Landeigendur við Geysi segjast neyddir til sölu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 8. október 2016 07:00 Landeigendur innheimtu gjald af landinu á vormánuðum ársins 2014 en það var dæmt ólöglegt af Hæstarétti. vísir/pjetur Fjármálaráðherra og lögmaður Landeigendafélags Geysis ehf. undirrituðu í gær samning um kaup á öllum eignarhluta landeigendafélagsins innan girðingar á Geysissvæðinu. Svæðið allt er tæpir tuttugu hektarar að stærð. Innan þess svæðis átti ríkið rúmlega tveggja hektara land þar sem hverina Geysi, Strokk, Blesa og Óþerrisholu er að finna. Það sem eftir stóð var áður í sameign ríkisins og landeigenda.Hjörleifur B. Kvaran, lögmaður landeigendavísir/valli„Þetta hefur verið rúmlega tveggja áratuga þrautaganga þar sem skilningsleysi og vanhæfni stofnanaræðisins skein í gegn,“ segir Garðar Eiríksson, talsmaður Landeigendafélagsins. „Úr því þetta gekk ekki upp var alveg eins gott að íslenska þjóðin eignaðist landið og legði sitt skattfé í það.“ Deilt hefur verið um landið undanfarin ár. Árið 2014 hófu landeigendur að rukka aðgangsgjald á svæðið en lögbann var lagt við því. Hæstiréttur sagði í október í fyrra að gjaldtakan hefði verið ólögmæt. „Það eru skiptar skoðanir hjá landeigendum um söluna en við teljum að þarna sé verið að þjóðnýta einstaklingseigu til að þjónusta græðgi ferðaþjónustunnar,“ segir Garðar. Ríkið fer með umráð yfir landsvæðinu frá undirritun kaupsamningsins en kaupverð hefur enn ekki verið ákveðið. Dómkvaddir verða þrír matsmenn sem fá það hlutverk að meta verð landsins. Sætti annar hvor aðila sig ekki við niðurstöðu matsmanna verður hægt að skjóta málinu til þriggja manna úrskurðarnefndar. Hvor aðili tilnefnir einn mann í nefndina en oddamaður verður útnefndur af Héraðsdómi Reykjavíkur takist ekki að semja um hann. Niðurstöðu nefndarinnar verður hægt að skjóta til fimm manna áfrýjunarnefndar en niðurstaða hennar um málið verður endanleg. „Þetta var ill nauðsyn,“ segir Hjörleifur B. Kvaran, lögmaður Landeigendafélagsins. „Okkur hafði verið tilkynnt að ef við gengjum ekki að samkomulaginu, þá yrði landið tekið eignarnámi. Það var mat landeigenda að með þessu móti hefðu þeir betri aðkomu til að tryggja rétt sinn varðandi verðmæti landsins.“ Ekki náðist í Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra við vinnslu fréttarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Lítil náttúruvernd fólgin í því að láta traðka niður svona lítið svæði hömlulaust“ Talsmaður landeigendafélags Geysis, segir að lítið sé gert úr eignarétti einstaklinga miðað við eignarétt ríkisins.. 14. apríl 2014 11:07 Landeigendur á Geysi á móti náttúrupassa og innheimta gjald „Þeir hafa hreinlega sýnt okkur hlutleysi. Þetta er auðvitað í samræmi við stefnu stjórnvalda um að ferðamenn greiði fyrir afnot að þessum svæðum.“ 28. október 2013 13:25 Vísa í 120 ára dæmi um gjald við Geysi Heimild til að innheimta gjald fyrir aðgang að Geysissvæðinu finnst í skjölum frá 1894 að sögn landeigenda. Þeir hafna lögbannskröfu ríkisins á gjaldheimtu af ferðamönnum. Ríkið bauðst til að fjármagna tugmilljóna uppbyggingu á svæðinu. 12. mars 2014 15:48 Gjaldtaka á Geysissvæðinu hefst í dag "Ef menn eru með svona mikið offors í samskiptum við sameigendur sína, þá verður þetta mál að fara sína leið,“ segir Garðar Eiríksson, talsmaður Geysisfélagsins, um áform ríkisins að fara með lögbannsmálið fyrir dómstóla. 14. mars 2014 15:26 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Fjármálaráðherra og lögmaður Landeigendafélags Geysis ehf. undirrituðu í gær samning um kaup á öllum eignarhluta landeigendafélagsins innan girðingar á Geysissvæðinu. Svæðið allt er tæpir tuttugu hektarar að stærð. Innan þess svæðis átti ríkið rúmlega tveggja hektara land þar sem hverina Geysi, Strokk, Blesa og Óþerrisholu er að finna. Það sem eftir stóð var áður í sameign ríkisins og landeigenda.Hjörleifur B. Kvaran, lögmaður landeigendavísir/valli„Þetta hefur verið rúmlega tveggja áratuga þrautaganga þar sem skilningsleysi og vanhæfni stofnanaræðisins skein í gegn,“ segir Garðar Eiríksson, talsmaður Landeigendafélagsins. „Úr því þetta gekk ekki upp var alveg eins gott að íslenska þjóðin eignaðist landið og legði sitt skattfé í það.