Íslenski boltinn

Pepsi-mörk kvenna: Óður til Stjörnunnar | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Stjarnan varð í dag Íslandsmeistari í fjórða sinn á síðustu sex árum.



Stjarnan vann öruggan sigur á FH, 4-0, á Samsung-vellinum í dag og eftir leikinn fór Íslandsbikarinn á loft.

Breiðablik varð Íslandsmeistari á síðasta tímabili en Stjörnukonur endurheimtu titilinn í ár.

Stjarnan endaði með 44 stig, fimm stigum meira en Breiðablik. Garðbæingar skoruðu flest mörk (46) í Pepsi-deildinni í sumar og fengu á sig næstfæst (11).

Í lokaþætti Pepsi-marka kvenna sem var á dagskrá í kvöld var farið yfir lokaumferðina og tímabilið í Pepsi-deild kvenna í heild sinni.

Meisturunum var að sjálfsögðu gert hátt undir höfði en í spilaranum hér að ofan má sjá myndband til heiðurs Stjörnunni.


Tengdar fréttir

Harpa: Er að upplifa allan tilfinningaskalann

"Ég er fegin, þakklát og allt þarna á tilfinningaskalanum,“ segir Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, eftir að liðið hafði tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í Pepsi-deild kvenna árið 2016. Liðið vann FH 4-0 á Samsung-vellinum í Garðabæ í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×