Þarf að missa ellefu kíló á fjórum dögum: „UFC verður að stöðva þetta áður en einhver deyr“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. september 2016 15:00 Cris Cyborg þarf að skera svakalega niður en Haraldur Nelson telur þetta stórhættulegt. vísir/getty Bardakonan Cris Cyborg, sem er ein sú stærsta í bransanum, berst öðru sinni á ferlinum í UFC um helgina þegar hún mætir Linu Lansberg í aðalbardaga kvöldsins á UFC Fight Night 95 í Brasilíuborg. Cyborg er fjaðurvigtarmeistari í Invicta FC, deildinni sem Sunna okkar Rannvegisdóttir þreytir frumranu sína í á föstudaginn, en hún barðist í fyrsta sinn undir merkjum UFC fyrr á árinu og vann. Hún tapaði fyrsta atvinnumannabardaga sínum á ferlinum en er nú búin að vinna 16 í röð. Þessi 31 árs gamla brasilíska bardagakona, sem heitir réttu nafni Cristiane Justino, þarf að skera sig niður um ellefu kíló fyrir bardagann. Hún og Lansberg ætla að berjast í 65 kg flokki en Cyborg er langt frá því að ná vigt á föstudaginn. Cyborg þarf að léttast um ellefu kíló en hún upplýsti það í útvarpsþætti Ariel Helwani, virtasta MMA-blaðamanni heims, í gær að hún væri 76 kg núna og að henni gengi bölvanlega að léttast. Svona mikill niðurskurður á jafnskömmum tíma er bókstaflega hættulegur eins og gefur að skilja.Cyborg leit vel út fyrir fyrsta UFC-bardagann en þjáningin var mikil á leiðinni.vísir/gettySett á pilluna „Ég hef ekki náð 68 kg enn þá í æfingabúðunum. Þetta lítur illa út. Ég leit í spegil og ég bara skil ekki af hverju ég næ ekki þessari þyngd. Það sem ég gerði öðruvísi í þessum æfingabúðum er að nota pilluna [getnaðarvörnina, innsk. blm],“ segir Cyborg, en George Lockhart, næringafræðingur hennar, stakk upp á því. „Ég veit ekki af hverju ég er að taka pilluna. Okkur gekk vel fyrir síðasta bardaga. Það var mjög erfitt en það tókst. George var með þetta plan en núna er ég 76 kíló,“ segir hún. Þegar Cyborg viðurkennir að það var henni erfitt að ná þyngd fyrir síðasta bardaga, hennar fyrsta í UFC, er aðeins hálf sagan sögð. Þar reyndi hún einnig að ná 65 kg fyrir vigtunardag og þurfti að skera svakalega niður á síðustu dögunum. Í heimildarmynd um Cyborg þar sem fylgst var með henni í aðdraganda bardagans mátti sjá hvernig hún kvaldist er hún fékk litla sem enga næringu á leið sinni á vigtina en sjá brot úr því má sjá í stiklu fyrir myndina. Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, hefur lengi talað gegn þessum svakalega niðurskurði en Gunnar þarf ávalt bara að missa nokkur kíló fyrir bardaga og hefur nægan tíma til þess. Þeir eru báðir virkilega á móti þessari aðferð. Haraldur deilir frétt vefsins MMA Mania á Facbook sem fjallar um málið og skrifar: „Þetta er svo yfirgengilega og ótrúlega heimskt. UFC verður að stöðva þetta áður en einhver deyr við að skera sig niður fyrir bardaga.“ Það er ekki bara það, að bardagafólk setur sig í hættu við að skera svona mikið niður heldur þyngist það mikið eftir vigtunina þegar það byrjar aftur að næra sig og fer þá nær sinni raunverulegu þyngd. Þetta finnst Haraldi heldur ekki sniðugt. „Bardagafólk getur slasast alvarlega því mótherjinn er kannski í raun og veru þremur til fjórum þyngdarflokkum fyrir ofan þyngdarflokkinn sem verið er að berjast í,“ segir Haraldur Dean Nelson. MMA Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sjá meira
