Chloë og Björk fóru saman út að borða á Mat og Drykk - Myndband
Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Chloë Sevigny er heiðursgestur RIFF í ár.Instagram/Chloë Sevigny
Leikkonan, fyrrverandi fyrirsætan, fatahönnuðurinn og leikstjórinn Chloë Sevigny er nú stödd hér á landi en hún er einn af heiðursgestum RIFF, Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík. Frumraun hennar sem leikstjóri, stuttmyndin Kitty, var sýnd í Bíó Paradís í gærkvöldi og á Sevigny að hafa skemmt sér fram á nótt í Iðnó eftir sýninguna.
Chloë er enn stödd hérlendis og samkvæmt heimildum Vísis er hún mjög spennt að skoða náttúru landsins og hyggst ferðast eitthvað um landið. Þá snæddi hún á veitingastaðnum Mat og Drykk í gærkvöldi ásamt Björk og fleiri vinum sínum sem dvelja hérlendis. Sevigny hefur verið að deila ævintýrum sínum hérlendis á Instagram síðu sinni.
Leikkonan Chloe Sevigny er heiðursgestur RIFF. Frumraun hennar sem leikstjóri, stuttmyndin Kitty, verður sýnd á hátíðinni. Myndin segir frá lítilli stúlku sem breytist í kött.
Leikkonan, fyrrverandi fyrirsætan, fatahönnuðurinn og leikstjórinn Chloë Sevigny verður einn af heiðursgestum Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, eða RIFF í ár.