MH17: Röktu slóð Buk-kerfisins til Rússlands Samúel Karl Ólason skrifar 28. september 2016 12:00 298 manns létu lífið þegar MH17 var skotin niður. Vísir/AFP Malasíska farþegaflugvélin MH17 var skotin niður frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna, sem studdir eru af Rússum, í austurhluta Úkraínu. Þetta er niðurstaða alþjóðlegrar rannsóknarnefnd, sem hefur rannsakað hvaðan og hvernig MH17 var skotin niður þann 17. júlí 2014. Nefndin hefur rakið slóð Buk-loftvarnarkerfis frá Rússlandi til skotsvæðisins og svo aftur til Rússlands degi seinna. Rannsakendur nefndarinnar ræddu við 200 vitni, skoðuðu rúmlega hálfa milljón myndbanda og mynda og hlustuðu á minnst 150 þúsund hleruð símtöl. Þeir hafa útilokað að flugvélin hafi verið skotin niður úr lofti.Frá blaðamannafundinum í dag.Vísir/AFPRússar og aðskilnaðarsinnar hafa neitað að flugvélin hafi verið skotin niður frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. Þann 17. júlí 2014 sögðu aðskilnaðarsinnar frá því á samfélagsmiðlum að þeir hefðu skotið niður flutningsvél Úkraínuhers, eins og þeir höfðu gert nokkrum dögum áður. Færslunum var þó eytt skömmu seinna.Sjá einnig: Greina frá því hvaðan MH17 var skotin niður.Boeing flugvél Malaysian Airlines var á leið til Kuala Lumpur frá Amsterdam þann 17. júlí 2014 þegar hún var skotin niður yfir Úkraínu. Allir um borð, 298, létust samstundis þegar BUK-eldflaug hæfði vélinna. Rannsóknarnefndin hélt í dag blaðamannafund þar sem farið var yfir sönnunargögn nefndarinnar. Rannsóknarnefndinni er stýrt af Hollendingum. Malasía, Ástralía, Úkraína og Belgía og Holland eru einnig aðilar að nefndinni. Rússar hafa lengi þvertekið fyrir alla aðkomu að atvikinu, sem leiddi til hertra viðskiptaþvingana gegn Rússum vegna átakanna í Úkraínu. Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti ratjárupplýsingar fyrir tveimur dögum sem þeir segja að sanni að engri eldflaug hafi verið skotið frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. Rannsóknarnefndi sagðist ekki hafa haft tíma til að fara yfir þau gögn. Hins vegar bendir Guardian á að ráðuneytið birti einnig ratsjárupplýsingar fjórum dögum eftir að flugvélin var skotin niður. Á þeim upplýsingum mátti sjá herþotu Úkraínuhers, sem Rússar sögðu að hefði skotið MH17 niður. Sú herþota er ekki lengur á sýnileg og flugleið MH17 er ekki sú sama. Nefndin tilkynnti að um hundrað manns væru til rannsóknar vegna málsins, en nöfn þeirra eða þjóðerni voru ekki gefin upp vegna rannsóknarhagsmuna. Símtal frá 16. júlí 2014 á milli tveggja rússneskumælandi manna. Þar ræða þeir um nauðsyn þess að koma Buk-kerfi fyrir. Annað símtal sem tekið var upp þann 2. júní 2015. Hér ræða aðskilnaðarsinnar ræða hvort að svæðið þar sem Buk-kerfinu var komið fyrir hafi verið í höndum aðskilnaðarsinna eða Úkraínuhers. MH17 Tengdar fréttir Eldflaug af rússneskri gerð grandaði MH17 Bæði rússneski herinn og sá úkraínski notast við hina svokölluðu BUK-eldflaug sem grandaði MH17 í júlí 2014 13. október 2015 12:00 Flugskeytið barst frá svæði undir stjórn uppreisnarmanna Bæði rússneskir ráðamenn og fulltrúar uppreisnarmanna hafna niðurstöðum rannsóknar á árásinni á MH17. Hugsunarleysi að lofthelgin hafi ekki verið lokuð. Rússar fullyrða að Úkraínustjórn beri ábyrgðina. 