„Mistök að halda prófkjör í þessum kjördæmum“ sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 13. september 2016 20:19 „Ég held að stóra niðurstaðan úr þessu sé að það voru mistök að halda prófkjör í þessum kjördæmum,“ sagði Davíð Þorláksson, lögfræðingur og fyrrverandi formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, í kvöldfréttum Stöðvar 2 um lakan árangur kvenna í prófkjörum flokksins í Suður- og Suðvesturkjördæmi. Niðurstöður úr prófkjörum flokksins hafa vakið mikla athygli fyrir þær sakir hversu lélega kosningu þær konur sem buðu sig fram hlutu. Karlar eru í fjórum efstu sætu flokksins í Suðvesturkjördæmi og í Suðurkjördæmi eru karlmenn í þremur efstu sætunum. Davíð segir að finna þurfi aðra leið, þrátt fyrir að rík hefð hafi verið fyrir prófkjörum innan Sjálfstæðisflokks. „Ég held að menn verði að bregðast við þessu með einhverjum hætti. Þetta er ekki bindandi kosning. Það er bara Bjarni Benediktsson sem fékk bindandi kosningu og við getum ekki boðið upp á svona fábreytta lista eins og þarna kom fram,“ segir hann. Stilla þurfi upp fjölbreyttari lista þrátt fyrir að kjördæmisráð muni mögulega fella þá. „En menn verða að sjálfsögðu að reyna það. Við getum ekki boðið upp á svona einsleita lista.“ Stefanía Óskarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, segir það ekkert nýmæli að kynjahlutföll séu ekki jöfn á listum Sjálfstæðisflokks. Hins vegar geti frambjóðendur náð að knýja fram breytingar með því að standa saman, en að slíkt þurfi að gerast hratt. „Þetta eru í rauninni fastir liðir en þó hefur þetta skánað á allra seinustu árum. Ég man varla eftir prófkjöri hér áður fyrr hjá Sjálfstæðisflokknum, og reyndar öðrum flokkum, sem enduðu ekki með þessari umræðu um skertan hlut kvenna á þessum listum. En það sem hefur breyst núna er að það er orðin svo víðtæk sátt um að það sé mikilvægt að hafa konur í frontinum. Það vakti athygli mína að um leið og niðurstöður lágu fyrir tók Bjarni Benediktsson þetta upp og nefndi að þetta væri sérstakt vandamál,“ segir Stefanía.Horfa má á umræðuþáttinn í spilaranum hér fyrir ofan. Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Sjálfstæðiskonur guldu afhroð Úrslit prófkjara Sjálfstæðisflokksins verða ræddar á fundi í dag. Formaður flokksins útilokar ekki að niðurstöðum verði breytt. Iðnaðaráðherra hættir í stjórnmálum. Þingkonur í Samfylkingu hverfa af Alþingi. 12. september 2016 06:30 Möguleiki á hægrisinnuðu kvennaframboði Landssambands sjálfstæðiskvenna segir stöðuna í jafnrétti kynjanna innan Sjálfstæðisflokksins verri en í öðrum flokkum. 12. september 2016 10:19 Í menningunni að treysta karlmönnum betur til forystu Stefanía Óskarsdóttir, dósent og Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands ræddu stöðu kvenna í stjórnmálum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. september 2016 13:29 Afhroð Sjálfstæðiskvenna: Ferlegt að sjá þessa niðurstöðu á 21. öld Guðlaugur Þór og Árni Páll ræddu niðurstöðu prófkjöra í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. september 2016 10:48 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
