Gæsaveiðin gengur vel hjá flestum skyttum Karl Lúðvíksson skrifar 11. september 2016 13:00 Gæsaveiðin gengur vel hjá þeim skyttum sem við höfum verið í sambandi við og lægðir og rok í spánni er nákvæmlega veðrið sem gæsaskyttur vilja fá. Það er erfitt að eiga við fuglinn þegar það er heiðskýrt og sól enda verður gæsin stygg við þessar aðstæður og það getur oft verið erfitt að fá hana niður í gervigæsirnar. Rok, skýjað og smá rigning er í kortunum og það kætir skyttur landsins sem liggja í skurðum þessa dagana því það er það sem gerir fyrirsát í ökrum og túnum auðveldari. Gæsin fær það sem er kallað stýrivindur en það er stöðug vindátt úr einni átt og helst nokkuð kröftug. Þá kemur fuglinn upp í vindinn og mjög ákveðið niður í túnið eða akurinn. Það er mikið af gæs komin niður á tún og akra fyrir norðurlandi og einnig er hún farin að hópast saman á suður og vesturlandi. Besti tíminn stendur yfir fram í byrjun nóvember en þá er svo til eingöngu verið að skjóta grágæs. Heiðagæsin er sú bráð sem mest er sótt í á þessum tíma en hún fer fyrst gæsa af landi brott en hún er öllu jöfnu talin mun betri matfugl enda mikið villibragð af henni, mun meira en yfirleitt á grágæs. Mest lesið Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Styttist í að veiðin hefjist Veiði 105 sm lax úr Hítará Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Laxá í Dölum að vakna til lífsins Veiði Ein besta vikan í Veiðivötnum Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði Stórbleikja úr Eyjafjarðará Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði
Gæsaveiðin gengur vel hjá þeim skyttum sem við höfum verið í sambandi við og lægðir og rok í spánni er nákvæmlega veðrið sem gæsaskyttur vilja fá. Það er erfitt að eiga við fuglinn þegar það er heiðskýrt og sól enda verður gæsin stygg við þessar aðstæður og það getur oft verið erfitt að fá hana niður í gervigæsirnar. Rok, skýjað og smá rigning er í kortunum og það kætir skyttur landsins sem liggja í skurðum þessa dagana því það er það sem gerir fyrirsát í ökrum og túnum auðveldari. Gæsin fær það sem er kallað stýrivindur en það er stöðug vindátt úr einni átt og helst nokkuð kröftug. Þá kemur fuglinn upp í vindinn og mjög ákveðið niður í túnið eða akurinn. Það er mikið af gæs komin niður á tún og akra fyrir norðurlandi og einnig er hún farin að hópast saman á suður og vesturlandi. Besti tíminn stendur yfir fram í byrjun nóvember en þá er svo til eingöngu verið að skjóta grágæs. Heiðagæsin er sú bráð sem mest er sótt í á þessum tíma en hún fer fyrst gæsa af landi brott en hún er öllu jöfnu talin mun betri matfugl enda mikið villibragð af henni, mun meira en yfirleitt á grágæs.
Mest lesið Iron Fly hnýtingarkeppni næsta laugardag Veiði Styttist í að veiðin hefjist Veiði 105 sm lax úr Hítará Veiði Hvolsá og Staðarhólsá til Veiða.is Veiði Laxá í Dölum að vakna til lífsins Veiði Ein besta vikan í Veiðivötnum Veiði Björgunarvesti fyrir veiðimenn Fish Partner Veiði 22 punda lax úr Jöklu Veiði Stórbleikja úr Eyjafjarðará Veiði Fékk 94 sm hrygnu í fimmta kasti Veiði