14. október 2015 07:00 Aðskilnaðarsinnar fordæma rannsóknina Yfirvöld í Rússlandi hafa sakað hollensku rannsóknarnefndina um að falsa gögn. 14. október 2015 20:00 Brot úr „rússnesku eldflaugakerfi“ finnast þar sem MH17 brotlenti Hópurinn sem rannsakar málið segir mögulegt að brotin séu úr rússnesku Buk-eldflaugakerfi. 11. ágúst 2015 12:51 MH17: Framleiðandi BUK segir að slík eldflaug hafi ekki verið í vopnabúri rússneska hersins Framleiðandi eldflaugakerfisins segir að rannsóknir fyrirtækisins bendi til að eldri gerð af BUK-eldflauginni hafi grandað MH17 í júlí 2014. 13. október 2015 12:00 Greina frá því hvaðan MH17 var skotin niður Talið er að flugskeytinu sem grandaði malasísku farþegaflugvélinni hafi verið skotið frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. 27. september 2016 15:30 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Malasíska farþegaflugvélin MH17 var skotin niður frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna, sem studdir eru af Rússum, í austurhluta Úkraínu. Þetta er niðurstaða alþjóðlegrar rannsóknarnefnd, sem hefur rannsakað hvaðan og hvernig MH17 var skotin niður þann 17. júlí 2014. Nefndin hefur rakið slóð Buk-loftvarnarkerfis frá Rússlandi til skotsvæðisins og svo aftur til Rússlands degi seinna. Rannsakendur nefndarinnar ræddu við 200 vitni, skoðuðu rúmlega hálfa milljón myndbanda og mynda og hlustuðu á minnst 150 þúsund hleruð símtöl. Þeir hafa útilokað að flugvélin hafi verið skotin niður úr lofti.Frá blaðamannafundinum í dag.Vísir/AFPRússar og aðskilnaðarsinnar hafa neitað að flugvélin hafi verið skotin niður frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. Þann 17. júlí 2014 sögðu aðskilnaðarsinnar frá því á samfélagsmiðlum að þeir hefðu skotið niður flutningsvél Úkraínuhers, eins og þeir höfðu gert nokkrum dögum áður. Færslunum var þó eytt skömmu seinna.Sjá einnig: Greina frá því hvaðan MH17 var skotin niður.Boeing flugvél Malaysian Airlines var á leið til Kuala Lumpur frá Amsterdam þann 17. júlí 2014 þegar hún var skotin niður yfir Úkraínu. Allir um borð, 298, létust samstundis þegar BUK-eldflaug hæfði vélinna. Rannsóknarnefndin hélt í dag blaðamannafund þar sem farið var yfir sönnunargögn nefndarinnar. Rannsóknarnefndinni er stýrt af Hollendingum. Malasía, Ástralía, Úkraína og Belgía og Holland eru einnig aðilar að nefndinni. Rússar hafa lengi þvertekið fyrir alla aðkomu að atvikinu, sem leiddi til hertra viðskiptaþvingana gegn Rússum vegna átakanna í Úkraínu. Varnarmálaráðuneyti Rússlands birti ratjárupplýsingar fyrir tveimur dögum sem þeir segja að sanni að engri eldflaug hafi verið skotið frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. Rannsóknarnefndi sagðist ekki hafa haft tíma til að fara yfir þau gögn. Hins vegar bendir Guardian á að ráðuneytið birti einnig ratsjárupplýsingar fjórum dögum eftir að flugvélin var skotin niður. Á þeim upplýsingum mátti sjá herþotu Úkraínuhers, sem Rússar sögðu að hefði skotið MH17 niður. Sú herþota er ekki lengur á sýnileg og flugleið MH17 er ekki sú sama. Nefndin tilkynnti að um hundrað manns væru til rannsóknar vegna málsins, en nöfn þeirra eða þjóðerni voru ekki gefin upp vegna rannsóknarhagsmuna. Símtal frá 16. júlí 2014 á milli tveggja rússneskumælandi manna. Þar ræða þeir um nauðsyn þess að koma Buk-kerfi fyrir. Annað símtal sem tekið var upp þann 2. júní 2015. Hér ræða aðskilnaðarsinnar ræða hvort að svæðið þar sem Buk-kerfinu var komið fyrir hafi verið í höndum aðskilnaðarsinna eða Úkraínuhers.
