Gullkálfurinn Conor þénar milljarða á árinu Henry Birgir Gunnarsson skrifar 29. september 2016 15:00 Gulldrengur. Conor er orðin ein stærsta íþróttastjarna heims og þénar eftir því. vísir/getty Er Írinn Conor McGregor gengur úr búrinu í New York í nóvember verður hann búinn að raka inn milljörðum á þessu ári. Bardagakvöldin hans halda áfram að slá met yfir flestar sjónvarpsáskriftir (PPV) og bardagakvöldið í New York á örugglega eftir að slá öll met. Er hann barðist við Nate Diaz fyrr á árinu fékk hann eingreiðslu upp á 3 milljónir dollara fyrir bardagann eða 343 milljónir króna. Enginn bardagamaður í UFC hefur fengið álíka greiðslu fyrir eitt kvöld. Svo fær hann hluta af sjónvarpsáskriftunum sem er ekki síður mikill peningur. Talið er að með öllu gæti hann verið að fá 12 til 15 milljónir dollara fyrir bardagakvöldið. Conor er einnig með samninga við hin og þessi fyrirtæki og nú síðast kom hann í tölvuleiknum Call of Duty. Írinn var spurður út í peningamálin á blaðamannafundinum fyrir UFC 205. „Þegar árinu lýkur verð ég líklega búinn að raka inn hátt í 40 milljónum dollara,“ sagði Írinn en það eru tæpir 4,6 milljarðar íslenskra króna. „Þetta er 40 milljón dollara ár hjá mér. Helvíti gott ár.“ Sögusagnir eru um að hann muni fá allt upp í 25 milljónir dollara fyrir kvöldið í New York þegar allt verður talið. Það eru 2,8 milljarðar króna. Til samanburðar má nefna að andstæðingur hans, Eddie Alvarez, sem er heimsmeistari í léttvigt, fékk 150 þúsund dollara er hann tryggði sér titilinn. Það gera 17 milljónir króna. MMA Tengdar fréttir Conor: Hver í fjandanum er þessi náungi? | Sjáðu blaðamannafundinn fyrir UFC 205 Blaðamannafundur fyrir UFC 205 hefst klukkan 22:00. 27. september 2016 23:00 Conor berst um léttvigtarbeltið í New York á trufluðu bardagakvöldi Írski Íslandsvinurinn og Eddie Alvarez verða fyrstu mennirnir til að berjast í aðalbardaga UFC-kvölds í New York. 27. september 2016 08:15 Conor McGregor um Sunnu: „Engin spurning að hún verður meistari“ Sjáðu brot úr heimildamynd um Sunnu Rannveigu Davíðsdóttur sem berst í fyrsta sinn sem atvinnumaður annað kvöld. 22. september 2016 10:30 Diaz: Conor og Alvarez eru hræddir við mig Það eru flestir mjög spenntir fyrir bardaga Conor McGregor og Eddie Alvarez en Nate Diaz er ekki einn þeirra. 29. september 2016 12:30 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Sjá meira
Er Írinn Conor McGregor gengur úr búrinu í New York í nóvember verður hann búinn að raka inn milljörðum á þessu ári. Bardagakvöldin hans halda áfram að slá met yfir flestar sjónvarpsáskriftir (PPV) og bardagakvöldið í New York á örugglega eftir að slá öll met. Er hann barðist við Nate Diaz fyrr á árinu fékk hann eingreiðslu upp á 3 milljónir dollara fyrir bardagann eða 343 milljónir króna. Enginn bardagamaður í UFC hefur fengið álíka greiðslu fyrir eitt kvöld. Svo fær hann hluta af sjónvarpsáskriftunum sem er ekki síður mikill peningur. Talið er að með öllu gæti hann verið að fá 12 til 15 milljónir dollara fyrir bardagakvöldið. Conor er einnig með samninga við hin og þessi fyrirtæki og nú síðast kom hann í tölvuleiknum Call of Duty. Írinn var spurður út í peningamálin á blaðamannafundinum fyrir UFC 205. „Þegar árinu lýkur verð ég líklega búinn að raka inn hátt í 40 milljónum dollara,“ sagði Írinn en það eru tæpir 4,6 milljarðar íslenskra króna. „Þetta er 40 milljón dollara ár hjá mér. Helvíti gott ár.“ Sögusagnir eru um að hann muni fá allt upp í 25 milljónir dollara fyrir kvöldið í New York þegar allt verður talið. Það eru 2,8 milljarðar króna. Til samanburðar má nefna að andstæðingur hans, Eddie Alvarez, sem er heimsmeistari í léttvigt, fékk 150 þúsund dollara er hann tryggði sér titilinn. Það gera 17 milljónir króna.
MMA Tengdar fréttir Conor: Hver í fjandanum er þessi náungi? | Sjáðu blaðamannafundinn fyrir UFC 205 Blaðamannafundur fyrir UFC 205 hefst klukkan 22:00. 27. september 2016 23:00 Conor berst um léttvigtarbeltið í New York á trufluðu bardagakvöldi Írski Íslandsvinurinn og Eddie Alvarez verða fyrstu mennirnir til að berjast í aðalbardaga UFC-kvölds í New York. 27. september 2016 08:15 Conor McGregor um Sunnu: „Engin spurning að hún verður meistari“ Sjáðu brot úr heimildamynd um Sunnu Rannveigu Davíðsdóttur sem berst í fyrsta sinn sem atvinnumaður annað kvöld. 22. september 2016 10:30 Diaz: Conor og Alvarez eru hræddir við mig Það eru flestir mjög spenntir fyrir bardaga Conor McGregor og Eddie Alvarez en Nate Diaz er ekki einn þeirra. 29. september 2016 12:30 Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Sport Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Fótbolti 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Fótbolti Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Fótbolti Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Enski boltinn Andre Onana skilinn eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Pot í augun hans í bardaga kallaði fram sjaldgæfan sjúkdóm Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Logi og félagar náðu ekki að hrista af sér vandræðin í Laugardalnum Barcelona-leikmaður í leyfi vegna andlegrar heilsu sinnar Sheffield Wednesday fær aftur refsingu og er nú með mínus tíu stig Ajax segir það algjört hneyksli hvað stuðningsmenn félagsins gerðu „Ég vil ekki vera Lionel Messi“ Fékk morðhótun í miðjum leik Stór hópur Íslands á EM ÍSÍ kynnti nýjan launasjóð Hótað lífláti eftir mistökin Baðst afsökunar á hómófóbísku orðavali á fyrsta fundi Undirbýr Liverpool líf án Salah? NFL-deildin er lyginni líkust Jordan reynir að troða á stjórnendum sports „sveitalubba“ Sjá meira
Conor: Hver í fjandanum er þessi náungi? | Sjáðu blaðamannafundinn fyrir UFC 205 Blaðamannafundur fyrir UFC 205 hefst klukkan 22:00. 27. september 2016 23:00
Conor berst um léttvigtarbeltið í New York á trufluðu bardagakvöldi Írski Íslandsvinurinn og Eddie Alvarez verða fyrstu mennirnir til að berjast í aðalbardaga UFC-kvölds í New York. 27. september 2016 08:15
Conor McGregor um Sunnu: „Engin spurning að hún verður meistari“ Sjáðu brot úr heimildamynd um Sunnu Rannveigu Davíðsdóttur sem berst í fyrsta sinn sem atvinnumaður annað kvöld. 22. september 2016 10:30
Diaz: Conor og Alvarez eru hræddir við mig Það eru flestir mjög spenntir fyrir bardaga Conor McGregor og Eddie Alvarez en Nate Diaz er ekki einn þeirra. 29. september 2016 12:30