Gunnar verður aðalstjarnan á UFC-kvöldi í Belfast í nóvember þar sem má búast við því að hann fái mikinn stuðning.
Okkar maður er búinn að vera í Belfast í vikunni að auglýsa bardagakvöldið og farið í fjölda viðtala. Miðasala hófst í vikunni og opnaði fyrir almenning í dag. Fastlega má búast við því að það verði fljótt uppselt.
UFC lagði fyrir hann skemmtilegar spurningar þar sem reynt var að komast að því hversu írskur Gunnar sé í raun og veru.
Afraksturinn má sjá í þessu skemmtilega myndbandi hér að neðan.