Fagnaðarlæti í Eyjum: „Ég er hrærður yfir þessum mikla stuðningi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. september 2016 00:51 "Það er 200 manna veisla í gangi og mikil fagnaðarlæti,“ segir Páll. Mynd/Håkon Broder Lund Allt bendir til þess að Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri og fréttamaður, muni leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í komandi kosningum. Páll er efstur í prófkjöri flokksins þegar eitt þúsund atkvæði hafa verið talin. „Ég er mjög ánægður með þetta og hrærður yfri þessum mikla stuðningi sem ég fæ,“ segir Páll í samtali við Vísi. Hann segist hafa unnið með afburðafólki í kosningabarátunni og það eigi hrós skilið. Hins vegar séu það kosningarnar sjálfar þann 29. október sem séu stóra málið. „Þetta er atrenna að kosningunum sem eru það sem skipta mestu máli.“Hefur áhyggjur af stöðu kvenna Athygli vekur að Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sem sóttist einnig eftir fyrsta sætinu er fjórða eftir fyrstu tölur. Hlutur kvenna í prófkjöri flokksins hefur vakið athygli en fjögur efstu sætin á listanum í Suðvesturkjördæmi eru skipuð körlum. Páll tekur undir áhyggjuraddir um stöðu kvenna í flokknum. „Já, ég held ég geti tekið undir það. Þetta er ákveðið áhyggjuefni en auðvitað er það þannig að það verði ekki leyst með því að karlar hætti að gefa kost á sér til trúnaðarstarfa fyrir flokkinn. Þetta er íhgununarefni og áhyggjuefni.“ Páll var staddur á kosningaskrifstofu sinni í Vestmannaeyjum þegar blaðamaður náði af honum tali. Þar var líf og fjör. „Það er 200 manna veisla í gangi og mikil fagnaðarlæti.“Ásmundur kann „trixið“ Víðar er vafalítið fagnað í Eyjum þar sem Ásmundur Friðriksson er í öðru sæti á listanum þegar fyrstu tölur hafa verið birtar. „Það er bara eitt trix í þessu, daginn eftir síðustu kosningar, 2013, þá hóf ég undirbúning að næstu kosningum. Og það hefur ekki dottið út dagur síðan. Ég er ekki að byrja neina kosningabaráttu, hún hefur staðið samfleytt. Ég er alltaf í vinnunni og það er engin breyting á mínum högum með það,“ sagði Ásmundur í samtali við Vísi í lok júlí.Ekki hefur náðst í Ragnheiði Elínu síðan fyrstu tölur voru birtar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.UppfærtPáll Magnússon vann yfirburðarsigur í prófkjörinu eins og lesa má nánar um hér. Að neðan má sjá myndir frá fögnuði Páls og stuðningsmanna hans í Eyjum. Þriðju tölur: 1. Páll Magnússon 2. Ásmundur Friðriksson 3. Vilhjálmur Árnason 4. Ragnheiður Elín Árnadóttir 5. Unnur Brá Konráðsdóttir— Sjálfstæðisflokkur (@sjalfstaedisfl) September 11, 2016 Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Páll Magnússon í fyrsta sæti á Suðurlandi Ásmundur Friðriksson er í öðru sæti. 11. september 2016 00:30 Össur hafði betur gegn Sigríði Helgi Hjörvar hafnaði í fjórða sæti á eftir Evu Baldursdóttur. 10. september 2016 19:57 Prófkjör Samfylkingarinnar: Guðjón Brjánsson í fyrsta sæti í norðvestur kjördæmi Niðurstöður úr prófkjöri Samfylkingarinnar í norðvestur kjördæmi liggja fyrir. 