Bardakonan Cris Cyborg, sem er ein sú stærsta í bransanum, berst öðru sinni á ferlinum í UFC um helgina þegar hún mætir Linu Lansberg í aðalbardaga kvöldsins á UFC Fight Night 95 í Brasilíuborg. Cyborg er fjaðurvigtarmeistari í Invicta FC, deildinni sem Sunna okkar Rannvegisdóttir þreytir frumranu sína í á föstudaginn, en hún barðist í fyrsta sinn undir merkjum UFC fyrr á árinu og vann. Hún tapaði fyrsta atvinnumannabardaga sínum á ferlinum en er nú búin að vinna 16 í röð. Þessi 31 árs gamla brasilíska bardagakona, sem heitir réttu nafni Cristiane Justino, þarf að skera sig niður um ellefu kíló fyrir bardagann. Hún og Lansberg ætla að berjast í 65 kg flokki en Cyborg er langt frá því að ná vigt á föstudaginn. Cyborg þarf að léttast um ellefu kíló en hún upplýsti það í útvarpsþætti Ariel Helwani, virtasta MMA-blaðamanni heims, í gær að hún væri 76 kg núna og að henni gengi bölvanlega að léttast. Svona mikill niðurskurður á jafnskömmum tíma er bókstaflega hættulegur eins og gefur að skilja.Cyborg leit vel út fyrir fyrsta UFC-bardagann en þjáningin var mikil á leiðinni.vísir/gettySett á pilluna „Ég hef ekki náð 68 kg enn þá í æfingabúðunum. Þetta lítur illa út. Ég leit í spegil og ég bara skil ekki af hverju ég næ ekki þessari þyngd. Það sem ég gerði öðruvísi í þessum æfingabúðum er að nota pilluna [getnaðarvörnina, innsk. blm],“ segir Cyborg, en George Lockhart, næringafræðingur hennar, stakk upp á því. „Ég veit ekki af hverju ég er að taka pilluna. Okkur gekk vel fyrir síðasta bardaga. Það var mjög erfitt en það tókst. George var með þetta plan en núna er ég 76 kíló,“ segir hún. Þegar Cyborg viðurkennir að það var henni erfitt að ná þyngd fyrir síðasta bardaga, hennar fyrsta í UFC, er aðeins hálf sagan sögð. Þar reyndi hún einnig að ná 65 kg fyrir vigtunardag og þurfti að skera svakalega niður á síðustu dögunum. Í heimildarmynd um Cyborg þar sem fylgst var með henni í aðdraganda bardagans mátti sjá hvernig hún kvaldist er hún fékk litla sem enga næringu á leið sinni á vigtina en sjá brot úr því má sjá í stiklu fyrir myndina. Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson, hefur lengi talað gegn þessum svakalega niðurskurði en Gunnar þarf ávalt bara að missa nokkur kíló fyrir bardaga og hefur nægan tíma til þess. Þeir eru báðir virkilega á móti þessari aðferð. Haraldur deilir frétt vefsins MMA Mania á Facbook sem fjallar um málið og skrifar: „Þetta er svo yfirgengilega og ótrúlega heimskt. UFC verður að stöðva þetta áður en einhver deyr við að skera sig niður fyrir bardaga.“ Það er ekki bara það, að bardagafólk setur sig í hættu við að skera svona mikið niður heldur þyngist það mikið eftir vigtunina þegar það byrjar aftur að næra sig og fer þá nær sinni raunverulegu þyngd. Þetta finnst Haraldi heldur ekki sniðugt. „Bardagafólk getur slasast alvarlega því mótherjinn er kannski í raun og veru þremur til fjórum þyngdarflokkum fyrir ofan þyngdarflokkinn sem verið er að berjast í,“ segir Haraldur Dean Nelson.
MMA Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Fleiri fréttir Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Erum að aðlaga okkur að nýjum áherslum sem ég hef ekki heyrt af“ Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Uppgjör og viðtöl: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá kanalausum Keflvíkingum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons Uppgjör, viðtöl og myndir: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sjá meira