Shimon Peres er látinn 28. september 2016 07:26 Shimon Peres. Vísir/AFP Ísraelski stjórnmálamaðurinn Shimon Peres, sem tvívegis var forsætisráðherra landsins og einu sinni forseti, er látinn, 93 ár að aldri. Peres fékk slag fyrir hálfum mánuði en ástand hans hafði batnað nokkuð síðustu daga. Heilsunni hrakaði hinsvegar hratt í gær og fór svo að hann lést. Peres má kalla einn af stofnendum Ísraelsríkis en hann var einn fárra eftirlifandi stjórnmálamanna sem voru komnir til sögunnar þegar ríkið var stofnað árið 1948. Peres fæddist í Wisniew í Póllandi, sem nú er Vishnyeva í Hvíta-Rússlandi og var fyrst kjörinn á ísraelska þingið, Knesset, árið 1959. Hann átti sæti í tólf ríkisstjórnum. Í ríkisstjórn átti hann þátt í að samþykkja byggingu húsaþyrpinga gyðinga á hernumdu svæðunum. Hann átti einnig þátt í Óslóar-samkomulaginu svokallaða árið 1993, fyrsta samning Ísraela og Palestínumanna sem kvað á um að unnið skyldi að því að þjóðirnar myndu lifa í samlyndi í heimshlutanum. Hann gengdi embætti forsætisráðherra á árunum 1984 til 1986 og svo aftur 1995 til 1996 og svo embætti forseta á árunum 2007 til 2014. Hann fékk Friðarverðlaun Nóbels árið 1994, ásamt þeim Yitzhak Rabin, þáverandi forsætisráðherra Ísraela, og Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, fyrir þátttöku sína í friðarviðræðum Ísraela og Palestínumanna. Peres gegndi á þessum tíma embætti utanríkisráðherra Ísraels. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið sem virðist ekki samkomulag Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Sjá meira
Ísraelski stjórnmálamaðurinn Shimon Peres, sem tvívegis var forsætisráðherra landsins og einu sinni forseti, er látinn, 93 ár að aldri. Peres fékk slag fyrir hálfum mánuði en ástand hans hafði batnað nokkuð síðustu daga. Heilsunni hrakaði hinsvegar hratt í gær og fór svo að hann lést. Peres má kalla einn af stofnendum Ísraelsríkis en hann var einn fárra eftirlifandi stjórnmálamanna sem voru komnir til sögunnar þegar ríkið var stofnað árið 1948. Peres fæddist í Wisniew í Póllandi, sem nú er Vishnyeva í Hvíta-Rússlandi og var fyrst kjörinn á ísraelska þingið, Knesset, árið 1959. Hann átti sæti í tólf ríkisstjórnum. Í ríkisstjórn átti hann þátt í að samþykkja byggingu húsaþyrpinga gyðinga á hernumdu svæðunum. Hann átti einnig þátt í Óslóar-samkomulaginu svokallaða árið 1993, fyrsta samning Ísraela og Palestínumanna sem kvað á um að unnið skyldi að því að þjóðirnar myndu lifa í samlyndi í heimshlutanum. Hann gengdi embætti forsætisráðherra á árunum 1984 til 1986 og svo aftur 1995 til 1996 og svo embætti forseta á árunum 2007 til 2014. Hann fékk Friðarverðlaun Nóbels árið 1994, ásamt þeim Yitzhak Rabin, þáverandi forsætisráðherra Ísraela, og Yasser Arafat, leiðtoga Palestínumanna, fyrir þátttöku sína í friðarviðræðum Ísraela og Palestínumanna. Peres gegndi á þessum tíma embætti utanríkisráðherra Ísraels.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Erlent Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Innlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Trump kynnti friðarráðið Erlent „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Innlent Fleiri fréttir Samkomulagið sem virðist ekki samkomulag Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Trump kynnti friðarráðið Sýknaður af ásökunum um aðgerðaleysi þegar nítján börn dóu Rutte samdi ekki við Trump fyrir hönd danska konungsríkisins Handtóku fimm ára dreng og föður hans og sendu til Texas Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ X fyllist af gríni um Ísland/Grænland Þessi hönd er um sjötíu þúsund ára gömul Verði að eignast þetta „stóra fallega stykki af ís“ Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Höfuðstöðvar UNRWA í Jerúsalem rifnar Reyndu að fá dómara til að hlutast til um mál Le Pen Eldræða Carney: „Ef þú ert ekki við borðið þá ertu á matseðlinum“ Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Morðingi Abe dæmdur í lífstíðarfangelsi Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Telur Trump gera mistök Einn látinn eftir annað lestarslys á Spáni Óvæntur blaðamannafundur: Las „afrekabókina“ og sýndi myndir af glæpamönnum Fæðingum fækkaði um 1,62 milljónir milli ára Varaði við lögmáli frumskógarins og hæddist að Trump Beiting hervalds ólíkleg en ekki útilokuð Ráðherra Trumps segir Evrópu móðursjúka Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Fyrsta árinu af fjórum lokið Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Sjá meira
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“