Norðurljósaæði á Íslandi Jakob Bjarnar skrifar 28. september 2016 13:00 Norðurljósin stigu tilkomumikinn dans yfir Íslandi í gær. Ljósmyndari Vísis, Anton Brink, var líkt og fleiri með myndavélina á lofti. visir/anton brink Norðurljósin voru tilkomumikil í gær, þau stigu trylltan dans yfir Íslandi og búast má við enn meiri tilþrifum í kvöld. Fólk hefur keppst við að birta myndir á Facebook af norðurljósunum og þeir sem starfa í ferðamálageiranum segja að rekja megi komur ferðamanna til Íslands yfir vetrarmánuðina að verulegu leyti til mikils áhuga á norðurljósunum. Hótel Rangá birti á vefsíðu sinni myndbandsbrot af norðurljósunum sem vakið hefur verulega athygli. Það var tekið af Sævari Helga Bragasyni, sem sérfróður um gang himintunglanna. Sjón er sögu ríkari.Ingi Þór Jakobsson, rekstrarstjóri Hótels Rangár segir að rekja megi nær alla fjölgun ferðamanna til landsins að vetrarlagi til áhuga ferðamanna á norðurljósum. Gissur Sigurðsson fréttamaður ræddi við Inga Þór í hádegisfréttum Bylgjunnar nú rétt í þessu og þar kom fram að fjölmargir hafi hrifist af ljósadýrðinni í gærkvöldi, ljósin náðu fjögurra stiga styrkleika af níu möguleikum, en styrkleikinn stefnir í sex stig í kvöld, sem er fátítt. WOWair birti einnig myndband á sinni Facebooksíðu sem að sönnu er tilkomumikið.Nokkur viðbúnaður er víða. Þannig verður slökkt á götulýsingu á völdum stöðum í Reykjavík milli klukkan 22 og 23 í kvöld svo íbúar og gestir geti notið magnaðrar norðurljósasýningar sem spáð er á himni þegar aldimmt verður orðið. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW-air, segir að myndbandsbrotið hafi verið tekið nú í vikunni. Þau fengu myndbandið sent frá farþega sínum og fylgdi sögunni að þetta yrði að sjást, upplifunin sem fylgdi því að sjá þann dans væri óviðjafnanleg.Svanhvít Friðriksdóttir segir fjölmarga farþega flugfélagsins koma gagngert til Íslands vegna norðurljósanna.Hún segir mikla breytingu hafa orðið á skömmum tíma, þá hvað varðar komu ferðamanna til Íslands. Áður var það svo að þeir komu bara yfir sumartímann en nú hefur þetta dreifst yfir allt árið. „Því miður vitum við ekki hvað okkar farþegar eru að fara að gera hérna. En maður finnur að það er mikill áhugi á að koma hingað til að skoða norðurljósin. Já, í raun má segja að fjölmargir komi hingað gagngert til að sjá þau,“ segir Svanhvít. Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Norðurljósin voru tilkomumikil í gær, þau stigu trylltan dans yfir Íslandi og búast má við enn meiri tilþrifum í kvöld. Fólk hefur keppst við að birta myndir á Facebook af norðurljósunum og þeir sem starfa í ferðamálageiranum segja að rekja megi komur ferðamanna til Íslands yfir vetrarmánuðina að verulegu leyti til mikils áhuga á norðurljósunum. Hótel Rangá birti á vefsíðu sinni myndbandsbrot af norðurljósunum sem vakið hefur verulega athygli. Það var tekið af Sævari Helga Bragasyni, sem sérfróður um gang himintunglanna. Sjón er sögu ríkari.Ingi Þór Jakobsson, rekstrarstjóri Hótels Rangár segir að rekja megi nær alla fjölgun ferðamanna til landsins að vetrarlagi til áhuga ferðamanna á norðurljósum. Gissur Sigurðsson fréttamaður ræddi við Inga Þór í hádegisfréttum Bylgjunnar nú rétt í þessu og þar kom fram að fjölmargir hafi hrifist af ljósadýrðinni í gærkvöldi, ljósin náðu fjögurra stiga styrkleika af níu möguleikum, en styrkleikinn stefnir í sex stig í kvöld, sem er fátítt. WOWair birti einnig myndband á sinni Facebooksíðu sem að sönnu er tilkomumikið.Nokkur viðbúnaður er víða. Þannig verður slökkt á götulýsingu á völdum stöðum í Reykjavík milli klukkan 22 og 23 í kvöld svo íbúar og gestir geti notið magnaðrar norðurljósasýningar sem spáð er á himni þegar aldimmt verður orðið. Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi WOW-air, segir að myndbandsbrotið hafi verið tekið nú í vikunni. Þau fengu myndbandið sent frá farþega sínum og fylgdi sögunni að þetta yrði að sjást, upplifunin sem fylgdi því að sjá þann dans væri óviðjafnanleg.Svanhvít Friðriksdóttir segir fjölmarga farþega flugfélagsins koma gagngert til Íslands vegna norðurljósanna.Hún segir mikla breytingu hafa orðið á skömmum tíma, þá hvað varðar komu ferðamanna til Íslands. Áður var það svo að þeir komu bara yfir sumartímann en nú hefur þetta dreifst yfir allt árið. „Því miður vitum við ekki hvað okkar farþegar eru að fara að gera hérna. En maður finnur að það er mikill áhugi á að koma hingað til að skoða norðurljósin. Já, í raun má segja að fjölmargir komi hingað gagngert til að sjá þau,“ segir Svanhvít.
Mest lesið Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Innlent „Raunhæfur möguleiki“ að hitamet falli á morgun Veður Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Erlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira