Hannes Þór: Ekki algengt að muna ekki eftir færi Smári Jökull Jónsson skrifar 9. október 2016 22:15 Hannes Þór Halldórsson átti fremur náðugan dag í markinu í leiknum gegn Tyrkjum. vísir/anton Hannes Þór Halldórsson átti fremur náðugan dag í íslenska markinu gegn Tyrkjum í kvöld. Hann þurfti aldrei að taka á honum stóra sínum og viðurkenndi sjálfur eftir leik að hann hefði átt von á betri frammistöðu Tyrklands. „Svona ef maður horfir til baka þá létu þeir ekki mikið reyna á mig aftast og allt liðið varðist frábærlega. Varnarlínan og leikmennirnir þar fyrir framan hleyptu þeim ekki í eitt einasta færi og það er ekki algengt í fótboltaleikjum að maður muni ekki eftir neinum færum,“ sagði Hannes Þór þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. „Við vorum góðir í dag, áttum hættuleg færi og skorðum tvö mörk auk þess að halda þeim alveg frá markinu okkar. Við nýttum okkur aðstæður, rok og rigningu og við vissum að þeir yrðu pirraðir ef hlutirnir myndu ekki falla með þeim." "Við gerðum þetta erfitt fyrir þá og náðum að sigla leiknum í okkar farveg,“ bætti Hannes við. Frammistaða Íslands var nánast gallalaus frá upphafi til enda og Hannes tók undir það að þetta væri ein besta frammistaða landsliðsins síðustu misseri. „Fyrri hálfleikurinn var mjög góður og þetta er eflaust með betri hálfleikjum sem við höfum spilað. Það var gaman að koma inn eftir meiðslin og ég hlakkaði til að spila fyrir framan fullan Laugardalsvöll. Sem betur fer reyndi ekki mikið á mig en ég var tilbúinn ef þess hefði þurft,“ sagði Hannes Þór að lokum. Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Sjá meira
Hannes Þór Halldórsson átti fremur náðugan dag í íslenska markinu gegn Tyrkjum í kvöld. Hann þurfti aldrei að taka á honum stóra sínum og viðurkenndi sjálfur eftir leik að hann hefði átt von á betri frammistöðu Tyrklands. „Svona ef maður horfir til baka þá létu þeir ekki mikið reyna á mig aftast og allt liðið varðist frábærlega. Varnarlínan og leikmennirnir þar fyrir framan hleyptu þeim ekki í eitt einasta færi og það er ekki algengt í fótboltaleikjum að maður muni ekki eftir neinum færum,“ sagði Hannes Þór þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. „Við vorum góðir í dag, áttum hættuleg færi og skorðum tvö mörk auk þess að halda þeim alveg frá markinu okkar. Við nýttum okkur aðstæður, rok og rigningu og við vissum að þeir yrðu pirraðir ef hlutirnir myndu ekki falla með þeim." "Við gerðum þetta erfitt fyrir þá og náðum að sigla leiknum í okkar farveg,“ bætti Hannes við. Frammistaða Íslands var nánast gallalaus frá upphafi til enda og Hannes tók undir það að þetta væri ein besta frammistaða landsliðsins síðustu misseri. „Fyrri hálfleikurinn var mjög góður og þetta er eflaust með betri hálfleikjum sem við höfum spilað. Það var gaman að koma inn eftir meiðslin og ég hlakkaði til að spila fyrir framan fullan Laugardalsvöll. Sem betur fer reyndi ekki mikið á mig en ég var tilbúinn ef þess hefði þurft,“ sagði Hannes Þór að lokum.
Íslenski boltinn Innlendar Íþróttir Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Uppgjörið Stjarnan - Grindavík 100-77 | Aftur fór Stjarnan illa með Grindavík Körfubolti Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Pavel hjálpar Grindvíkingum Körfubolti Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Handbolti Fleiri fréttir Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Draumaprinsinn Benoný sendi aðdáendum kveðju Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Semenyo skoraði eitt af tíu og Hákon hélt hreinu Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Róbert með þrennu í sigri KR Varði öll þrjú vítin og Sunderland áfram Stoltur af litla bróður eftir sögulegt afrek Benoný tryggði sigurinn á ögurstundu Utandeildarlið henti meisturunum úr keppni Fram lagði Leiknismenn Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Sjá meira