10. september 2016 20:01 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Allt bendir til þess að Páll Magnússon, fyrrverandi útvarpsstjóri og fréttamaður, muni leiða lista Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi í komandi kosningum. Páll er efstur í prófkjöri flokksins þegar eitt þúsund atkvæði hafa verið talin. „Ég er mjög ánægður með þetta og hrærður yfri þessum mikla stuðningi sem ég fæ,“ segir Páll í samtali við Vísi. Hann segist hafa unnið með afburðafólki í kosningabarátunni og það eigi hrós skilið. Hins vegar séu það kosningarnar sjálfar þann 29. október sem séu stóra málið. „Þetta er atrenna að kosningunum sem eru það sem skipta mestu máli.“Hefur áhyggjur af stöðu kvenna Athygli vekur að Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráðherra sem sóttist einnig eftir fyrsta sætinu er fjórða eftir fyrstu tölur. Hlutur kvenna í prófkjöri flokksins hefur vakið athygli en fjögur efstu sætin á listanum í Suðvesturkjördæmi eru skipuð körlum. Páll tekur undir áhyggjuraddir um stöðu kvenna í flokknum. „Já, ég held ég geti tekið undir það. Þetta er ákveðið áhyggjuefni en auðvitað er það þannig að það verði ekki leyst með því að karlar hætti að gefa kost á sér til trúnaðarstarfa fyrir flokkinn. Þetta er íhgununarefni og áhyggjuefni.“ Páll var staddur á kosningaskrifstofu sinni í Vestmannaeyjum þegar blaðamaður náði af honum tali. Þar var líf og fjör. „Það er 200 manna veisla í gangi og mikil fagnaðarlæti.“Ásmundur kann „trixið“ Víðar er vafalítið fagnað í Eyjum þar sem Ásmundur Friðriksson er í öðru sæti á listanum þegar fyrstu tölur hafa verið birtar. „Það er bara eitt trix í þessu, daginn eftir síðustu kosningar, 2013, þá hóf ég undirbúning að næstu kosningum. Og það hefur ekki dottið út dagur síðan. Ég er ekki að byrja neina kosningabaráttu, hún hefur staðið samfleytt. Ég er alltaf í vinnunni og það er engin breyting á mínum högum með það,“ sagði Ásmundur í samtali við Vísi í lok júlí.Ekki hefur náðst í Ragnheiði Elínu síðan fyrstu tölur voru birtar þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.UppfærtPáll Magnússon vann yfirburðarsigur í prófkjörinu eins og lesa má nánar um hér. Að neðan má sjá myndir frá fögnuði Páls og stuðningsmanna hans í Eyjum. Þriðju tölur: 1. Páll Magnússon 2. Ásmundur Friðriksson 3. Vilhjálmur Árnason 4. Ragnheiður Elín Árnadóttir 5. Unnur Brá Konráðsdóttir— Sjálfstæðisflokkur (@sjalfstaedisfl) September 11, 2016
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Páll Magnússon í fyrsta sæti á Suðurlandi Ásmundur Friðriksson er í öðru sæti. 11. september 2016 00:30 Össur hafði betur gegn Sigríði Helgi Hjörvar hafnaði í fjórða sæti á eftir Evu Baldursdóttur. 10. september 2016 19:57 Prófkjör Samfylkingarinnar: Guðjón Brjánsson í fyrsta sæti í norðvestur kjördæmi Niðurstöður úr prófkjöri Samfylkingarinnar í norðvestur kjördæmi liggja fyrir. 10. september 2016 20:01 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Sjá meira
Páll Magnússon í fyrsta sæti á Suðurlandi Ásmundur Friðriksson er í öðru sæti. 11. september 2016 00:30
Össur hafði betur gegn Sigríði Helgi Hjörvar hafnaði í fjórða sæti á eftir Evu Baldursdóttur. 10. september 2016 19:57
Prófkjör Samfylkingarinnar: Guðjón Brjánsson í fyrsta sæti í norðvestur kjördæmi Niðurstöður úr prófkjöri Samfylkingarinnar í norðvestur kjördæmi liggja fyrir. 10. september 2016 20:01