Smári McCarthy um myndskeiðið: „Réttmæt gagnrýni því ég tala eins og vitleysingur” Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. september 2016 17:49 Smári McCarthy, einn af stofnendum Pírata og oddviti í Suðurkjördæmi, segir ummæli sín um atvinnuleysi hafa verið mistök. Sex ára gamalt myndskeið þar sem Smári segist vilja sjá atvinnuleysi í 40 til 50 prósentum hefur verið í dreifingu um netið að undanförnu. Smári segist ekki hafa komið orðum sínum nægilega vel frá sér og að sú gagnrýni sem hann hafi fengið sé réttmæt. „Það sem ég var að tala um þarna var í rauninni tvennt. Annars vegar það að fólk ætti að geta unnið miklu minna í dag. Þá meina ég ekki að einhver stór hluti af samfélaginu geti verið atvinnulaus heldur frekar að fólk geti dregið úr vinnunni sinni. […]Svo er hitt að það á ekki að koma til launaskerðingar heldur þvert á móti. Meirihluti af arðinum í samfélaginu á að geta farið til almennings. Þess vegna höfum við talað mikið um þessi borgaralaun og þess háttar,” segir Smári í Reykjavík síðdegis. Í myndbandinu segir Smári:„Við erum hér að stefna á 40-50 prósent atvinnuleysi sem yrði bara frábært. Svo lengi sem fólk geti lifað mannsæmandi lífi með einhvers konar framfærslu.” Smári tekur fram í viðtali við Reykjavík síðdegis að þessi ummæli hafi verið látin falla þremur árum áður en Píratar urðu að stjórnmálaflokki. Umrætt myndband hafi reglulega farið á flakk undanfarin ár. Hann segir ákveðinn hóp fólks koma myndbandinu í dreifingu til þess eins að koma höggi á sig. „Menn gera mistök og þetta var asnalega orðað hjá mér, ég viðurkenni það fúslega. En það er rosalega merkilegt að þetta myndband fer alltaf í dreifingu þegar það er verið að reyna að koma einhverju höggi á mig. Þetta er vissulega réttmæt gagnrýni því ég tala eins og vitleysingur þarna en ég vona allavega að ég nái að svara vel fyrir og í rauninni frábært að fá að tala um þessa stóri hluti, því þetta er ekki eitthvað sem kemur upp í hefðbundinni pólitískri umræðu,” segir hann. Hlusta má á viðtalið við Smára í spilaranum hér fyrir ofan, en umrætt myndband er hér fyrir neðan. X16 Suður Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira
Smári McCarthy, einn af stofnendum Pírata og oddviti í Suðurkjördæmi, segir ummæli sín um atvinnuleysi hafa verið mistök. Sex ára gamalt myndskeið þar sem Smári segist vilja sjá atvinnuleysi í 40 til 50 prósentum hefur verið í dreifingu um netið að undanförnu. Smári segist ekki hafa komið orðum sínum nægilega vel frá sér og að sú gagnrýni sem hann hafi fengið sé réttmæt. „Það sem ég var að tala um þarna var í rauninni tvennt. Annars vegar það að fólk ætti að geta unnið miklu minna í dag. Þá meina ég ekki að einhver stór hluti af samfélaginu geti verið atvinnulaus heldur frekar að fólk geti dregið úr vinnunni sinni. […]Svo er hitt að það á ekki að koma til launaskerðingar heldur þvert á móti. Meirihluti af arðinum í samfélaginu á að geta farið til almennings. Þess vegna höfum við talað mikið um þessi borgaralaun og þess háttar,” segir Smári í Reykjavík síðdegis. Í myndbandinu segir Smári:„Við erum hér að stefna á 40-50 prósent atvinnuleysi sem yrði bara frábært. Svo lengi sem fólk geti lifað mannsæmandi lífi með einhvers konar framfærslu.” Smári tekur fram í viðtali við Reykjavík síðdegis að þessi ummæli hafi verið látin falla þremur árum áður en Píratar urðu að stjórnmálaflokki. Umrætt myndband hafi reglulega farið á flakk undanfarin ár. Hann segir ákveðinn hóp fólks koma myndbandinu í dreifingu til þess eins að koma höggi á sig. „Menn gera mistök og þetta var asnalega orðað hjá mér, ég viðurkenni það fúslega. En það er rosalega merkilegt að þetta myndband fer alltaf í dreifingu þegar það er verið að reyna að koma einhverju höggi á mig. Þetta er vissulega réttmæt gagnrýni því ég tala eins og vitleysingur þarna en ég vona allavega að ég nái að svara vel fyrir og í rauninni frábært að fá að tala um þessa stóri hluti, því þetta er ekki eitthvað sem kemur upp í hefðbundinni pólitískri umræðu,” segir hann. Hlusta má á viðtalið við Smára í spilaranum hér fyrir ofan, en umrætt myndband er hér fyrir neðan.
X16 Suður Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Fleiri fréttir Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ „Í fullkomnum heimi væri best að allir töluðu góða íslensku“ Alma vill efla íslenskukunnáttu erlendra hjúkrunarfræðinga Agnes Johansen er látin Foreldrar hafi ekki haft önnur úrræði en að tilkynna sig til barnaverndar Vilja fá að hafa áhrif á nærumhverfið og segja „ekki fleiri kassa“ Manni bjargað eftir að fiskibátur hans strandaði við grjótgarð Reyna sáttaleið eftir að aðalfundi MÍR var aftur hleypt upp Brúin komin upp við Dugguvog Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Sjá meira