Beckham er komin ansi langt frá glamúrdögunum i Spice Girls og sýndi afslöppuð snið, minimalíska förðun og hár og fölu tóna. Berar axlir, magi og bringa, velúr og gamla góða krumpuefnið var með endurkomu. Hvítur var áberandi eins og venjan er á sumarsýningunum en brotið upp með túrkís og ferskjubleikum. Fylgihlutirnir voru á sínum stað og vakti þá einna helst athygli töskurnar sem voru í stíl við dressið, eða töskur sem voru saumaðar í sama efni og fötin.
Hér má sjá brot af því besta frá Victoriu Beckham.







