Íslenski boltinn

Fyrsta tap Breiðabliks staðreynd | Úrslit dagsins

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Valur varð fyrsta liðið til að vinna Blika í sumar.
Valur varð fyrsta liðið til að vinna Blika í sumar. vísir/hanna
Dóra María Lárusdóttir tryggði Val 1-0 sigur á Breiðablik í lokaumferð Pepsi-deildar kvenna í dag.

Fyrir leikinn var Breiðablik eina liðið sem gat náð Stjörnunni að stigum en Blikar þurftu þó að stóla á að Stjarnan myndi tapa fyrir FH.

Stjörnukonur unnu hins vegar öruggan 4-0 sigur á heimavelli og fögnuðu þar með Íslandsmeistaratitlinum.

Bæði Breiðablik og Valur enduðu með 39 stig en Blikar eru í öðru sæti á betra markahlutfalli.

Þór/KA er í fjórða sæti eftir jafntefli gegn  ÍBV, 3-3, en Eyjakonur eru svo í fimmta sætinu.

Anna Rakel Pétursdóttir, Sandra Stephany Mayor Gutierrez og Zaneta Wyne komu Þór/KA í 3-0 forystu en Cloe Lacasse skoraði tvívegis á lokamínútunum áður en Natasha Moraa Anasi jafnaði í uppbótartíma.

KR bjargaði sæti sínu í Pepsi-deild kvenna á ævintýralegan hátt með því að vinna ÍA, 3-2, eftir að hafa lent 2-0 undir.

Fylkir og Selfoss gerðu svo markalaust jafntefli en úrslitin þýða að Selfyssingar eru fallnir í 1. deild kvenna.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×