MH17 Tengdar fréttir Eldflaug af rússneskri gerð grandaði MH17 Bæði rússneski herinn og sá úkraínski notast við hina svokölluðu BUK-eldflaug sem grandaði MH17 í júlí 2014 13. október 2015 12:00 Flugskeytið barst frá svæði undir stjórn uppreisnarmanna Bæði rússneskir ráðamenn og fulltrúar uppreisnarmanna hafna niðurstöðum rannsóknar á árásinni á MH17. Hugsunarleysi að lofthelgin hafi ekki verið lokuð. Rússar fullyrða að Úkraínustjórn beri ábyrgðina. 14. október 2015 07:00 Aðskilnaðarsinnar fordæma rannsóknina Yfirvöld í Rússlandi hafa sakað hollensku rannsóknarnefndina um að falsa gögn. 14. október 2015 20:00 Brot úr „rússnesku eldflaugakerfi“ finnast þar sem MH17 brotlenti Hópurinn sem rannsakar málið segir mögulegt að brotin séu úr rússnesku Buk-eldflaugakerfi. 11. ágúst 2015 12:51 MH17: Framleiðandi BUK segir að slík eldflaug hafi ekki verið í vopnabúri rússneska hersins Framleiðandi eldflaugakerfisins segir að rannsóknir fyrirtækisins bendi til að eldri gerð af BUK-eldflauginni hafi grandað MH17 í júlí 2014. 13. október 2015 12:00 Greina frá því hvaðan MH17 var skotin niður Talið er að flugskeytinu sem grandaði malasísku farþegaflugvélinni hafi verið skotið frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. 27. september 2016 15:30 Mest lesið Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Innlent Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Innlent Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Innlent Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Erlent Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Innlent Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent Fleiri fréttir Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Vilja banna 16 ára og yngri að nota samfélagsmiðla Fundu ellefu lík í yfirgefnum pallbíll Ávarp Bidens: „Þú getur ekki elskað nágranna þinn bara þegar þið eruð sammála“ Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Sjá meira
Eldflaug af rússneskri gerð grandaði MH17 Bæði rússneski herinn og sá úkraínski notast við hina svokölluðu BUK-eldflaug sem grandaði MH17 í júlí 2014 13. október 2015 12:00
Flugskeytið barst frá svæði undir stjórn uppreisnarmanna Bæði rússneskir ráðamenn og fulltrúar uppreisnarmanna hafna niðurstöðum rannsóknar á árásinni á MH17. Hugsunarleysi að lofthelgin hafi ekki verið lokuð. Rússar fullyrða að Úkraínustjórn beri ábyrgðina. 14. október 2015 07:00
Aðskilnaðarsinnar fordæma rannsóknina Yfirvöld í Rússlandi hafa sakað hollensku rannsóknarnefndina um að falsa gögn. 14. október 2015 20:00
Brot úr „rússnesku eldflaugakerfi“ finnast þar sem MH17 brotlenti Hópurinn sem rannsakar málið segir mögulegt að brotin séu úr rússnesku Buk-eldflaugakerfi. 11. ágúst 2015 12:51
MH17: Framleiðandi BUK segir að slík eldflaug hafi ekki verið í vopnabúri rússneska hersins Framleiðandi eldflaugakerfisins segir að rannsóknir fyrirtækisins bendi til að eldri gerð af BUK-eldflauginni hafi grandað MH17 í júlí 2014. 13. október 2015 12:00
Greina frá því hvaðan MH17 var skotin niður Talið er að flugskeytinu sem grandaði malasísku farþegaflugvélinni hafi verið skotið frá yfirráðasvæði aðskilnaðarsinna. 27. september 2016 15:30