Átján mánaða fangelsi fyrir alvarleg og ítrekuð ofbeldisbrot gagnvart fimm börnum sínum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. september 2016 17:47 Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Vísir/Valli Þrjátíu og fjögurra ára kona hefur verið dæmd í átján mánaða fangelsi fyrir alvarleg og langvarandi ofbeldisbrot gagnvart fimm ungum börnum sínum. Um er að ræða börn frá aldrinum þriggja til fjórtán ára. Konan var sökuð um að hafa ítrekað beitt börn sín andlegum og líkamlegum refsingum, haft í hótunum við þau, ógnað þeim, sýnt þeim vanvirðandi háttsemi, sært þau og móðgað. Hún er sögð hafa í nokkur skipti sparkað í líkama eldri barna sinna, dóttur sinni fæddri 2002 og tveimur sonum sínum fæddum 2004 og 2007, slegið þau, togað í hár þeirra, hrint þeim og slegið þeim utan í veggi og hluti, tekið þau kverkataki, kastað hlutum í þau, læst þau úti og haft í hótunum um að gera þeim illt eða drepa þau. Þá var hún sökuð um að hafa sagt að hún vildi að börnin væru dauð, að hún hati þau og að hún vildi að þau hefðu aldrei fæðst, og kallað þau hóruunga, mother fuckera, hórur og mellur. Gagnvart yngri börnunum tveimur, tveimur drengjum fæddum 2012 og 2013, er hún sögð hafa tekið þá upp og hrist þá, hent þeim í rúm þegar hún var að svæfa þá, slegið þá í líkamann og tekið fyrir vit þeirra þegar þeir grétu.Reyndi að stinga barnsföður sinn Málefni barnanna höfðu verið í vinnslu hjá Barnavernd Reykjavíkur frá árinu 2005, en farið var fram á lögreglurannsókn árið 2015 á ætluðu ofbeldi konunnar gagnvart börnunum. Börnin staðfestu líkamlegt ofbeldi árið 2010 og voru í kjölfarið send á Vistheimili barna um hríð þar sem meðal annars var unnið með móðurinni við að bæta uppeldisaðferðir hennar. Að því loknu fóru börnin aftur í umsjá móðurinnar en skömmu síðar fékk Barnavernd tilkynningu um vanrækslu og ofbeldi í garð barnanna og að hegðun þeirra væri bæði hömlulaus og ofbeldisfull. Nokkru síðar barst önnur tilkynning frá lögreglu vegna heimilisofbeldis milli foreldra barnanna fyrir utan verslun, en konan er sögð hafa veist að barnsföður sínum með hníf fyrir utan verslun á meðan yngsta barnið fylgdist með. Börnin voru þá tekin úr umsjá konunnar.Sökuð um að hafa sett kodda yfir andlit barnsins Í gögnum málsins liggja fyrir fjöldi tilkynninga, meðal annars frá föður barnanna. Hann sagði konuna stjórnlausa og að börnin yrðu fyrir skaða hvort sem hann væri á heimilinu eða ekki. Hann sagði konuna hafa beitt börnin margvíslegu ofbeldi og að hún hefði meðal annars sett kodda yfir andlit sonar þeirra þegar hann hafi ekki viljað fara að sofa. Faðirinn sagði jafnframt að það væri kraftaverk að ekkert barnanna hefði dáið vegna ofbeldis konunnar. Ofbeldið hefði verið viðvarandi lengi en stigmagnast eftir því sem börnin hafi orðið fleiri. Öll börnin væru hrædd við hana og að hún beitti miklu andlegu ofbeldi í formi niðrandi tals svo sem: „Ég hata ykkur, ég vildi að þið væruð dauð, ég vildi að þið hefðuð verið blettur í lakinu og aldrei fæðst,“ að því er segir í dómnum. Faðirinn dró framburð sinn til baka í september 2015 og sagðist aldrei hafa séð konuna beita börnin ofbeldi. Dómurinn taldi breyttan framburð mannsins ótrúverðugan. Tilkynningar bárust einnig frá skólum barnanna og nágrönnum fjölskyldunnar. Konan neitaði sök og sagði málið byggjast á lygum barnsföður hennar. Sagði hún hann geðveikan og vilja eyðileggja líf hennar. Tilkynningar frá nágrönnum þeirra skýrði hún með því að þeir væru að hefna sín á henni. Þá segir í gögnum málsins að börnin hafi átt erfitt uppdráttar og búið við mikla vanlíðan og að einhverju marki sýnt af sér óeðlilega hegðun. Konunni var gert að greiða þeim samtals fjórar milljónir króna í bætur. Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Hafnar því að hafa verið með glannalegar yfirlýsingar um Grænland Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira
