Sigurður Ingi býður sig fram til formanns Framsóknarflokksins Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. september 2016 19:08 Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra sést hér yfirgefa þingflokksfund Framsóknarflokksins upp úr klukkan 14:30 í dag. Hann veitti fjölmiðlum ekki kost á viðtali þá en tilkynnti í kvöld að hann ætlar að bjóða sig fram til formanns flokksins. Vísir/Eyþór Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður Framsóknarflokksins ætlar að bjóða sig fram til formanns flokksins. Þetta herma heimildir fréttastofu en á morgun verður kjördæmisþing Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi sem er kjördæmi Sigurðar Inga. Sigurður Ingi sagði í viðtali í kvöldfréttum RÚV frá Akureyri nú rétt í þessu að margir hefðu skorað á hann að bjóða sig fram til formanns. Það hafi verið mikil ólga í flokknum að undanförnu og hann teldi rétt að leysa úr því með lýðræðislegum hætti og þess vegna hafi hann ákveðið að bjóða sig fram. Athygli vekur að Sigurður Ingi tilkynnir um framboð sitt í Norðausturkjördæmi, sem er kjördæmi formannsins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Um liðna helgi fékk Sigmundur Davíð einmitt yfirburðakosningu til að leiða lista flokksins í kjördæminu en afar fáir úr Akureyrarfélagi flokksins mættu til þingsins og greiddu 240 manns atkvæði en alls höfðu 370 manns atkvæðarétt á þinginu. Í dag fundaði þingflokkur Framsóknarflokksins í tæpa fjóra klukkutíma. Sigurður Ingi fór af fundinum um klukkan hálfþrjú og talaði ekki við fjölmiðla. Eftir fundinn ræddu hins vegar þeir Willum Þór Þórsson þingmaður flokksins og Sigmundur Davíð við fréttamenn. Willum Þór sagði að þingflokkurinn lýsti fullum stuðningi við Sigmund Davíð en sagði svo að hann sjálfur gæti hugsað sér að styðja Sigurð Inga og að mikilvægt væri að fram færi formannskosning á flokksþinginu sem haldið verður þann 1. og 2. október næstkomandi. Sigmundur Davíð sagði í dag að hann teldi stöðu sína í flokknum góða. „Við erum og eigum að vera mjög samheldinn og öflugur hópur. Og engin ástæða til að ætla annað en að við verðum það áfram. Þannig að ég er bjartsýnn á framhaldið og ég er bjartsýnn á kosningarnar. Hlakka til að komast í kosningabaráttuna alveg á fullu,“ sagði Sigmundur Davíð í dag. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fréttamenn eltu Sigmund Davíð á röndum á meðan leitað var að bílstjóranum Það má segja að setið hafi verið um Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins þegar hann fór af löngum þingflokksfundi flokksins á fimmta tímanum í dag. 23. september 2016 18:02 Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46 Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fleiri fréttir Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson varaformaður Framsóknarflokksins ætlar að bjóða sig fram til formanns flokksins. Þetta herma heimildir fréttastofu en á morgun verður kjördæmisþing Framsóknarflokksins í Suðurkjördæmi sem er kjördæmi Sigurðar Inga. Sigurður Ingi sagði í viðtali í kvöldfréttum RÚV frá Akureyri nú rétt í þessu að margir hefðu skorað á hann að bjóða sig fram til formanns. Það hafi verið mikil ólga í flokknum að undanförnu og hann teldi rétt að leysa úr því með lýðræðislegum hætti og þess vegna hafi hann ákveðið að bjóða sig fram. Athygli vekur að Sigurður Ingi tilkynnir um framboð sitt í Norðausturkjördæmi, sem er kjördæmi formannsins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar. Um liðna helgi fékk Sigmundur Davíð einmitt yfirburðakosningu til að leiða lista flokksins í kjördæminu en afar fáir úr Akureyrarfélagi flokksins mættu til þingsins og greiddu 240 manns atkvæði en alls höfðu 370 manns atkvæðarétt á þinginu. Í dag fundaði þingflokkur Framsóknarflokksins í tæpa fjóra klukkutíma. Sigurður Ingi fór af fundinum um klukkan hálfþrjú og talaði ekki við fjölmiðla. Eftir fundinn ræddu hins vegar þeir Willum Þór Þórsson þingmaður flokksins og Sigmundur Davíð við fréttamenn. Willum Þór sagði að þingflokkurinn lýsti fullum stuðningi við Sigmund Davíð en sagði svo að hann sjálfur gæti hugsað sér að styðja Sigurð Inga og að mikilvægt væri að fram færi formannskosning á flokksþinginu sem haldið verður þann 1. og 2. október næstkomandi. Sigmundur Davíð sagði í dag að hann teldi stöðu sína í flokknum góða. „Við erum og eigum að vera mjög samheldinn og öflugur hópur. Og engin ástæða til að ætla annað en að við verðum það áfram. Þannig að ég er bjartsýnn á framhaldið og ég er bjartsýnn á kosningarnar. Hlakka til að komast í kosningabaráttuna alveg á fullu,“ sagði Sigmundur Davíð í dag.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Fréttamenn eltu Sigmund Davíð á röndum á meðan leitað var að bílstjóranum Það má segja að setið hafi verið um Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins þegar hann fór af löngum þingflokksfundi flokksins á fimmta tímanum í dag. 23. september 2016 18:02 Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46 Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42 Mest lesið Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Innlent Hættir sem ritstjóri Kastljóss Innlent Fleiri fréttir Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Sjá meira
Fréttamenn eltu Sigmund Davíð á röndum á meðan leitað var að bílstjóranum Það má segja að setið hafi verið um Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Framsóknarflokksins þegar hann fór af löngum þingflokksfundi flokksins á fimmta tímanum í dag. 23. september 2016 18:02
Þingflokkurinn lýsir yfir fullum stuðningi við Sigmund Davíð Sigmundur Davíð var kampakátur eftir langan þingflokksfund Framsóknarmanna. 23. september 2016 16:46
Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42