Ætlar ekki að enda líf sitt strax Henry Birgir Gunnarsson skrifar 12. september 2016 17:45 Vervoort stolt með silfrið sitt. vísir/getty Verðlaunahafi á Ólympíumóti fatlaðra gekk frá pappírum um eigið líknardráp fyrir átta árum síðan. Belgíska konan Marieke Vervoort er að glíma við ólæknandi vöðvahrörnunarsjúkdóm. Sjúkdómurinn mun valda henni gríðarlegum sársauka síðar og hún ætlar ekki að ganga í gegnum það helvíti. Fyrir átta árum síðan gekk þessi 37 ára gamla kona frá öllum pappírum þannig að hún getur bundið löglega endi á sitt líf er hún biður um það. Belgískir fjölmiðlar birtu fréttir af því að hún ætlaði að binda enda á líf sitt eftir Ólympíumótið en það er ekki rétt. „Ég er enn að njóta hverrar stundar. Þegar vondu dagarnir verða orðnir fleiri en þeir góðu þá mun ég fara en það er ekki enn komið að því,“ sagði Vervoort.Vervoort á fleygiferð í Ríó.vísir/epaHún nældi í silfurverðlaun í 400 metra hjólastólaspretti um nýliðna helgi. Hún fékk gull og silfur á mótinu í London fyrir fjórum árum síðan. Mótið í Ríó er hennar svanasöngur í íþróttunum enda er líkamlegt ástand hennar orðið þannig að það er orðið of erfitt að æfa. „Ég er mjög ánægð að hafa fengið silfur núna. Það er samt súrsætt því ég hef gengið í gegnum miklar kvalir og svo er erfitt að kveðja íþróttaferilinn. Íþróttir hafa verið mitt líf.“ Líknardráp er löglegt í Belgíu og hún segir möguleikann á þessari útgönguleið hafa gefið henni hugrekki. „Fólk finnur fyrir ákveðinni ró að hafa þennan valmöguleika. Ég er viss um að ég veit hvenær ég vil fara.“ Erlendar Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Fleiri fréttir Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington Sjá meira
Verðlaunahafi á Ólympíumóti fatlaðra gekk frá pappírum um eigið líknardráp fyrir átta árum síðan. Belgíska konan Marieke Vervoort er að glíma við ólæknandi vöðvahrörnunarsjúkdóm. Sjúkdómurinn mun valda henni gríðarlegum sársauka síðar og hún ætlar ekki að ganga í gegnum það helvíti. Fyrir átta árum síðan gekk þessi 37 ára gamla kona frá öllum pappírum þannig að hún getur bundið löglega endi á sitt líf er hún biður um það. Belgískir fjölmiðlar birtu fréttir af því að hún ætlaði að binda enda á líf sitt eftir Ólympíumótið en það er ekki rétt. „Ég er enn að njóta hverrar stundar. Þegar vondu dagarnir verða orðnir fleiri en þeir góðu þá mun ég fara en það er ekki enn komið að því,“ sagði Vervoort.Vervoort á fleygiferð í Ríó.vísir/epaHún nældi í silfurverðlaun í 400 metra hjólastólaspretti um nýliðna helgi. Hún fékk gull og silfur á mótinu í London fyrir fjórum árum síðan. Mótið í Ríó er hennar svanasöngur í íþróttunum enda er líkamlegt ástand hennar orðið þannig að það er orðið of erfitt að æfa. „Ég er mjög ánægð að hafa fengið silfur núna. Það er samt súrsætt því ég hef gengið í gegnum miklar kvalir og svo er erfitt að kveðja íþróttaferilinn. Íþróttir hafa verið mitt líf.“ Líknardráp er löglegt í Belgíu og hún segir möguleikann á þessari útgönguleið hafa gefið henni hugrekki. „Fólk finnur fyrir ákveðinni ró að hafa þennan valmöguleika. Ég er viss um að ég veit hvenær ég vil fara.“
Erlendar Mest lesið Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Körfubolti Getur varla gengið lengur Sport Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Körfubolti Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Körfubolti Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Íslenski boltinn Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Fótbolti Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Enski boltinn Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Fótbolti Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Íslenski boltinn Barcelona biður UEFA um leyfi Fótbolti Fleiri fréttir Wrexham reynir við Eriksen Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Reisa varanlegan minnisvarða um Jota úr endurunnu efni Jón Daði meiddur og endurkoman bíður Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Ísland eitt af regnbogaliðunum á Evrópumótinu Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Segir Messi ákaflega ósáttan með leikbannið Getur varla gengið lengur Dagskráin: Fyrsti leikurinn á nýja KR-vellinum, ensk félög í beinni og formúla Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Mættur aftur tuttugu árum seinna Shearer öskureiður: „Þetta er bara fáránlegt“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Barcelona biður UEFA um leyfi Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Dan Burn hjá Newcastle: Verðum svekktir ef Alexander Isak fer Ísak aftur með frábæra innkomu Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Messi dæmdur eftir allt saman í bann fyrir skrópið Gyökeres í flugvél á leið til London Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Anton Sveinn og Laufey Rún stálu senunni í Nauthólsvík „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Venus úr leik í Washington Sjá meira
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn