Conor berst um léttvigtarbeltið í New York á trufluðu bardagakvöldi Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. september 2016 08:15 Gleðileg jól. mynd/skjáskot Conor McGregor mætir Eddie Alvarez á UFC 205-bardagakvöldinu í New York 12. nóvember og fær þar tækifæri til að hirða léttvigtarbeltið af Bandaríkjamanninum og vera fyrst handhafi tveggja heimsmeistaratitla í UFC. Bardaginn fer fram viku áður en Gunnar Nelson mætir aftur í búrið í Belfast. UFC staðfesti aðalbardaga kvöldsins í nótt en þetta verður í fyrsta skipti sem UFC-kvöld fer fram í New York eftir að banni á bardagakvöldum í ríkinu var aflétt fyrr á árinu. Conor, sem er handhafi heimsmeistaratitilsins í fjaðurvigt, átti að berjast gegn Rafael dos Anjos um léttvigtarbeltið í mars en Dos Anjos þurfti að hætta við nokkrum vikum fyrir bardagann vegna meiðsla. Þess í stað barðist Conor McGregor við Nate Diaz og tapaði en þegar þeir mættust aftur á UFC 202 hefndi írski vélbyssukjafturinn fyrir tapið og tók Diaz á meirihluta ákvörðun dómara. Eddie Alvarez er 32 ára gamall Bandaríkjamaður frá Phiadelphia sem varð heimsmeistari í léttvigt í júlí þegar hann vann Rafael dos Anjos í titilbardaga á tæknilegu rothöggi í fyrstu lotu.IT'S GOING DOWN!! @TheNotoriousMMA challenges @EAlvarezFight for the lightweight title @TheGarden!! #UFC205 is OFFICIALLY pic.twitter.com/vRtyi34QEd — UFC (@ufc) September 27, 2016 Alvarez hefur unnið 28 bardaga og tapað fjórum á sínum ferli en hann tapaði í frumraun sinni í UFC gegn Donald „Cowboy“ Cerrone fyrir tveimur árum. Hann hefur síðan þá unnið Gilbert Melendez og Anthony Pettis á dómaraúrskurði og nú síðast Dos Anjos í bardaga um léttvigtarbeltið. Conor McGregor hefur ekki enn varið fjaðurvigtarbeltið sitt síðan hann rotaði Jose Aldo á tólf sekúndum í desember á síðasta ári. Bardagakvöldið verður stjörnum prýtt en auk Conors og Alvarez mun Tyron Woodley verja beltið sitt í veltivigt, þyngdarflokki Gunnars Nelson, á móti Stephen Thompson. Joanna Jedrzejcyk ver einnig heimsmeistaratitilinn sinn þegar hún leggur beltið í strávigt undir gegn samlöndu sinni frá Póllandi, Karolinu Kowalkiewicz. Fleiri magnaðir bardagar fara fram þetta kvöld en hér má sjá allt kortið. MMA Tengdar fréttir Mayweather gefst upp á Conor McGregor Svo virðist sem öll von sé úti um bardaga á milli Floyd Mayweather og Conor McGregor. 20. september 2016 22:15 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira
Conor McGregor mætir Eddie Alvarez á UFC 205-bardagakvöldinu í New York 12. nóvember og fær þar tækifæri til að hirða léttvigtarbeltið af Bandaríkjamanninum og vera fyrst handhafi tveggja heimsmeistaratitla í UFC. Bardaginn fer fram viku áður en Gunnar Nelson mætir aftur í búrið í Belfast. UFC staðfesti aðalbardaga kvöldsins í nótt en þetta verður í fyrsta skipti sem UFC-kvöld fer fram í New York eftir að banni á bardagakvöldum í ríkinu var aflétt fyrr á árinu. Conor, sem er handhafi heimsmeistaratitilsins í fjaðurvigt, átti að berjast gegn Rafael dos Anjos um léttvigtarbeltið í mars en Dos Anjos þurfti að hætta við nokkrum vikum fyrir bardagann vegna meiðsla. Þess í stað barðist Conor McGregor við Nate Diaz og tapaði en þegar þeir mættust aftur á UFC 202 hefndi írski vélbyssukjafturinn fyrir tapið og tók Diaz á meirihluta ákvörðun dómara. Eddie Alvarez er 32 ára gamall Bandaríkjamaður frá Phiadelphia sem varð heimsmeistari í léttvigt í júlí þegar hann vann Rafael dos Anjos í titilbardaga á tæknilegu rothöggi í fyrstu lotu.IT'S GOING DOWN!! @TheNotoriousMMA challenges @EAlvarezFight for the lightweight title @TheGarden!! #UFC205 is OFFICIALLY pic.twitter.com/vRtyi34QEd — UFC (@ufc) September 27, 2016 Alvarez hefur unnið 28 bardaga og tapað fjórum á sínum ferli en hann tapaði í frumraun sinni í UFC gegn Donald „Cowboy“ Cerrone fyrir tveimur árum. Hann hefur síðan þá unnið Gilbert Melendez og Anthony Pettis á dómaraúrskurði og nú síðast Dos Anjos í bardaga um léttvigtarbeltið. Conor McGregor hefur ekki enn varið fjaðurvigtarbeltið sitt síðan hann rotaði Jose Aldo á tólf sekúndum í desember á síðasta ári. Bardagakvöldið verður stjörnum prýtt en auk Conors og Alvarez mun Tyron Woodley verja beltið sitt í veltivigt, þyngdarflokki Gunnars Nelson, á móti Stephen Thompson. Joanna Jedrzejcyk ver einnig heimsmeistaratitilinn sinn þegar hún leggur beltið í strávigt undir gegn samlöndu sinni frá Póllandi, Karolinu Kowalkiewicz. Fleiri magnaðir bardagar fara fram þetta kvöld en hér má sjá allt kortið.
MMA Tengdar fréttir Mayweather gefst upp á Conor McGregor Svo virðist sem öll von sé úti um bardaga á milli Floyd Mayweather og Conor McGregor. 20. september 2016 22:15 Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Körfubolti Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Körfubolti „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er ekki flókið“ Rúmlega hálfur milljarður manna sótti um miða á HM Börsungar sluppu fyrir horn „Ég held að þetta verði bara betra héðan í frá“ Nökkvi og félagar féllu úr leik í bikarnum „Hættum að spila okkar leik“ Uppgjörið: Þór Þ. - KR 123-126 | Endurkoma, framlenging og dramatík í Þorlákshöfn Stórleikur hjá Rabiot í mikilvægum sigri AC Milan „Var í raun bara verið að yfirspila okkur“ Bragi: Er að þroskast mikið sem leikmaður Haukar sneru aftur á sigurbraut gegn Selfossi Alfreð lét sér einn hornamann nægja og stýrði Þjóðverjum til sigurs Uppgjör: Ármann - Valur 94-77 | Frábær sigur Ármanns á lánlausum Valsmönnum Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Uppgjörið: Stjarnan - Keflavík 116-98 | Keflvíkingar kafsigldir í Garðabæ Tindastóll - ÍR 101-90 | Stólarnir fóru létt með Breiðhyltinga Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sjá meira
Mayweather gefst upp á Conor McGregor Svo virðist sem öll von sé úti um bardaga á milli Floyd Mayweather og Conor McGregor. 20. september 2016 22:15