Íslenski boltinn

Meistararnir fengu á sig 41 mark og töpuðu fjórða leiknum á tímabilinu

Tómas Þór Þóraðrson skrifar
Gunnar Magnússon og lærisveinar hans eru í vandræðum.
Gunnar Magnússon og lærisveinar hans eru í vandræðum. vísir/eyþór
Íslandsmeistarar Hauka eru í stórkostlegum vandræðum í Olís-deild karla en liðið fékk á sig 41 mark og tapaði með fjórum mörkum, 41-37, gegn Fram á heimavelli í fimmtu umferð deildarinnar í kvöld.

Haukum var spáð Íslandsmeistaratitlinum þriðja árið í röð en liðið er nú búið að tapa fjórum leikjum af fimm. Haukarnir töpuðu aðeins þremur leikjum í Olís-deildinni alla síðustu leiktíð.

Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði þrettán mörk fyrir Fram og Andri Þór Helgason sjö. Adam Haukur Baumruk skoraði ellefu fyrir Hauka og Janus Daði Smárason átta mörk.

Haukar eru í níunda og næst síðasta sæti deildarinnar með tvö stig eins og Valur en Fram er komið með fimm stig og skaust upp í sjötta sæti deildarinnar.

Mörk Hauka: Adam Haukur Baumruk 11, Janus Daði Smárason 8, Guðmundur Árni Ólafsson 6, Þórður Rafn Guðmundsson 3, Daníel Þór Ingason 3, Andri Heimir Friðriksson 2, Jón Þorbjörn Jóhannsson 2, Heimir Óli Heimisson 1, Hákon Daði Styrmisson 1.

Mörk Fram: Arnar Birkir Hálfdánsson 13, Andri Þór Helgason 7, Þorgeir Bjarki Davíðsson 6, Þorsteinn Gauti Hjálmarsson 6, Bjartur Guðmundsson 4, Valdimar Sigurðsson 4, Sigurður Örn Þorsteinsson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×