Erlent

Bein útsending: Rosetta brotlendir á halastjörnunni

Atli ísleifsson skrifar
Rosetta.
Rosetta. Vísir/AFP
Geimfarið Rosetta hefur verið á sporbaug um halastjörnuna 67P Churyumov-Gerasimenko í tvö ár, en brotlenti á halastjörnunni fyrr í dag. Um leið og farið brotlenti á halastjörnunni var slökkt á farinu og ævintýri Rosettu á enda.

Evrópska geimvísindastofnunin ESA sýndi beint frá síðustu andartökum Rosettu en hún brotlenti klukkan 11:18 að íslenskum tíma.

Ferðin niður á halastjörnina var um 15 kílómetra löng og á henni tók Rosetta síðustu myndirnar og safnaði saman og sendi síðustu gögnin.

Rosetta var skotið á loft 2. mars árið 2004 og fór á braut um halastjörnuna 6. ágúst 2014. Nánar má fræðast um Rosettu á vef Stjörnufræðivefsins.

Fylgjast má með vísindamönnunum þegar Rosetta brotlendir þegar 1 klukkustund og átta mínútur eru liðnar af útsendinunni að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×