Regnbogi í ám um alla Vestfirði Jakob Bjarnar skrifar 13. september 2016 11:35 Regnbogasilungur veiðist nú víða á Vestfjörðum og það vilja Landssamtök veiðfélaga hafa til marks um þá umhverfsvá sem stendur fyrir dyrum, hvað varðar fyrirhugaða stóraukningu í laxeldi. MYND/FISKELDI AUSTFJARÐA Samkvæmt tilkynningu frá Fiskistofu veiðist nú regnbogi í ám á Patreksfirði, Tálknafirði, Arnafirði og Dýrafirði. Regnbogasilungur telst framandi tegund í lífríki Íslands og hefur hann ekki náð að fjölga sér í íslenskum ám. Landssamband veiðifélaga lýsir yfir þungum áhyggjum af stórfelldu yfirvofandi umhverfisslysi og telur regnbogasilunginn augljóst merki um að sjóeldi sé og verði aldrei öruggt og víst megi telja að slík starfsemi stefni lífríki Íslands í stórfellda hættu. Sambandið hefur nú ítrekað bent á þá vá, sem menn þar innandyra telja að standi fyrir dyrum, vegna fyrirhugaðrar stórfelldrar framleiðslu á laxi í sjókvíum. „Nú hafa hafa verið gefin út leyfi til framleiðslu á um 40.000 tonnum af laxi og regnbogasilungi og fréttir berast um að áform séu um að framleiða allt að 180.000 þúsund tonn,“ segir í yfirlýsingu sem sambandið hefur sent frá sér.Laxeldisfyrirtæki hyggjast stórauka sína framleiðslu Viðskiptablaðið fjallaði í vor um að norskir aðilar væru nú að fjárfesta í fiskeldi á Íslandi sem best þeir geta, og ekki að ófyrirsynju því leyfi til að hefja laxeldi kostaði um 200 milljónir í Noregi fyrir tveimur árum en kostar 300 þúsund hérlendis. Það er því eftir nokkru að slægjast. „Framleiðsla á eldislaxi mun margfaldast á næstu árum ef áætlanir laxeldisfyrirtækja ná fram að ganga. Í fyrra voru framleidd rúm 3 þúsund tonn en gert er ráð fyrir 8 þúsund tonna framleiðslu í ár, sem þýðir að framleiðslan mun aukast um 245% milli ára,“ segir í umfjöllun Viðskiptablaðsins.Umhverfishætta blasir við Stjórn Sambands veiðifélaga telur víst að stjórnvöld fljóti sofandi að feigðarósi í þessum efnum. Hún harmar þá stöðu sem upp er komin og bendir á að varað hafi verið við þeirri hættu sem villtum silunga og laxastofnum stafaði af stórfelldu fiskeldi í sjókvíum. „Stjórnin telur að þessi atvik ásamt umhverfisslysi þegar norskur eldislax slapp úr sjókvíum í Patreksfirði haustið 2013 sé til marks um þá miklu umhverfishættu sem villtum laxa og silungastofnum stafar af sjókvíaeldi við strendur landsins.“ Þá lýsir stjórnin yfir fullri ábyrgð á hendur stjórnvöldum og krefst þess að hún grípi til aðgerða.Vísir greindi frá téðum slysasleppingum í sumar. Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira
Samkvæmt tilkynningu frá Fiskistofu veiðist nú regnbogi í ám á Patreksfirði, Tálknafirði, Arnafirði og Dýrafirði. Regnbogasilungur telst framandi tegund í lífríki Íslands og hefur hann ekki náð að fjölga sér í íslenskum ám. Landssamband veiðifélaga lýsir yfir þungum áhyggjum af stórfelldu yfirvofandi umhverfisslysi og telur regnbogasilunginn augljóst merki um að sjóeldi sé og verði aldrei öruggt og víst megi telja að slík starfsemi stefni lífríki Íslands í stórfellda hættu. Sambandið hefur nú ítrekað bent á þá vá, sem menn þar innandyra telja að standi fyrir dyrum, vegna fyrirhugaðrar stórfelldrar framleiðslu á laxi í sjókvíum. „Nú hafa hafa verið gefin út leyfi til framleiðslu á um 40.000 tonnum af laxi og regnbogasilungi og fréttir berast um að áform séu um að framleiða allt að 180.000 þúsund tonn,“ segir í yfirlýsingu sem sambandið hefur sent frá sér.Laxeldisfyrirtæki hyggjast stórauka sína framleiðslu Viðskiptablaðið fjallaði í vor um að norskir aðilar væru nú að fjárfesta í fiskeldi á Íslandi sem best þeir geta, og ekki að ófyrirsynju því leyfi til að hefja laxeldi kostaði um 200 milljónir í Noregi fyrir tveimur árum en kostar 300 þúsund hérlendis. Það er því eftir nokkru að slægjast. „Framleiðsla á eldislaxi mun margfaldast á næstu árum ef áætlanir laxeldisfyrirtækja ná fram að ganga. Í fyrra voru framleidd rúm 3 þúsund tonn en gert er ráð fyrir 8 þúsund tonna framleiðslu í ár, sem þýðir að framleiðslan mun aukast um 245% milli ára,“ segir í umfjöllun Viðskiptablaðsins.Umhverfishætta blasir við Stjórn Sambands veiðifélaga telur víst að stjórnvöld fljóti sofandi að feigðarósi í þessum efnum. Hún harmar þá stöðu sem upp er komin og bendir á að varað hafi verið við þeirri hættu sem villtum silunga og laxastofnum stafaði af stórfelldu fiskeldi í sjókvíum. „Stjórnin telur að þessi atvik ásamt umhverfisslysi þegar norskur eldislax slapp úr sjókvíum í Patreksfirði haustið 2013 sé til marks um þá miklu umhverfishættu sem villtum laxa og silungastofnum stafar af sjókvíaeldi við strendur landsins.“ Þá lýsir stjórnin yfir fullri ábyrgð á hendur stjórnvöldum og krefst þess að hún grípi til aðgerða.Vísir greindi frá téðum slysasleppingum í sumar.
Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Sjá meira