Sundgestum hefur fjölgað um yfir 40 þúsund á ári í Laugardalslaug Heiðar Lind Hansson skrifar 22. september 2016 07:00 Mest sóttu sundlaugar höfuðborgarsvæðisins Laugardalslaugin er vinsælasta sundlaugin á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í nýjum aðsóknartölum frá sundlaugunum á höfuðborgarsvæðinu yfir fjölda sundgesta fyrstu átta mánuði þessa árs. Alls sóttu 544.089 Laugardalslaugina á tímabilinu, en um er að ræða 42% allra sundgesta sundlauga Reykjavíkurborgar. Sé tekið mið af heildaraðsókn á höfuðborgarsvæðinu, sem er yfir 2 milljónir, fóru um 23% þeirra í Laugardalslaugina. Næstvinsælasta sundlaugin á tímabilinu er Sundlaug Kópavogs, en þangað fór 283.051 í sund. Í þriðja sætinu er Lágafellslaug í Mosfellsbæ með 271.699 sundgesti og í því fjórða Versalalaug í Kópavogi með 234.034 gesti. Reykjavíkurlaugarnar Vesturbæjarlaug og Árbæjarlaug koma loks í fimmta og sjötta sæti. Hafa 207.266 komið í Vesturbæinn, en 180.286 í Árbæinn.Þegar tölur yfir sölu stakra sundmiða eru skoðaðar er Laugardalslaugin langefst, en alls keyptu 93.217 slíka miða í laugina á tímabilinu. Meginástæðan fyrir þessu er hversu margir erlendir ferðamenn sækja laugina. Að sögn Loga Sigurfinnssonar, forstöðumanns Laugardalslaugar, hefur heimsóknum þar fjölgað á undanförnum árum í takt við almenna fjölgun ferðamanna til landsins. „Í gegnum tíðina hafa útlendu ferðamennirnir verið að koma hingað í lok dagsferða, það er seinnipartinn og kvöldin. Sífellt fleiri eru þó að koma hingað á daginn,“ segir hann. Logi segir að heildaraðsókn í laugina hafi aukist nokkuð frá því í fyrra eða um tæp 43 þúsund. Sala á stökum miðum hefur aftur á móti dregist saman um tæp 10 þúsund, en verð þeirra var hækkað úr 650 krónum í 900 í nóvember í fyrra. „Eins og umræðan hefur heyrst hér hjá okkur eftir að staka gjaldið hækkaði þá áttaði fólk sig í rauninni á því hvað afsláttarkjörin eru góð,“ segir Logi og bendir á sala á afsláttarkortum hafi aukist, en verð þeirra stóð í stað þegar verð á stökum miðum hækkaði. Það skal tekið fram að aðsóknartölur í sundlaugar Hafnarfjarðar eru ekki inni í þessum útreikningi, en þær eru teknar saman í lok hvers árs.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Sjá meira
Laugardalslaugin er vinsælasta sundlaugin á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í nýjum aðsóknartölum frá sundlaugunum á höfuðborgarsvæðinu yfir fjölda sundgesta fyrstu átta mánuði þessa árs. Alls sóttu 544.089 Laugardalslaugina á tímabilinu, en um er að ræða 42% allra sundgesta sundlauga Reykjavíkurborgar. Sé tekið mið af heildaraðsókn á höfuðborgarsvæðinu, sem er yfir 2 milljónir, fóru um 23% þeirra í Laugardalslaugina. Næstvinsælasta sundlaugin á tímabilinu er Sundlaug Kópavogs, en þangað fór 283.051 í sund. Í þriðja sætinu er Lágafellslaug í Mosfellsbæ með 271.699 sundgesti og í því fjórða Versalalaug í Kópavogi með 234.034 gesti. Reykjavíkurlaugarnar Vesturbæjarlaug og Árbæjarlaug koma loks í fimmta og sjötta sæti. Hafa 207.266 komið í Vesturbæinn, en 180.286 í Árbæinn.Þegar tölur yfir sölu stakra sundmiða eru skoðaðar er Laugardalslaugin langefst, en alls keyptu 93.217 slíka miða í laugina á tímabilinu. Meginástæðan fyrir þessu er hversu margir erlendir ferðamenn sækja laugina. Að sögn Loga Sigurfinnssonar, forstöðumanns Laugardalslaugar, hefur heimsóknum þar fjölgað á undanförnum árum í takt við almenna fjölgun ferðamanna til landsins. „Í gegnum tíðina hafa útlendu ferðamennirnir verið að koma hingað í lok dagsferða, það er seinnipartinn og kvöldin. Sífellt fleiri eru þó að koma hingað á daginn,“ segir hann. Logi segir að heildaraðsókn í laugina hafi aukist nokkuð frá því í fyrra eða um tæp 43 þúsund. Sala á stökum miðum hefur aftur á móti dregist saman um tæp 10 þúsund, en verð þeirra var hækkað úr 650 krónum í 900 í nóvember í fyrra. „Eins og umræðan hefur heyrst hér hjá okkur eftir að staka gjaldið hækkaði þá áttaði fólk sig í rauninni á því hvað afsláttarkjörin eru góð,“ segir Logi og bendir á sala á afsláttarkortum hafi aukist, en verð þeirra stóð í stað þegar verð á stökum miðum hækkaði. Það skal tekið fram að aðsóknartölur í sundlaugar Hafnarfjarðar eru ekki inni í þessum útreikningi, en þær eru teknar saman í lok hvers árs.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Fleiri fréttir Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Sjá meira