Fall af hestbaki á Íslandi olli dauða bresks manns Jakob Bjarnar skrifar 21. september 2016 16:36 Maðurinn þorði ekki að greina frá slysinu af ótta við að það hefði áhrif á tryggingar sínar. skjámyndir af Daily Mail Breskur maður andaðist eftir slys sem hann varð fyrir á Íslandi, en hann féll af hestbaki þegar hann var hér í fríi fyrir hálfu ári. Honum blæddi út vegna innvortis meiðsla sem hann hlaut við fallið. Maðurinn hélt slysinu og meiðslum sínum leyndum því hann taldi að það kynni að fella úr gildi ferðatryggingu sem hann hafði keypt.Daily Mail greinir frá þessu. Maðurinn heitir Paul Schofield, hann var 58 ára gamall tveggja barna faðir og hafði farið á spítala á Íslandi eftir atvikið. Þar hélt hann því fram að hann væri með brákuð rifbein. Hann óttaðist að tryggingafélagið myndi líta svo á að reiðtúrinn flokkaðist undir gáleysislegt athæfi. Þess í stað sagðist hann hafa runnið til á ösku, og dottið á gangstétt í Reykjavík. Læknarnir hugðu því ekki að sér og útskrifuðu hann með lyfseðil uppá verkjalyf. Hann hneig hins vegar niður þegar hann kom aftur í íbúðina í Reykjavík. Honum var þá ekið í snatri á Landspítala Háskólasjúkrahús með sjúkrabíl en dó eftir aðgerð. Rannsóknir leiddu í ljós að dánarorsökin var rifið milta. Schofield var frá Stockport í nágrenni Manchester og hafði hann keypt ferð til Íslands sem jólagjöf til sín sjálfs og Rosalyn Davies, konu sem hann var í sambandi með. Fóru þau til Íslands í leyfi í apríl á þessu ári. Eins og áður segir greinir Daily Mail frá þessu og þar má sjá talsvert ítarlegri umfjöllun um þessa ferð sem endaði svo hörmulega.Daily Mail fjallar ítarlega um málið í dag.skjámynd af Daily Mail Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lögregla skoðar læknamistök á Landspítala Breskur karlmaður um fimmtugt lést á Landspítalanum um helgina að því er talið er vegna mistaka við umönnun. Lögregla hefur tekið skýrslu af þeim sem komu að meðferð sjúklingsins. 3. maí 2016 07:00 Talið að erlendur ferðamaður hafi látist vegna mistaka á Landspítala Erlendur karlmaður lést á Landspítalanum um helgina að því er talið er vegna mistaka við umönnun. Bæði landlækni og lögreglu var gert viðvart vegna málsins. Á hverju ári koma upp á bilinu átta til tólf mál á Landspítalanum þar sem dauðsföll eða varanlegur miski hljótast af mistökum starfsfólks. 2. maí 2016 18:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Breskur maður andaðist eftir slys sem hann varð fyrir á Íslandi, en hann féll af hestbaki þegar hann var hér í fríi fyrir hálfu ári. Honum blæddi út vegna innvortis meiðsla sem hann hlaut við fallið. Maðurinn hélt slysinu og meiðslum sínum leyndum því hann taldi að það kynni að fella úr gildi ferðatryggingu sem hann hafði keypt.Daily Mail greinir frá þessu. Maðurinn heitir Paul Schofield, hann var 58 ára gamall tveggja barna faðir og hafði farið á spítala á Íslandi eftir atvikið. Þar hélt hann því fram að hann væri með brákuð rifbein. Hann óttaðist að tryggingafélagið myndi líta svo á að reiðtúrinn flokkaðist undir gáleysislegt athæfi. Þess í stað sagðist hann hafa runnið til á ösku, og dottið á gangstétt í Reykjavík. Læknarnir hugðu því ekki að sér og útskrifuðu hann með lyfseðil uppá verkjalyf. Hann hneig hins vegar niður þegar hann kom aftur í íbúðina í Reykjavík. Honum var þá ekið í snatri á Landspítala Háskólasjúkrahús með sjúkrabíl en dó eftir aðgerð. Rannsóknir leiddu í ljós að dánarorsökin var rifið milta. Schofield var frá Stockport í nágrenni Manchester og hafði hann keypt ferð til Íslands sem jólagjöf til sín sjálfs og Rosalyn Davies, konu sem hann var í sambandi með. Fóru þau til Íslands í leyfi í apríl á þessu ári. Eins og áður segir greinir Daily Mail frá þessu og þar má sjá talsvert ítarlegri umfjöllun um þessa ferð sem endaði svo hörmulega.Daily Mail fjallar ítarlega um málið í dag.skjámynd af Daily Mail
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Lögregla skoðar læknamistök á Landspítala Breskur karlmaður um fimmtugt lést á Landspítalanum um helgina að því er talið er vegna mistaka við umönnun. Lögregla hefur tekið skýrslu af þeim sem komu að meðferð sjúklingsins. 3. maí 2016 07:00 Talið að erlendur ferðamaður hafi látist vegna mistaka á Landspítala Erlendur karlmaður lést á Landspítalanum um helgina að því er talið er vegna mistaka við umönnun. Bæði landlækni og lögreglu var gert viðvart vegna málsins. Á hverju ári koma upp á bilinu átta til tólf mál á Landspítalanum þar sem dauðsföll eða varanlegur miski hljótast af mistökum starfsfólks. 2. maí 2016 18:45 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Lögregla skoðar læknamistök á Landspítala Breskur karlmaður um fimmtugt lést á Landspítalanum um helgina að því er talið er vegna mistaka við umönnun. Lögregla hefur tekið skýrslu af þeim sem komu að meðferð sjúklingsins. 3. maí 2016 07:00
Talið að erlendur ferðamaður hafi látist vegna mistaka á Landspítala Erlendur karlmaður lést á Landspítalanum um helgina að því er talið er vegna mistaka við umönnun. Bæði landlækni og lögreglu var gert viðvart vegna málsins. Á hverju ári koma upp á bilinu átta til tólf mál á Landspítalanum þar sem dauðsföll eða varanlegur miski hljótast af mistökum starfsfólks. 2. maí 2016 18:45