Þrjátíu og fjögurra ára kona hefur verið dæmd í átján mánaða fangelsi fyrir alvarleg og langvarandi ofbeldisbrot gagnvart fimm ungum börnum sínum. Um er að ræða börn frá aldrinum þriggja til fjórtán ára. Konan var sökuð um að hafa ítrekað beitt börn sín andlegum og líkamlegum refsingum, haft í hótunum við þau, ógnað þeim, sýnt þeim vanvirðandi háttsemi, sært þau og móðgað. Hún er sögð hafa í nokkur skipti sparkað í líkama eldri barna sinna, dóttur sinni fæddri 2002 og tveimur sonum sínum fæddum 2004 og 2007, slegið þau, togað í hár þeirra, hrint þeim og slegið þeim utan í veggi og hluti, tekið þau kverkataki, kastað hlutum í þau, læst þau úti og haft í hótunum um að gera þeim illt eða drepa þau. Þá var hún sökuð um að hafa sagt að hún vildi að börnin væru dauð, að hún hati þau og að hún vildi að þau hefðu aldrei fæðst, og kallað þau hóruunga, mother fuckera, hórur og mellur. Gagnvart yngri börnunum tveimur, tveimur drengjum fæddum 2012 og 2013, er hún sögð hafa tekið þá upp og hrist þá, hent þeim í rúm þegar hún var að svæfa þá, slegið þá í líkamann og tekið fyrir vit þeirra þegar þeir grétu.Reyndi að stinga barnsföður sinn Málefni barnanna höfðu verið í vinnslu hjá Barnavernd Reykjavíkur frá árinu 2005, en farið var fram á lögreglurannsókn árið 2015 á ætluðu ofbeldi konunnar gagnvart börnunum. Börnin staðfestu líkamlegt ofbeldi árið 2010 og voru í kjölfarið send á Vistheimili barna um hríð þar sem meðal annars var unnið með móðurinni við að bæta uppeldisaðferðir hennar. Að því loknu fóru börnin aftur í umsjá móðurinnar en skömmu síðar fékk Barnavernd tilkynningu um vanrækslu og ofbeldi í garð barnanna og að hegðun þeirra væri bæði hömlulaus og ofbeldisfull. Nokkru síðar barst önnur tilkynning frá lögreglu vegna heimilisofbeldis milli foreldra barnanna fyrir utan verslun, en konan er sögð hafa veist að barnsföður sínum með hníf fyrir utan verslun á meðan yngsta barnið fylgdist með. Börnin voru þá tekin úr umsjá konunnar.Sökuð um að hafa sett kodda yfir andlit barnsins Í gögnum málsins liggja fyrir fjöldi tilkynninga, meðal annars frá föður barnanna. Hann sagði konuna stjórnlausa og að börnin yrðu fyrir skaða hvort sem hann væri á heimilinu eða ekki. Hann sagði konuna hafa beitt börnin margvíslegu ofbeldi og að hún hefði meðal annars sett kodda yfir andlit sonar þeirra þegar hann hafi ekki viljað fara að sofa. Faðirinn sagði jafnframt að það væri kraftaverk að ekkert barnanna hefði dáið vegna ofbeldis konunnar. Ofbeldið hefði verið viðvarandi lengi en stigmagnast eftir því sem börnin hafi orðið fleiri. Öll börnin væru hrædd við hana og að hún beitti miklu andlegu ofbeldi í formi niðrandi tals svo sem: „Ég hata ykkur, ég vildi að þið væruð dauð, ég vildi að þið hefðuð verið blettur í lakinu og aldrei fæðst,“ að því er segir í dómnum. Faðirinn dró framburð sinn til baka í september 2015 og sagðist aldrei hafa séð konuna beita börnin ofbeldi. Dómurinn taldi breyttan framburð mannsins ótrúverðugan. Tilkynningar bárust einnig frá skólum barnanna og nágrönnum fjölskyldunnar. Konan neitaði sök og sagði málið byggjast á lygum barnsföður hennar. Sagði hún hann geðveikan og vilja eyðileggja líf hennar. Tilkynningar frá nágrönnum þeirra skýrði hún með því að þeir væru að hefna sín á henni. Þá segir í gögnum málsins að börnin hafi átt erfitt uppdráttar og búið við mikla vanlíðan og að einhverju marki sýnt af sér óeðlilega hegðun. Konunni var gert að greiða þeim samtals fjórar milljónir króna í bætur.
Mest lesið Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ Innlent Frakkar riðu á vaðið og tóku skuggaskip Rússa Erlent Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Innlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Innlent Samkomulagið sem ekkert samkomulag er um Erlent Drógu mann út á nærbuxunum sem hafði ekkert til saka unnið Erlent Fleiri fréttir Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Hafnar því að hafa verið með glannalegar yfirlýsingar um Grænland Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Ósammála um hvort Heiða sé „atvinnupólitíkus“ Kjósendur Flokks fólksins ekki fyrir framan tölvu alla daga Ölvaður og árásargjarn handtekinn í verslunarmiðstöð Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Sjá meira