„Ég held að stóra niðurstaðan úr þessu sé að það voru mistök að halda prófkjör í þessum kjördæmum,“ sagði Davíð Þorláksson, lögfræðingur og fyrrverandi formaður Sambands ungra Sjálfstæðismanna, í kvöldfréttum Stöðvar 2 um lakan árangur kvenna í prófkjörum flokksins í Suður- og Suðvesturkjördæmi. Niðurstöður úr prófkjörum flokksins hafa vakið mikla athygli fyrir þær sakir hversu lélega kosningu þær konur sem buðu sig fram hlutu. Karlar eru í fjórum efstu sætu flokksins í Suðvesturkjördæmi og í Suðurkjördæmi eru karlmenn í þremur efstu sætunum. Davíð segir að finna þurfi aðra leið, þrátt fyrir að rík hefð hafi verið fyrir prófkjörum innan Sjálfstæðisflokks. „Ég held að menn verði að bregðast við þessu með einhverjum hætti. Þetta er ekki bindandi kosning. Það er bara Bjarni Benediktsson sem fékk bindandi kosningu og við getum ekki boðið upp á svona fábreytta lista eins og þarna kom fram,“ segir hann. Stilla þurfi upp fjölbreyttari lista þrátt fyrir að kjördæmisráð muni mögulega fella þá. „En menn verða að sjálfsögðu að reyna það. Við getum ekki boðið upp á svona einsleita lista.“ Stefanía Óskarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði, segir það ekkert nýmæli að kynjahlutföll séu ekki jöfn á listum Sjálfstæðisflokks. Hins vegar geti frambjóðendur náð að knýja fram breytingar með því að standa saman, en að slíkt þurfi að gerast hratt. „Þetta eru í rauninni fastir liðir en þó hefur þetta skánað á allra seinustu árum. Ég man varla eftir prófkjöri hér áður fyrr hjá Sjálfstæðisflokknum, og reyndar öðrum flokkum, sem enduðu ekki með þessari umræðu um skertan hlut kvenna á þessum listum. En það sem hefur breyst núna er að það er orðin svo víðtæk sátt um að það sé mikilvægt að hafa konur í frontinum. Það vakti athygli mína að um leið og niðurstöður lágu fyrir tók Bjarni Benediktsson þetta upp og nefndi að þetta væri sérstakt vandamál,“ segir Stefanía.Horfa má á umræðuþáttinn í spilaranum hér fyrir ofan.
Kosningar 2016 X16 Suður Tengdar fréttir Sjálfstæðiskonur guldu afhroð Úrslit prófkjara Sjálfstæðisflokksins verða ræddar á fundi í dag. Formaður flokksins útilokar ekki að niðurstöðum verði breytt. Iðnaðaráðherra hættir í stjórnmálum. Þingkonur í Samfylkingu hverfa af Alþingi. 12. september 2016 06:30 Möguleiki á hægrisinnuðu kvennaframboði Landssambands sjálfstæðiskvenna segir stöðuna í jafnrétti kynjanna innan Sjálfstæðisflokksins verri en í öðrum flokkum. 12. september 2016 10:19 Í menningunni að treysta karlmönnum betur til forystu Stefanía Óskarsdóttir, dósent og Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands ræddu stöðu kvenna í stjórnmálum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. september 2016 13:29 Afhroð Sjálfstæðiskvenna: Ferlegt að sjá þessa niðurstöðu á 21. öld Guðlaugur Þór og Árni Páll ræddu niðurstöðu prófkjöra í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. september 2016 10:48 Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Fleiri fréttir Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Sjá meira
Sjálfstæðiskonur guldu afhroð Úrslit prófkjara Sjálfstæðisflokksins verða ræddar á fundi í dag. Formaður flokksins útilokar ekki að niðurstöðum verði breytt. Iðnaðaráðherra hættir í stjórnmálum. Þingkonur í Samfylkingu hverfa af Alþingi. 12. september 2016 06:30
Möguleiki á hægrisinnuðu kvennaframboði Landssambands sjálfstæðiskvenna segir stöðuna í jafnrétti kynjanna innan Sjálfstæðisflokksins verri en í öðrum flokkum. 12. september 2016 10:19
Í menningunni að treysta karlmönnum betur til forystu Stefanía Óskarsdóttir, dósent og Eva Heiða Önnudóttir, nýdoktor við stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands ræddu stöðu kvenna í stjórnmálum í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. september 2016 13:29
Afhroð Sjálfstæðiskvenna: Ferlegt að sjá þessa niðurstöðu á 21. öld Guðlaugur Þór og Árni Páll ræddu niðurstöðu prófkjöra í Bítinu á Bylgjunni í morgun. 12. september 2016 10:48