði, veikara gengi punds mun gera eldsneyti félagsins, sem keypt er í dollurum, mun dýrara. Áætlað er að kostnaðurinn af þessu muni nema 180 milljón punda, jafnvirði 26 milljarða króna, næstu tvö árin.

Gengi hlutabréfa í easyJet lækkuðu um yfir fimm prósent í kjölfar frétta af þessu í dag. 





Fleiri fréttir

Sjá meira


×