Íslenski boltinn

Harpa: Er að upplifa allan tilfinningaskalann

Stefán Árni Pálsson skrifar
Íslandsmeistarinn Harpa.
Íslandsmeistarinn Harpa. vísir/eyþór
„Ég er fegin, þakklát og allt þarna á tilfinningaskalanum,“ segir Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, eftir að liðið hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deild kvenna árið 2016. Liðið vann FH 4-0 á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld.

„Þetta er alltaf jafn geggjað og ég er gríðarlega stolt af stelpunum eftir leikinn í dag,“ segir Harpa sem gat ekki leikið með Stjörnunni í leiknum þar sem hún er barnshafandi.

„Þær spiluðu frábæran fótbolta í leiknum og kláruðu hann af algjörri fagmennsku. Þetta var jú sérstakt og ekki sérstakt tímabil fyrir mig. Ég æfði vel í vetur og undirbjó mig fyrir hörku tímabil. Svo kom sérstakur glaðningur í sumar og ég er bara glöð hvað ég náði að spila lengi og halda mér lengi í formi.“

Harpa var markadrottning mótsins og einnig valin besti leikmaður Íslandsmótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×