“ Deilt hefur verið um landið undanfarin ár. Árið 2014 hófu landeigendur að rukka aðgangsgjald á svæðið en lögbann var lagt við því. Hæstiréttur sagði í október í fyrra að gjaldtakan hefði verið ólögmæt. „Það eru skiptar skoðanir hjá landeigendum um söluna en við teljum að þarna sé verið að þjóðnýta einstaklingseigu til að þjónusta græðgi ferðaþjónustunnar,“ segir Garðar. Ríkið fer með umráð yfir landsvæðinu frá undirritun kaupsamningsins en kaupverð hefur enn ekki verið ákveðið. Dómkvaddir verða þrír matsmenn sem fá það hlutverk að meta verð landsins. Sætti annar hvor aðila sig ekki við niðurstöðu matsmanna verður hægt að skjóta málinu til þriggja manna úrskurðarnefndar. Hvor aðili tilnefnir einn mann í nefndina en oddamaður verður útnefndur af Héraðsdómi Reykjavíkur takist ekki að semja um hann. Niðurstöðu nefndarinnar verður hægt að skjóta til fimm manna áfrýjunarnefndar en niðurstaða hennar um málið verður endanleg. „Þetta var ill nauðsyn,“ segir Hjörleifur B. Kvaran, lögmaður Landeigendafélagsins. „Okkur hafði verið tilkynnt að ef við gengjum ekki að samkomulaginu, þá yrði landið tekið eignarnámi. Það var mat landeigenda að með þessu móti hefðu þeir betri aðkomu til að tryggja rétt sinn varðandi verðmæti landsins.“ Ekki náðist í Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra við vinnslu fréttarinnar.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir „Lítil náttúruvernd fólgin í því að láta traðka niður svona lítið svæði hömlulaust“ Talsmaður landeigendafélags Geysis, segir að lítið sé gert úr eignarétti einstaklinga miðað við eignarétt ríkisins.. 14. apríl 2014 11:07 Landeigendur á Geysi á móti náttúrupassa og innheimta gjald „Þeir hafa hreinlega sýnt okkur hlutleysi. Þetta er auðvitað í samræmi við stefnu stjórnvalda um að ferðamenn greiði fyrir afnot að þessum svæðum.“ 28. október 2013 13:25 Vísa í 120 ára dæmi um gjald við Geysi Heimild til að innheimta gjald fyrir aðgang að Geysissvæðinu finnst í skjölum frá 1894 að sögn landeigenda. Þeir hafna lögbannskröfu ríkisins á gjaldheimtu af ferðamönnum. Ríkið bauðst til að fjármagna tugmilljóna uppbyggingu á svæðinu. 12. mars 2014 15:48 Gjaldtaka á Geysissvæðinu hefst í dag "Ef menn eru með svona mikið offors í samskiptum við sameigendur sína, þá verður þetta mál að fara sína leið,“ segir Garðar Eiríksson, talsmaður Geysisfélagsins, um áform ríkisins að fara með lögbannsmálið fyrir dómstóla. 14. mars 2014 15:26 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
„Lítil náttúruvernd fólgin í því að láta traðka niður svona lítið svæði hömlulaust“ Talsmaður landeigendafélags Geysis, segir að lítið sé gert úr eignarétti einstaklinga miðað við eignarétt ríkisins.. 14. apríl 2014 11:07
Landeigendur á Geysi á móti náttúrupassa og innheimta gjald „Þeir hafa hreinlega sýnt okkur hlutleysi. Þetta er auðvitað í samræmi við stefnu stjórnvalda um að ferðamenn greiði fyrir afnot að þessum svæðum.“ 28. október 2013 13:25
Vísa í 120 ára dæmi um gjald við Geysi Heimild til að innheimta gjald fyrir aðgang að Geysissvæðinu finnst í skjölum frá 1894 að sögn landeigenda. Þeir hafna lögbannskröfu ríkisins á gjaldheimtu af ferðamönnum. Ríkið bauðst til að fjármagna tugmilljóna uppbyggingu á svæðinu. 12. mars 2014 15:48
Gjaldtaka á Geysissvæðinu hefst í dag "Ef menn eru með svona mikið offors í samskiptum við sameigendur sína, þá verður þetta mál að fara sína leið,“ segir Garðar Eiríksson, talsmaður Geysisfélagsins, um áform ríkisins að fara með lögbannsmálið fyrir dómstóla. 14. mars 2014 15:26